Ásgeir Kolbeins kærir meðeiganda að Austur til lögreglu vegna hótana

16608352379_7b2edd05a4_c.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla- og athafna­mað­ur­inn Ásgeir Kol­beins­son hefur kært Kamran Keiv­an­lou, einn með­eig­anda sinn að félag­inu 101 Aust­ur­stræti ehf., sem er leyf­is­hafi og rekstr­ar­að­il­i ­skemmti­stað­ar­ins Aust­ur, til lög­reglu fyrir hót­an­ir í sinn garð. Rann­sókn­ar­lög­reglu­maður hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að kæra hafi borist emb­ætt­inu og málið sé í rann­sókn, en Ásgeir hefur veitt lög­reglu munn­lega skýrslu vegna máls­ins. Þá hefur Kamran sömu­leiðis verið kall­aður til skýrslu­töku hjá lög­reglu vegna kærunn­ar.

Upp­taka af meintum hót­unum send lög­regluÁ meðal gagna sem Ásgeir hefur afhent lög­reglu kæru sinni til stuðn­ings, er hljóð­upp­taka af sam­tali hans og Kamran sem átti sér stað á Austur á dög­un­um. Kjarn­inn hefur umrædda upp­töku undir höndum en þar má heyra hvern­ig Kamran virð­is­t hóta Ásgeiri og fjöl­skyldu hans, verði honum ekki hleypt að rekstri skemmti­stað­ar­ins.

Í sam­tali við Kjarn­ann ­neitar Kamran Keiv­an­lou að hann hafi haft uppi hót­anir við Ásgeir Kol­beins­son, og segir að upp­taka af sam­tali þeirra sé fölsuð. Ásgeir hljóti að hafa fengið ein­hvern til að leika sig í sam­tal­inu.

Ætl­uðu að selja sig út úr AusturÁs­geir Kol­beins­son, fram­kvæmda­stjóri 101 Aust­ur­stræt­is, og félag í eigu Styrmis Þórs Braga­sonar sam­þykktu kauptil­boð frá félag­inu Alfacom General Tra­d­ing, sem er í eigu Kamran Keiv­an­lou, í allt hlutafé í 101 Aust­ur­stræti árið 2013. Sam­kvæmt kaup­samn­ingnum greiddi Alfacom þeim Ásgeiri og Styrmi Þór helm­ing umsam­ins kaup­verðs fyrir öll hluta­bréf í félag­inu við und­ir­rit­un. Kjarn­inn hefur kaup­samn­ing­inn undir hönd­um, en mun ekki upp­lýsa um sölu­verð rekstr­ar­fé­lags Aust­urs að beiðni selj­enda, en það hleypur á tugum millj­óna króna. Við und­ir­skrift samn­ings­ins varð Kamran stjórn­ar­for­maður 101 Aust­ur­strætis ehf.

Þess má geta að Kamran hefur sótt um tíma­bund­ið at­vinnu­leyfi á Íslandi sem sér­fræð­ingur í pers­neskum teppum á mála hjá Alfacom General Tra­d­ing. Vinnu­mála­stofnun synj­aði beiðni hans, sem var kærð til vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins ­sem stað­festi úrskurð Vinnu­mála­stofn­un­ar. Hér­aðs­dómur felldi úr gildi úrskurð ráðu­neyt­is­ins og ákvörðun Vinnu­mála­stofn­unar þann 22. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, þar sem ráðu­neytið hafði ekki sann­reynt hvort þörf væri á umræddri sér­fræði­kunn­áttu hér á landi.

Auglýsing

Van­efndir á leið fyrir dóm­stólaÁs­geir og Styrmir Þór hafa stefnt Alfacom til greiðslu á eft­ir­stöðvum kaup­samn­ings­ins, og verður málið tekið fyrir í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í vik­unni. Kjarn­inn hefur stefnu máls­ins undir hönd­um. Þar kemur fram að Kamran hafi farið að venja komur sínar á Austur skömmu eftir að kaup­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður þar sem hann gaf fyr­ir­skip­anir sem voru ýmist á borði stjórnar eða fram­kvæmda­stjóra. Sam­kvæmt hlut­hafa­sam­komu­lagi sem und­ir­ritað var sam­hliða kaup­samn­ingi, er kveðið á um að engar breyt­ingar verði gerðar á stjórn félags­ins og rekstri fyrr en kaup­verðið verði að fullu greitt. Þá segir í stefn­unni að Kamran hafi haft í hót­unum við starfs­fólk og við­skipta­vini sem leiddi til þess að honum var bannað að koma á skemmti­stað­inn þegar hann var opinn.

