Airbnb gisting er dýrari í Reykjavík en í Barcelona, París og Berlín

10191521713-a0fe08b602-z.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt lista ferða­þjón­ustu­vef­síð­unn­ar GoE­uro, situr Reykja­vík í 38. sæti yfir verð ­fyrir Air­bnb gist­ingu í útvöldum borgum víðs vegar um heim­inn. Í Reykja­vík kostar nóttin í Air­bnb gist­ingu að jafn­aði 103 evr­ur, eða tæp­lega 15.900 krón­ur, en við gerð list­ans safn­aði GoE­uro saman verð­upp­lýs­ingum frá vef­síðu Air­bnb fyrir yfir fjöru­tíu þús­und gisti­staði í 150 lönd­um. Við útreikn­ing­anna var stuðst við verð fyrir 2 - 4 ein­stak­linga, bæði innan og utan háanna­tíma, ann­ars veg­ar helg­ina 26. til 29 des­em­ber og virku dag­ana 6. til 9. októ­ber.

Sam­kvæmt list­anum er dýrasta Air­bnb gist­ingin í Boston, en þar kostar nóttin 220 evrur að með­al­tali, eða hátt í 34.000 krón­ur. Í Tirana, höf­uð­borg Alban­íu, er hins vegar ódýr­ast að kaupa sér Air­bnb gist­ingu, en þar kostar nóttin 24 evrur að jafn­aði, eða tæpar 3.700 krón­ur. Önn­ur ­dýrasta borgin hvað varðar Air­bnb gist­ingu er Cancún í Mexíkó (198 evr­ur), og í þriðja sæt­inu situr New York borg (185 evr­ur).

Á meðal borga, þar sem er ódýr­ara að kaupa Air­bnb gist­ingu en í Reykja­vík má nefna París (70 evr­ur), Berlín (80 evr­ur), Ósló (83 evr­ur), Madríd (84 evr­ur), Mílan (93 evr­ur), Kaup­manna­höfn (95 evr­ur), Hong Kong (99 evr­ur) og Barcelona (99 evr­ur).

Auglýsing

GoE­uro reikn­aði sömu­leiðis út með­al­tal fyrir hverslags gist­ingu í áður­nefndum 150 borgum víðs vegar um heim­inn. Þá var reiknað út sam­eig­in­legt með­al­tals­verð fyrir gist­ingu á hót­el­um, gisti­heim­il­um, far­fugla­heim­ilum og Air­bnb. Þar situr Reykja­vík í 51. sæti á list­an­um, með með­al­verð upp á 85 banda­ríkja­dali, eða sem sam­svarar ríf­lega 10.600 krón­um. Á þeim lista trónir New York borg á toppnum með með­al­tals­verð fyrir hverslags gist­ingu upp á 246 banda­ríkja­dali, eða tæp­lega 31.000 íslenskar krón­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None