Bakkavararbróðir þarf ekki að borga skuld Júlíusar - máli vísað frá

h_01514355-1.jpg
Auglýsing

Máli slita­bús Kaup­þings gegn Ágústi Guð­munds­syni, for­stjóra Bakka­var­ar, var vísað frá dómi í gær, en Kaup­þing stefndi Ágústi þar sem hann hafði ábyrgst skuld Júl­í­usar Jón­as­son­ar, sem var starfs­maður einka­banka­þjón­ustu bank­ans, skömmu fyrir fall hans.

Krafan á hendur Ágústi var upp á rúm­lega 30 millj­ónir króna. Óskar Sig­urðs­son hrl., lög­maður slita­bús Kaup­þings í mál­inu, segir að nið­ur­staðan verði kærð til Hæsta­rétt­ar, en slita­búið var jafn­framt dæmt til þess að greiða Ágústi 450 þús­und í máls­kostn­að.

Er nið­ur­staða Hér­aðs­dóms meðal ann­ars sú að málið sé van­reif­að, að hálfu slita­bús Kaup­þings, og ekki hafi verið gert nægi­lega grein fyrir því hverjar „hinar sak­næmu og ólög­mætu athafn­ir“ hafi ver­ið.

Auglýsing

Í des­em­ber 2012 féll dómur þess efnis að Júl­íus þyrfti að end­ur­greiða Kaup­þingi 28,3 millj­ónir til baka eftir að Hér­aðs­dómur Reykja­víkur felldi úr gildi þá ákvörðun stjórnar og stjórn­enda ­Kaup­þings að fella niður per­sónu­legar ábyrgðir á lánum starfs­manna til hlut­bréfa­kaupa.

Júl­íus tók lán hjá Kaup­þingi í erlendri mynt til þess að kaupa hluta­bréf í Kaup­þingi, 29. ágúst 2007. Um kúlúlán í erlendri mynt var að ræða, og átti að greiða lánið upp 1. sept­em­ber 2010. Sam­hliða lána­samn­ingum gaf Júl­íus út yfir­lýs­ingu þar sem hann lagði bank­anum að hand­veði hluta­bréf sín í bank­anum og einnig hluta­bréf í Bakka­vör Group. Í yfir­lýs­ing­unni var einnig veitt heim­ild til þess að krefja Júl­íus um frek­ari trygg­ing­ar.

Ágúst Guðmundsson. Mynd: Bakkavor.com. Ágúst Guð­munds­son. Mynd: Bakka­vor.com.

Þegar líða tók á árið 2008, og halla tók hratt undan fæti hjá Kaup­þingi og íslensku fjár­mála­kerfi, krafð­ist bank­inn frek­ari trygg­inga. Þá kom Ágúst Guð­munds­son til skjal­anna, og lagði fram frek­ari trygg­ingar fyrir allri skuld Júl­í­usar við bank­ann, hlut­deild­ar­skír­teini í rík­is­verð­bréfa­sjóði KAUP GBM.

Málið á rætur að rekja til þess­ara trygg­inga, en Júl­íus reynd­ist ekki geta greitt skuld­ina til baka, eftir að ákvörð­un­inni um nið­ur­fell­ingu per­sónu­legrar ábyrgða hans var rift. Þess vegna beindust spjótin að Ágústi og þeirra trygg­inga sem hann lagði fram.

Lesa má úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hér að fram­an.

 

 

 

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None