Alfacom hefur lagt fram gagn­stefnu í mál­inu þar sem þess er kraf­ist að kaupum félags­ins á 101 Aust­ur­stræti ehf. verði rift vegna van­efnda á kaup­samn­ingn­um.

Þá hefur Alfacom kært Ásgeir Kol­beins­son og fjár­mála­stjóra Aust­urs til lög­reglu sem og emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara í júní­mán­uði síð­ast­liðnum fyrir fjár­drátt og fyrir að mis­nota greiðslu­kort 101 Aust­ur­strætis í sína eigin þág­u. Þau hafa bæði verið kölluð til skýrslu­töku hjá lög­reglu vegna máls­ins. Þá er í bréfi lög­manns Kamran til sér­staks sak­sókn­ara Ásgeir sak­aður um að nota félag í hans eigu til að hafa fé af 101 Aust­ur­stræti ehf. og fyrir að draga sér hátt í tíu millj­ónir króna.

Í sam­tali við Kjarn­ann ­segir Ásgeir að um til­hæfu­lausar ásak­anir sé að ræða og hann eigi von á því að lög­regla muni láta málið niður falla á næstu dög­um. Ásak­an­irnar hafi ein­ungis verið lagðar fram til að reyna að sverta mann­orð hans.

Íslands­banki kærir stjórn­ar­for­mann Aust­urs til lög­regluÞá hefur Íslands­banki kært Kamran Keiv­an­lou, stjórn­ar­for­mann 101 Aust­ur­stræt­is, til lög­reglu fyrir að blekkja starfs­mann bank­ans til að gefa honum upp leyni­númer á reikn­ingum félags­ins, svo hann gæti greitt til­hæfu­lausa kröfu frá sjálfum sér upp á tæpar 4,4 millj­ónir króna út af reikn­ingi 101 Aust­ur­strætis í umboðs­leysi. Þá hefur 101 Aust­ur­stræti sömu­leiðis kært Kamran til lög­reglu fyrir fjár­svik vegna til­viks­ins.

Eftir að Íslands­banki sagði upp við­skiptum við 101 Aust­ur­stræti og Borgun sagði upp þjón­ustu­samn­ingi við félagið í lok nóv­em­ber að beiðni for­svars­manns Alfacom, stofn­aði Ásgeir nýtt félag til að tryggja áfram­hald­andi rekstur Aust­urs. Það félag heitir Aust­ur­stræti 5, þar sem Vil­helm Pat­rick Bern­höft er í for­svari auk Ásgeirs. Með til­komu félags­ins var hægt að gera nýjan þjón­ustu­samn­ing við Borgun og opna nýja banka­reikn­inga og þannig koma í veg fyrir að rekstri Aust­urs yrði sjálf­hætt.

Kamran Keiv­an­lou hefur ítrekað kvartað til lög­reglu um að skemmti­stað­ur­inn Austur sé nú í rekstri hjá félagi sem hvorki hafi til­skylin leyfi til rekst­urs­ins né gild­andi húsa­leigu­sam­ing vegna hús­næð­is­ins við Aust­ur­stræti 7. Bæði lög­regla og sýsl­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa málið til rann­sókn­ar, og hvort núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag brjóti í bága við útgefið rekstr­ar­leyfi Aust­urs.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Ásgeir að hið nýja félag hafi ekki tekið við rekstri Aust­urs, það sé ein­göngu til­komið til að tryggja áfram­hald­andi rekstur skemmti­stað­ar­ins. Allar greiðslur sem Aust­ur­stræti 5 taki við renni óskiptar til rekstr­ar­fé­lags Aust­urs, það er 101 Aust­ur­strætis ehf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None