Verðmæti Apple nemur um þessar mundir tæplega 620 milljörðum Bandaríkjadala, eða tæplega 75 þúsund milljörðum króna, og hefur aldrei verið meira. Þetta gerir Apple að verðmætasta hlutafélagi heimsins. Það er upphæð sem svarar til meira en fjörutíufaldrar árlegrar landsframleiðslu Íslands. Nýjasta uppgjör félagsins kom flestum greinendum á óvart þar sem það var betra en flestar spár höfðu gert ráð fyrir.
Á þriðja ársfjórðungi þessar árs, sem er raunar fjórði ársfjórðungur í uppgjörsári Apple, þá seldi fyrirtækið 39,7 milljónir iPhone síma og námu heildartekjur fjórðungsins 42 milljörðum Bandaríkjadölum, eða sem nemur ríflega fimm þúsund milljörðum króna.
Hér meðfylgjandi er myndband sem tekið var upp á iPhone og sýnt á vef Apple, 24. janúar á þessu ári, í tilefni af því að 30 ár voru þá frá því að Apple kynnti fyrstu vöruna, Macintosh tölvuna.
https://www.youtube.com/watch?v=zJahlKPCL9g