Árni Oddur útnefndur viðskiptafræðingur ársins

fvh_fvh_arni_oddur_fjolskylda-1.jpg
Auglýsing

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, hlaut útnefninguna viðskiptafræðingur ársins 2015 af Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH). Verndari verðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega afhöfn í dag á Íslenska þekkingardeginum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FVH sem send var fjölmiðlum síðdegis.

Árni Oddur tók við starfi forstjóra Marel síðla árs 2013, en áður hafði hann gegnt stöðu forstjóra Eyris Invest. Þá á hann sæti í stjórn félagsins Fokker Technologies.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Hjá Marel hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma  sem  Árni Oddur hefur verið forstjóri og hefur hann leitt félagið gegnum miklar breytingar með nýsköpun og framsækni að leiðarljósi.

Auglýsing

Árið 2014 var ár breytinga í rekstri Marel en í upphafi ársins var ákveðið að ráðast í veigamiklar hagræðingaraðgerðir til þess að einfalda og straumlínulaga reksturinn. Hjá félaginu starfa yfir 4000 manns í yfir 30 löndum en hér á landi starfa um 500 manns. Þó enn sé margt óunnið þá hefur félaginu tekist að breyta miklu í rekstrinum á einu ári og hafa breytingarnar gengið vel og örugglega fyrir sig.

Verksmiðjurnar sem áður voru 19 eru orðnar 14 og það mátti sjá jákvæð merki í uppgjöri ársins 2014. Rekstrarhagnaður jókst ásamt tekjum og hafa markaðsaðilar spáð fyrirtækinu góðu gengi ef áfram heldur sem horfir. Nýsköpun félagsins til að nýta afurðir betur ásamt því að nýta orku og vatn á hagkvæman hátt er að skila sér í rekstrinum. Það eru því spennandi tímar framundan hjá Marel.“

Þá hlaut fyrirtækð Kerecis Íslensku þekkingarverðlaunin í ár en Kerecis ásamt ORF Líftækni og Carbon Recycling International voru tilnefnd til þekkingarverðlauna FVH.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None