Átta af tíu hafa farið til útlanda 2014, helmingur elskar Icelandair

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

Helm­ingur Íslend­inga nefnir Icelandair sem upp­á­halds­flug­fé­lagið sitt. Flug­fé­lagið er lang­vin­sælasta flug­fé­lag á Íslandi. Eldra fólk er hrifn­ari af Icelandair en það yngra, sem lætur sig það minna skipta hvaða flug­fé­lag það notar til að fljúga til ann­arra landa.

Þriðj­ungur þjóð­ar­innar hefur engar sér­stakar taugar til neins flug­fé­lags og finnst ekki skipta máli með hverjum er flogið í frí. Hitt íslenska flug­fé­lag­ið, WOWa­ir, er í öðru sæti á vin­sæld­ar­lista flug­fé­laga, en fimm pró­sent lands­manna nefnir það. Um tvö pró­sent þykir vænst um Easy Jet. Þetta kemur fram í ferða­könnum sem ferða­vef­ur­inn Dohop, leit­ar­vél fyrir flug, bíla og hót­el, fram­kvæmdi nýver­ið.

Könn­unin var fram­kvæmd þannig að spurn­ingar voru sendar út á þá 33 þús­und Íslend­ingar sem fylgja Dohop á Face­book og þeirra sjö þús­und Íslend­inga sem eru á póst­lista Dohop. Alls bár­ust 1.257 svör og svar­hlut­fallið því rúm­lega þrjú pró­sent. Afar lík­legt er að þeir sem skrá sig á póst­lista Dohop eða fylgja fyr­ir­tæk­inu á Face­book séu lík­legri en aðrir til að fara til útlanda. Vert er að hafa það í huga við lestur nið­ur­stöð­unn­ar.

Auglýsing

82 pró­sent farið til útlanda árið 2014Í könn­un­inni var líka spurt hversu oft þýðið hefði farið til útlanda það sem af er ári 2014. Alls höfðu 39 pró­sent þeirra sem svör­uðu farið tvisvar til fjórum sinnum og 34 pró­sent einu sinni. Um níu pró­sent höfðu farið fimm sinnum eða oftar en ein­ungis 18 pró­sent svar­enda hafði ekki farið til útlanda á árinu. Það þýðir að rúm­lega átta af hverjum tíu Íslend­ingum hefur farið í utan­lands­ferð á þeim tæpu tíu mán­uðum sem liðnir eru af árinu 2014.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None