ATP: Tugir flytjenda, rappgoðsagnir, skoskt þjóðlagapopp og skortur á konum

Public-Enemy-press-shot.jpg
Auglýsing

Tón­elsk­andi fólk á Íslandi er búið að vera mjög heppið hvað varðar komu erlends tón­list­ar­fólks hingað til lands í ár. Óhætt er að full­yrða að úrval tón­leika og tón­list­ar­há­tíða er búið að vera með besta móti und­an­farin miss­eri og virð­ist ekk­ert lát vera á því. Þegar þessi orð eru rituð eru tvær stórar hátíðir að baki og sú þriðja u.þ.b. að fara að detta í gang.

All Tomor­row‘s Parties er bresk tón­list­ar­há­tíð sem haldin verður í þriðja skiptið á fyrrum her­stöð NATO á Ásbrú dag­ana 2., 3. og 4. júlí næst­kom­andi. Hátíð þessi var haldin í fyrsta skiptið á suð­ur­strönd Eng­lands árið 2000 í smá­bænum Cam­ber Sands sem er í u.þ.b. eins og hálfs tíma lestar­ferð frá London. Hug­mynd­ina að hátíð­inni eiga Eng­lend­ing­arnir Barry Hogan og Deborah Kee Higg­ins og er hún sú að hljóm­sveit­ir, tón­list­ar­fólk eða kvik­mynd­ar­gerð­ar­fólk hefur verið gert að svoköll­uðum sýn­ing­ar­stjórum (e. curator) sem setja saman tón­leika­dag­skrá með sínu eft­ir­lætis tón­list­ar­fólki og hljóm­sveit­um.

Tón­leika­prógram­mið á að end­ur­spegla plötu­safn þess sem er sýn­ing­ar­stjóri hátíð­ar­innar hverju sinni. Meðal þeirra sem fengin hafa verið til verks­ins eru hljóm­sveitir á borð við Nick Cave and the Bad Seeds, The National, Modest Mou­se, The Flaming Lips, Yeah Yeah Yeahs, The Breeders, Slea­ter-K­inn­ey, The Shins, Shellac, Autechre, My Bloody Val­etine, Mogwai, Sonic Youth, TV On The Radio, Pavem­ent, The Mars Volta og Belle and Sebast­i­an. Einnig hafa mynd­list­ar­menn­irnir Jake og Dinos Chapman verið sýn­ing­ar­stjórar sem og kvik­mynda­gerða­menn­irnir Matt Groen­ing (höf­undur The Simp­sons) og Vincent Gallo verið heið­urs aðnjót­andi að velja atriði á hátíð­ina sem haldin hefur verið í Englandi, Banda­ríkj­un­um, Jap­an, Ástr­alíu og nú síð­ast á Íslandi.

Auglýsing

Tón­list­ar­há­tíðin hefur ávallt verið haldin á afdönk­uðum sum­ar­leyf­is­stöðum þar sem tón­leika­gestum stendur til boða gist­ing í litlum íbúðum og að vera í mik­illi nálægð við tón­list­ar­fólkið sem fram kemur á hátíð­un­um.

All Tomor­row's Parties - Music Document­ary Trailer

https://www.youtu­be.com/watch?v=27s­S-Cfl­bI0

Á fimmta tug tón­list­ar­at­riða koma fram á hátíð­inni í ár og er úrvalið á tón­list­ar­at­riðum fjöl­breytt og tón­list­ar­dag­skrá þétt alla daga hátíð­ar­inn­ar. Ef eitt­hvað mætti setja út á hátíð­ina í ár þá er það helst hvað hallar mikið á kven­kyns flytj­endur sem eru ekki mjög margar á hátíð­inni í þetta skipt­ið. Hlut­föll­inn á milli erlendra og inn­lendra flytj­enda eru nokkuð jöfn og eru flestir þeirra mik­ill hval­reki fyrir unn­endur fram­sæk­innar tón­listar á öllum svið­um. Hér er upp­taln­ing nokk­urra hljóm­sveita sem Kjarn­inn telur skylda á að sjá og kynna sér.

