Það er ánægjulegt að sjá hvernig almenningur á Íslandi hefur brugðist við hræðilegum vanda flóttafólks frá stríðshrjáðum svæðum, einkum í Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt vandann nú yfirþyrmandi og líklega einn þann alvarlegasta frá því í Seinni heimstyrjöldinni, þegar milljónir manna þurftu að flýja heimili sín. Öll hjálp er vel þegin, og gott að vita til þess að Íslendingar eru upp til hópa tilbúnir að hjálpa fólki, þó vitanlega verði alþjóðasamfélagið, sem ein heild, að reyna að leysa vandamálin sem við blasa.
Stjórnvöld, sem höfðu ákveðið að taka móti 50 flóttamönnum, eru að skynja þennan þrýsting frá almenningi og eru nú að meta hvað þau geti gert meira en þau ætluðu að gera fyri aðeins örfáum dögum síðan. Svona getur nú gott aðhald frá almenningi, meðal annars í gegnum fjölmiðla, hreyft við hlutum til góðs...