Dómsmálaráðuneytið bandaríska kynnti áhugaverðar áherslubreytingar í starfi saksóknara bandaríska ríkisins, hinn 9. september síðastliðinni. Samkvæmt endursögn New York Times, mun það verða forgangsverkefni hjá dómsmálaráðuneytinu og saksóknurum að lögsækja yfirmenn stærstu fjármálafyrirtækja Bandaríkjanna, sem bera ábyrgð á lögbrotum bankanna, sem nú þegar hefur verið sektað fyrir um svimandi háar fjárhæðir í mörgum tilvikum.
Mikil gagnrýni hefur komið frá stjórnvöld í Bandaríkjunum sökum þess að fáir starfsmenn fjármálafyrirtækjanna á Wall Street, sem hafa viðurkennt lögbrot og greitt sektir í ríkissjóð, hafa verið lögsóttir. Hefur umræðan oft snúist um að þarna séu auðugir menn farnir að láta stórfyrirtæki kaupa friðhelgi frá lögum og reglum.
Nú er sem sagt stefnubreyting boðuð, og verður það að teljast jákvætt. Enda algjörlega glórulaus og siðlaus staða, að ríkt fólk í störfum hjá stórfyrirtækjum geti komist upp með að brjóta lögin, oft með stórkostlega alvarlegum afleiðingum fyrir almenning, á meðan fólk úr öðrum og lægri stéttum þarf að fara eftir lögum og reglum annars hljóti það refsingu. Allir verða að vera jafnir fyrir lögunum, og ágætt að fá það staðfest með þessari stefnubreytingu dómsmálaráðuneytisins bandaríska, að gagnrýnisraddir virðast hafa náð eyrum ráðamanna.