Fimmtu­dag­inn spila mörg þekkt­ustu nafn­anna á hátíð­inni og meðal þeirra sem spila er skoska þjóð­laga­poppsveitin Belle & Sebast­ian sem tví­vegis hefur spilað tón­leika hér á landi, einu sinni á Nasa og í hitt skiptið á Bræðsl­unni á Borg­ar­firði Eystri. Hljóm­sveitin hefur verið að í um tvo ára­tugi og er hún einn af kyndil­berum hinnar svoköll­uðu krútt­kyn­slóðar og á hún fjölda frá­bærra laga í sínum ranni enda hefur hún gefið út níu breið­skíf­ur. Nýjasta plata þeirra, Girls in Peacetime Want to Dance er fín­asti gripur en þeirra bestu plötur eru án vafa Boy With The Arab Strab, Tigermilk og The Life PursuitChel­sea Wolfe er frá­bær og ein fárra kven­lista­manna sem fram koma á hátíð­inni og á hún að baki tvær frá­bærar breið­skífur og hennar þriðja kemur út í ágúst. Tón­list hennar er dul­ar­fullur hræri­grautur sem minnir á köflum á Earth, Sonic Youth, PJ Har­vey og SUNN O))).

 

Belle and Sebastian. Belle & Sebast­i­an.

 

Þekkt­ust er hún lík­lega fyrir að eiga lagið „Feral Love“ í sjón­varps­þátta­röð­inni Game of Thro­nes. Deafhea­ven er banda­rísk svart­málm­sveit sem stofnuð var fyrir fjórum árum í San Francisco. Önnur breið­skífa þeirra heitir Sun­bather og er með betri skífum síð­ari ára þar sem áhrifum frá sveim­rokki og svart­málmi er blandað listi­lega vel sam­an. Grimm Grimm er ein­yrkja­verk­efni Jap­ana að nafni Koichi Yama­noha sem fram­reiðir skemmti­legt skyn­villu­popp undir þónokkrum barokk áhrif­um. Ef þið ímyndið ykkur Syd Barrett, Bítl­ana og Nico saman að gera tón­list þá myndi útkoman senni­lega líkj­ast tón­list Koichi.

Run The Jewels. Run The Jewels.

 

Iggy Pop þarf vart að kynna enda hefur hann verið að frá því á sjö­unda ára­tugnum og í ljósi tón­list­ar­sög­unnar er merki­legt að bera hann augum og eyrum þó hann sé ekki það fers­kasta á hátíð­inni. Aðrar goðsagnir á fimmtu­dags­kvöld­inu eru póli­tíska hiphop-sveitin Public Enemy sem eru enn í fullu fjöri, þeirra bestu plöt­ur, It Takes a Nation of Milli­ons to Holds Us Back og Fear of a Black Planet komu út á síð­ustu öld og þykja enn með merk­ari hiphop-­skífum allra tíma. Önnur hiphop-­sveit sem spilar á fimmtu­deg­inum og er alls ekki síðri er Run The Jewels sem leidd er af þeim El-P og Killer Mike og eru báðar breið­skífur þeirra með betri hiphop-­skífum sem komið hafa út síð­ustu ár. Tvær af betri íslensku sveit­unum sem fram koma í ár eru án efa Grísalappalísa og Kippi Kan­ínus og koma þær báðar fram á fimmtu­dags­kvöld­in­u. Mr. Silla er einnig að gera frá­bæra hluti á vænt­an­legri breið­skífu sinni spilar hún rétt eftir mið­nætti á fimmtu­dags­kvöld­inu.

Mr. Silla Mr. Silla.

Belle & Sebast­ian – The Party Line

https://www.youtu­be.com/watch?v=3vS1Hf3CVGs

Chel­sea Wolfe – Feral Love

https://www.youtu­be.com/watch?v=49­MYJkE­azIg

Deafhea­ven – Dream House

https://www.youtu­be.com/watch?v=RWyV­hI­BmdGw

Grimm Grimm – Hazy Eyes Maybe

https://www.youtu­be.com/watch?v=6RAwF07d­m2c

Public Enemy – Don‘t Beli­eve the Hype

https://www.youtu­be.com/watch?v=9vQa­VIoEjOM

Run The Jewels – Run The Jewels

https://www.youtu­be.com/watch?v=AfuCLp8VEng

Föstu­dag­ur­inn er einnig frá­bær og alls ekki síðri en fimmtu­dags­kvöld­ið. Bardo Pond er sæka­del­íu-rokkkvin­tett frá Fíla­delfíu í Banda­ríkj­un­um. Sveitin hefur verið að frá því um miðjan tíunda ára­tug­inn og er sveitin leidd af hinum gít­ar­spilandi Gibbons-bræðr­um. Tón­list þeirra er sveim­kennd, fal­leg og stundum mylj­andi þungur bræð­ingur sem minnir á Black Sabbath, My Bloody Val­entine, Neil Young og Hawkwind.

