Andri Ólafsson nýr ritstjóri Íslands í dag - Miklar breytingar á Fréttablaðinu

365
Auglýsing

Fanney Birna Jóns­dóttir verður nýr aðstoð­ar­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins og Andri Ólafs­son, sem verið hefur frétta­stjóri á Frétta­blað­inu und­an­farin miss­eri, mun verða nýr rit­stjóri Íslands í dag. Andri tekur við þeirri stöðu af Sindra Sindra­syni, sem mun áfram starfa hjá 365 við frétta­lestur og dag­skrár­gerð. Þá taka Ólöf Skafta­dóttir og Vikt­oría Her­manns­dóttir við sem rit­stjórar helg­ar­blaðs Frétta­blaðs­ins af Erlu Björg Gunn­ars­dóttir sem mun sinna almennum frétta­skrif­um. Kristín Þor­steins­dóttir verður áfram rit­stjóri Frétta­blaðs­ins. Frá þessum skipu­lags­breyt­ingum innan 365 miðla, stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tækis lands­ins, er greint á Eyj­unni.

Andri Ólafsson. Andri Ólafs­son.

Kjarn­inn greindi nýverið frá því að Ísland í dag yrði stokkað upp í annað sinn á skömmum tíma.  Í byrjun apríl síð­ast­lið­ins var til­kynnt um miklar breyt­ingar á þætt­in­um. Í þeim fólst meðal ann­ars að þætt­irnir yrðu að að jafn­aði lengri en áður, eða um 40 mín­útur að lengd, og þeir gerðir í meiri sam­vinnu við frétta­stofu 365. Auk þess yrðu sér­stakir þættir um stjórn­mál, efna­hags­mál og við­skipta­líf undir hatti Íslands í dag. Þannig átti þátt­ur­inn alltaf að fjalla um mál­efni líð­andi stundar og tengj­ast betur þjóð­mála­um­ræð­unni en hann hafði gert und­an­farin ár.

Auglýsing

Áhorf á hið nýja Ísland í dag hefur ekki staðið undir vænt­ing­um. Í lok febr­úar var með­al­á­horf á þátt­inn yfir 16 pró­sent og viku áður en breyt­ingar á honum voru inn­leiddar horfðu 14,1 pró­sent á hann. Sam­kvæmt mæl­ingum Gallup horfðu tólf pró­sent á Ísland í dag fyrstu vik­una eftir breyt­ingar og 8,8 pró­sent vik­una eftir það. Í síð­ustu viku júní­mán­aðar var áhorfið sjö pró­sent.  Á meðal þeirra sem hverfa á braut er Heiða Kristín Helga­dótt­ir, sem stýrði þjóð­mála­þætt­inum Umræð­unni, en samn­ingur hennar við 365 miðla rann út í lok júní.

Miklar breyt­ingar hjá Frétta­blað­inu á skömmum tímaMiklar breyt­ingar hafa verið hjá Frétta­blað­inu, mest lesna dag­blaði lands­ins, und­an­farin miss­eri. Snemma árs 2013 var Mik­ael Torfa­son ráð­inn rit­stjóri blaðs­ins við hlið Ólafs Steph­en­sen og næstu miss­erin hættu fjöl­margir á rit­stjórn blaðs­ins. Meðal þeirra var Stein­unn Stef­áns­dótt­ir, aðstoð­ar­rit­stjóri blaðs­ins. Þá var nokkrum fjölda sagt upp.

Ólafur Stephensen, fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins. Ólafur Steph­en­sen, fyrrum rit­stjóri Frétta­blaðs­ins.

Í ágúst 2014 var Mik­ael síðan sagt upp störfum og Ólafur Steph­en­sen hætti skömmu síð­ar. Ólafur rit­aði áður leið­ara þar sem hann útsk­yrði af hverju honum var ekki stætt í starfi. Við starfi rit­stjóra tóku Kristín og Sig­ur­jón M. Egils­son. Hann hætti síðan í mars 2015.

Sam­hliða því að Sig­ur­jón hætti var gerð sú skipu­lags­breyt­ing að Andri Ólafs­son, Hrund Þórs­dóttir og Kol­beinn Tumi Daða­son urðu aðstoð­ar­rit­stjórar frétta­stofu 365 miðla. Nú hefur skipu­lag­inu verið breytt enn einu sinni.

Í gær greindi Kjarn­inn frá því að Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, blaða­maður og leið­ara­höf­undur á Frétta­blað­inu, hafi sagt upp störfum og muni hætta um næstu mán­að­ar­mót. Kol­beinn hefur leitt umfjöllun Frétta­blaðs­ins um stjórn­mál um ára­bil, með hlé­um. Hann starf­aði hjá blað­inu frá 2008 til 2013 og réð sig þangað aftur í upp­hafi árs 2015. Kol­beinn var einnig hluti þess teymis sem fór yfir stjórn­mála­á­standið í sjón­varps­þætt­inum Umræðan á Stöð 2, sem Heiða Kristín Helga­dóttir stýrði, en hefur nú verið tek­inn af dag­skrá.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None