Innlendur hlutabréfamarkaður fylgdi eftir þróun í Evrópu af litlum krafti við opnun viðskipta í morgun. Við opnun hækkaði OMXI8 úrvalsvísitalan um hálft prósent í tiltölulega litlum viðskiptum, eftir miklar verðlækkanir í gær. Þá féll vísitalan íslenska um 2,5 prósent og innan dags um rúmlega fjögur prósent, en hlutabréf náðu sér lítillega á strik fyrir lok dags.
Í byrjun dags hafa mest viðskipti verið með bréf Icelandair Group, sem hefur hækkað í Kauphöllinni um 1,5 prósent, og bréf Eimskips, sem hefur hækkað um tæpt prósent.
Þrátt fyrir að hlutabréf í Kína hafi lækkað snarpt annan daginn í röð, nú um 7,6 prósent, þá fylgdu evrópskir markaðir þeirri þróun ekki eftir við opnun markaða í álfunni í dag og hækkuðu nokkuð hressilega, eftir áföll gærdagsins. FTSE 100 vísitalan í London hefur hækkað um 2,5 prósent í morgun, DAX vísitalan í þýsku kauphöllinni hefur hækkað um ríflega þrjú prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 2,9 prósent það sem af er viðskiptadegi.
Miklar lækkanir á mörkuðum um allan heim í gær voru drifnar áfram af ótta fjárfesta við dvínandi efnahagsumsvif í Kína. Eftir áratugalangt skeið uppgangs óttast fjárfestar að nú að það halli undir fæti í þessu öðru stærsta efnahagsríki heims og öðru stærsta innflutningsríki varnings og þjónustu. Fréttastofa Bloomberg greinir frá því að auðmenn í Kína hafi orðið fyrir verulegu tjóni við snarpa lækkun hlutabréfa í gær. Öll ávöxtun hlutabréfamarkaðarins í Kína á árinu er nú horfin.
From froth to freefall: Asia's richest got crushed yesterday, region's richest lost $3.6B http://t.co/cnQx1kuSxH @JillMao @TomMetcalf123
— Devon Pendleton (@DevonPendleton) August 25, 2015
Útlit er fyrir að markaðir verði grænir á lit þegar þeir opna í Bandaríkjunum. Í viðskiptum fyrir opnun markaða hefur S&P 500 vísitalan hækkað um rúm þrjú prósent. Lækkun vísitölunnar í gær nam nærri fjórum prósentum.
S&P 500 futures are surging over 3% http://t.co/GyDBjDYUNS pic.twitter.com/8E2QVWUUGw
— Bloomberg Markets (@markets) August 25, 2015
sdaf