Dönsku síð­pönk­ar­arnir Iceage hafa verið leið­andi í pönk­sen­unni í Kaup­manna­höfn í nokkur ár og eru allar plötur þeirra algjört afbragð, sér­stak­lega fyrstu tvær.   Þeir sverja sig í ætt við The Birt­hday Par­ty, Liars, WU LYF, Big Black og fleiri góðar sveitir og gera það vel. Clipp­ing. er þriðja hiphop-­at­riðið á hátíð­ini og lík­leg­ast fram­sækn­asta af þeim öll­u­m. Clipp­ing. eru hávaða-hiphop af bestu sort og ættu að falla vel í kramið hjá fylgj­endum Death Grips, Shabazz Palaces og Danny Brown. Ekki skemmir að þeir gefa út hjá gæða­merk­inu Sub Pop í Seattle.

Frá Sub Pop koma einnig goðsagn­irnar í Mudho­ney sem fjöl­margir íslenskir rokkunn­endur þekkja þar sem sveitin kom fyrst fram í fæð­ingu gruggs­ins ásamt sveitum á borð við Nir­vana, Tad, Sound­gar­den o.s.frv.. Önnur goð­sagna­kennd sveit er San Diego-sveitin Drive Like Jehu sem sneri aftur á sjón­ar­sviðið á síð­asta ári eftir tæp­lega tveggja ára­tuga hlé. Drive Like Jehu gaf út tvær fram­úr­skar­andi post-hardcore skífur á tíunda ára­tug síð­ustu aldar sem höfðu mót­andi áhrif á sveitir á borð við At the Dri­ve-In, …And You Will Know Us by the Trail of Dead, The Blood Brothers og The Locust. Þetta verða einu tón­leikar þeirra í Evr­ópu á þessu ári og tón­leika­mynd­bönd sýna að þeir hafa engu gleymt þrátt fyrir langa fjar­veru.

Lund­úna­bú­inn Kevin Martin fer fyrir hinni kyngi­mögn­uðu raf­sveit The Bug. Kevin er einn af frum­kvöðlum fyrstu dubstep-­bylgj­unnar í London sem gaf af sér lista­menn á borð við Buri­al, Skream, James Bla­ke, Kode9 og fleiri. Nýjasta breið­skífa hans, Ang­els & Devils, kom út á vegum gæða­merk­is­ins Ninja Tune og meðal gesta á henni Liz Harris úr Grouper, Death Grips og Inga Copeland. Kanadísku til­raun­arokk­ar­arnir God­speed You! Black Emperor risu uppúr síð­rokk­bylgj­unni sem tröll­reið öllu fyrir síð­ustu alda­mót. Á svip­uðum tíma og sveitir á borð Mogwai og Sigur Rós voru að stíga sín fyrstu skref gáfu GY!BE fyrstu skífur sína sem voru hlaðnar dulúð, drama­tík og póli­tískum boð­skap.

Sænski teknó-­snill­ing­ur­inn Axel Willner fer fyrir The Field og er þetta í annað skiptið sem hann heim­sækir Ísland. Hann er til mála hjá hinni virtu Kompakt-­út­gáfu í Þýska­landi sem einnig gefur út okkar eigin GusGus. Úr íslensku deild­inni bera hæst tón­skáldin Dan­íel Bjarna­son og Val­geir Sig­urðu­son sem stýra kvöldi á vegum Bedroom Comm­unity (eitt metn­að­ar­fyllsta útgáfu­fé­lag Íslands fyrr og síð­ar) og síð­ast en ekki síst JFDR sem er sól­ó­verk­efni Jófríðar Áka­dóttur úr Sam­aris og Pascal Pinon.

