Hluthafafundur Búsældar, félags í eigu bænda á Norðausturlandi, hafnaði því síðdegis í dag að selja Norðlenska til Kjarnafæðis. Frá þessu var greint á vef RÚV.
Niðurstaðan var sú að sjötíu prósent hluthafa voru andvígir sameiningu, sextán prósent voru hlynntir og auðir seðlar voru um fjórtán prósent. Stjórn Búsældar situr nú á fundi og ræðir framhaldið. Sumir félagsmanna, einkum svínabændur hafa viljað sameina Norðlenska og Kjarnafæði til að draga úr kostnaði að því er segir á vef RÚV.
Auglýsing