Almenningshlaupanefnd gagnrýnir framkvæmd Reykjavíkurmaraþons

14708528389-d356155c43-h-1.jpg
Auglýsing

Í ályktun sem Almenn­ings­hlaupa­nefnd Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands (FRÍ) hefur sent stjórn sam­bands­ins, kemur fram gagn­rýni á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins. Málið má rekja til kæru hlauparans Pét­urs Sturla Bjarna­sonar sem kærði Arnar Pét­urs­son, Íslands­meist­ara karla í mara­þoni, fyrir meint svindl í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu sem fram fór 23. ágúst síð­ast­lið­inn.

Pétur Sturla kærði úrslit hlaups­ins til yfir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons­ins, þar sem hann sak­aði Arnar um að hafa svindlað með því að njóta lið­sinnis tveggja hjól­reiða­manna í hlaup­inu, sem hafi hjólað með honum og hvatt hann áfram. Í 10. grein reglna Reykja­vík­ur­mara­þons­ins seg­ir: „Hlaupa­brautin er ein­göngu ætluð kepp­end­um. Ekki er heim­ilt að fylgja hlaup­urum gang­andi, hlaup­andi, á hjóli eða öðrum far­ar­tækjum (und­an­þága fyrir fylgd­ar­menn fatl­aðra). Það er á ábyrgð þátt­tak­enda að vísa frá þeim sem fylgja.“ Þá segir í 18. grein regln­anna: „Brot á ofan­greindum reglum ógilda þátt­töku­rétt í hlaup­in­u.“

Ein af þeim ljósmyndum sem lá til grundvallar kæru málsins. Hér má sjá hjólreiðamenn hjóla á undan Arnari Péturssyni. Ein af þeim ljós­myndum sem lá til grund­vallar kæru máls­ins. Hér má sjá hjól­reiða­menn hjóla á undan Arn­ari Pét­urs­syn­i.

Auglýsing

Yfir­dóm­nefnd við­ur­kenndi brot á regl­um, en aðhafð­ist ekk­ertYf­ir­dóm­nefndin við­ur­kenndi í nið­ur­stöðu sinni að hjól­reiða­menn hefðu vissu­lega fylgt Arn­ari eftir þrjá fjórðu hluta hlaupa­leið­ar­inn­ar, sem hafi verið óheim­ilt sam­kvæmt reglum Reykja­vík­ur­mara­þons­ins. Dóm­nefnd­inni þótti engu að síður ósannað að Arnar hafi notið aðstoðar hjól­reiða­mann­anna og vís­aði kæru máls­ins frá. Í nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar­innar seg­ir: „Svo virð­ist sem fylgd á hjólum sé atriði, sem stjórn­endur Reykja­vík­ur­mara­þons þurfi að taka á í fram­tíð­inni. […] Það er álit yfir­dóm­nefndar að reglur hlaups­ins mætti birta með skýr­ari hætti m.a. í leik­skrá hlaups­ins ásamt því að vara um að brot á þeim geti leitt til brott­vís­unar úr hlaup­in­u.“

Nið­ur­stöðu yfir­dóm­nefndar var áfrýjað til dóm­stóls ÍSÍ. Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur, sem ann­ast fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins, skil­aði inn grein­ar­gerð til dóm­stóls­ins fyrir hönd yfir­dóm­nefnd­ar. Dóm­stóll ÍSÍ stað­festi síðar nið­ur­stöðu yfir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons­ins, ekki þótti sannað að þeir sem hjól­uðu með Arn­ari hafi veitt honum aðstoð.

Nið­ur­stöðu dóm­stóls ÍSÍ var áfrýjað til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ, sem tók málið ekki til efn­is­legrar með­ferðar sökum form­galla á kærunni sem send var dóm­stóli ÍSÍ. Það er athygl­is­vert fyrir þær sakir að dóm­stóll ÍSÍ tók málið til efn­is­legrar með­ferðar þrátt fyrir ann­marka á kæru máls­ins.

Taka þarf af öll tví­mæli um hvaða reglur gildaÍ áður­nefndri ályktun Almenn­ings­hlaupa­nefndar FRÍ segir að sam­bandið hafi lög­sögu yfir götu­hlaup­um, sem þurfi að kynna betur meðal hlaupa­hald­ara og þátt­tak­enda. Þegar fram fari Íslands­meist­ar­mót í götu­hlaupum skuli fara eftir reglum FRÍ um fram­kvæmd þeirra, sem byggja eigi á alþjóð­legum reglum um meist­ara­mót í götu­hlaup­um. Þar er til að mynda skýrt kveðið á um blátt bann við hraða­stjórn­un.

Þá segir í álykt­un­inni að FRÍ hafi engu að síður enga aðkomu haft að fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins eða dóm­gæslu í hlaup­inu. Þá hafi hlaup­hald­arar Reykja­vík­ur­mara­þons kynnt sínar eigin reglur í hlaup­inu, þar sem ekki var vísað sér­stak­lega í reglur FRÍ. Í ályktun Almenn­ings­hlaupa­nefndar segir enn­frem­ur: „Taka þarf af öll tví­mæli um hvaða reglum fara eigi eftir við fram­kvæmd meist­ara­móta í götu­hlaup­um. Nefndin leggur til að FRÍ skipi yfir­dóm­ara þegar um Íslands­meist­ara­mót í götu­hlaupum er að ræða.“

Að lokum gerir Almenn­ings­hlaupa­nefnd athuga­semd við kæru­með­ferð máls­ins. Kæran hafi aldrei komið til afgreiðslu hjá FRÍ, sem hefði átt að taka málið til afgreiðslu, þar sem FRÍ hafi lög­sögu yfir Íslands­meist­ara­keppni í götu­hlaup­um, áður en það fór til dóm­stóls ÍSÍ: Mik­il­vægt sé að far­vegur kæru­mála sé skýr.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None