Bardo Pond – Kali Yuga Blues

https://www.youtu­be.com/watch?v=3CUq­URTZnzw

Clipp­ing. – Work Work

https://www.youtu­be.com/watch?v=-2­GozE6X­Eqg

Iceage – For­ever

https://www.youtu­be.com/watch?v=EagCKe2Au8E

Drive Like Jehu – Here Come The Rome Plows

https://www.youtu­be.com/watch?v=h3JEk­DS­hKoc

Mudho­ney & Pearl Jam – Kick Out The Jams

https://www.youtu­be.com/watch?v=6Kz8Vi­y5d3w

God­speed You! Black Emperor – Moya

https://www.youtu­be.com/watch?v=Rs­f2LoLk3SA

The Bug – Void (ft. Grouper)

https://www.youtu­be.com/watch?v=3qVZ5wvBcGg

The Field – The Deal

https://www.youtu­be.com/watch?v=5I41qt-O8Rk

Margt frá­bært er á boðstólnum á laug­ar­deg­in­um, sem er síð­asti tón­leika­dag­ur­inn. Frá Montr­eal í Kanada kemur ein af áhuga­verð­ari nýbylgju­sveitum nútím­ans og heitir hún Ought. Sveit­ina stofn­aði söngv­ar­inn og gít­ar­leik­ar­inn Tim Beeler árið 2011. Tón­list þeirra svipar að miklu leyti sveita á borð við Talking Heads, Clin­ic, Tel­evision, Viet Cong og fleirri mætra sveita. Þrjár af öfga­fyllstu tón­list­ar­at­rið­unum í ár spila á laug­ar­deg­inum og eru það Lightn­ing Bolt, Ghostigi­tal og Swans.

Lightn­ing Bolt er lit­rík hávað­arokk­sveit frá Rhode Island í Banda­ríkj­unum og er skipuð skrímsla­trymbl­inum Brian Chipp­endale og bassa­leik­ar­anum Brian Gib­son. Þeir eru þekktir fyrir háværa tón­leika þar sem sveitin spilar oftar en ekki á öllum stöðum nema hefð­bundnu tón­leika­sviði. Ghostigi­tal eiga enga sína líka og eru tón­leikar með þeim ávallt mikil upp­lif­un. Swans er list­ræn hávaða­sveit sem stofnuð var af söngv­ar­anum Mich­ael Gira í New York árið 1982.

Swans er sam­tíma­sveit Sonic Youth, Nick Cave & The Bad Seeds og Pussy Galore og geta öfga­full þyngslin og hávað­inn í þeim verið slegið flestu við. Síð­ustu tvær breið­skífur þeirra eru með mestu stór­virkjum síð­ari ára. Íslenska deildin er hávær á laug­ar­deg­inum verður nauð­syn­legt að skella sér á tón­leika HAM, Barna og Pink Street Boys.

HAM. HAM.

All Tomor­row‘s Parties er mikil veisla fyrir tón­list­arunn­endur sem sækja í fram­sækna tóna á jaðr­inum og er mik­ill hval­reki að fá slíka hátíð til lands­ins. Hátt í þrjú þús­und manns sækja hátíð­ina erlendis frá og hafa Íslend­ingar verið að taka við sér und­an­farna viku og stefnir í að hátíðin verði vel lukkuð í ár. Grein­ar­höf­undur vonar að svo vel tak­ist til að hátíðin nái að vaxa og dafna hér á landi um ókomin ár því hún er bráð­skemmti­leg bót við tón­leikaflór­una hér á landi.

Nán­ari upp­lýs­ingar um hátíð­ina má finna á heima­síðu henn­ar.

Ought – The Weather Song

https://www.youtu­be.com/watch?v=qXt_Jp­vt­u5Q

Ghostigi­tal – Don‘t Push Me

https://www.youtu­be.com/watch?v=HNXX­ARoL_qc

Lightn­ing Bolt – Dracula Mountain

https://www.youtu­be.com/watch?v=8JpHoAnaPK0

Loop – Vapour

https://www.youtu­be.com/watch?v=eck­F_Rcsk3w

Swans – A Screw (Holy Money)

https://www.youtu­be.com/watch?t=125&v=y­HES9YAGGkU

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None