Arðgreiðslur til hluthafa og endurkaup á bréfum jukust um 64 prósent - 28,4 milljarðar króna í ár

Vísbendingar um að arðgreiðslur og endurkaup á hlutabréfum hafi toppað í ár.

Kauphöll
Auglýsing

Argreiðslur og end­ur­kaup hjá félögum á aðal­l­ista Kaup­hall­ar Ís­lands námu 28,4 millj­örðum króna í ár, vegna árang­urs sem félögin náðu í fyrra. Þær juk­ust um 64 pró­sent á milli ára, en arð­greiðslur til hlut­hafa og end­ur­kaup á bréfum námu 17,3 millj­örðum króna árið 2014, vegna rekstr­ar­árs­ins 2013. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu.

Þar er haft eftir Jóhanni Við­ari Ívars­syni, sér­fræð­ingi hjá IFS-­grein­ingu, að vís­bend­ingar séu um að arð­greiðslur og end­ur­kaup skráðra ­fé­laga á aðal­l­ista Kaup­hall­ar­innar hafi náð hámarki og verði minni á næsta ári. IFS-­grein­ing áætlar að arð­greiðslur og upp­kaup félaga á bréfum muni nema 24,3 millj­örðum króna á næsta ári, vegna árs­ins 2015. Með end­ur­kaupum á bréfu er m.a. vísað til kaupa félaga á eigin bréf­um, sem fækkar hlutum í því og eyk­ur­ hlut­falls­lega stærð ann­arra eig­enda.

Mark­að­ur­inn upp um tæp 40 pró­sent

Auglýsing

Eig­endur hluta­bréfa hagn­ast ekki bara því að fá háan arð af bréfum sín­um. Á þessu ári hefur Úrvals­vísi­talan, sem mælir hækkun félaga á mark­aði, hækkað um 39,3 pró­sent. Virði bréfanna, sem ganga kaupum og sölum á mark­aði, hefur því hækkað gríð­ar­lega.

Ef horft er á stöð­una líkt og hún var 16. októ­ber síð­ast­lið­inn hafði gengi N1 hækkað um 88,8 ­pró­sent frá ára­mót­um, gengi bréfa í Marel um 55,8 pró­sent, gengi bréfa í Icelandair um 50 pró­sent, í móð­ur­fé­lagi Voda­fone um 44,3 pró­sent, í fast­eigna­fé­lag­inu Reg­inn um 31,6 pró­sent og í HB Granda um 26,2 pró­sent. Hluta­bréf í Sjó­vá, Eim­skip­um, Högum og VÍS höfðu einnig hækkað um 4,4 -9,5 ­pró­sent á árinu. Eina félagið sem skráð er í kaup­höll­ina sem er minna virði í dag en það var um síð­ustu ára­mót er trygg­inga­fé­lagið TM.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um hækkun hluta­bréfa á Íslandi í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í síð­ustu viku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None