Bakkavararbróðir þarf ekki að borga skuld Júlíusar - máli vísað frá

h_01514355-1.jpg
Auglýsing

Máli slita­bús Kaup­þings gegn Ágústi Guð­munds­syni, for­stjóra Bakka­var­ar, var vísað frá dómi í gær, en Kaup­þing stefndi Ágústi þar sem hann hafði ábyrgst skuld Júl­í­usar Jón­as­son­ar, sem var starfs­maður einka­banka­þjón­ustu bank­ans, skömmu fyrir fall hans.

Krafan á hendur Ágústi var upp á rúm­lega 30 millj­ónir króna. Óskar Sig­urðs­son hrl., lög­maður slita­bús Kaup­þings í mál­inu, segir að nið­ur­staðan verði kærð til Hæsta­rétt­ar, en slita­búið var jafn­framt dæmt til þess að greiða Ágústi 450 þús­und í máls­kostn­að.

Er nið­ur­staða Hér­aðs­dóms meðal ann­ars sú að málið sé van­reif­að, að hálfu slita­bús Kaup­þings, og ekki hafi verið gert nægi­lega grein fyrir því hverjar „hinar sak­næmu og ólög­mætu athafn­ir“ hafi ver­ið.

Auglýsing

Í des­em­ber 2012 féll dómur þess efnis að Júl­íus þyrfti að end­ur­greiða Kaup­þingi 28,3 millj­ónir til baka eftir að Hér­aðs­dómur Reykja­víkur felldi úr gildi þá ákvörðun stjórnar og stjórn­enda ­Kaup­þings að fella niður per­sónu­legar ábyrgðir á lánum starfs­manna til hlut­bréfa­kaupa.

Júl­íus tók lán hjá Kaup­þingi í erlendri mynt til þess að kaupa hluta­bréf í Kaup­þingi, 29. ágúst 2007. Um kúlúlán í erlendri mynt var að ræða, og átti að greiða lánið upp 1. sept­em­ber 2010. Sam­hliða lána­samn­ingum gaf Júl­íus út yfir­lýs­ingu þar sem hann lagði bank­anum að hand­veði hluta­bréf sín í bank­anum og einnig hluta­bréf í Bakka­vör Group. Í yfir­lýs­ing­unni var einnig veitt heim­ild til þess að krefja Júl­íus um frek­ari trygg­ing­ar.

Ágúst Guðmundsson. Mynd: Bakkavor.com. Ágúst Guð­munds­son. Mynd: Bakka­vor.com.

Þegar líða tók á árið 2008, og halla tók hratt undan fæti hjá Kaup­þingi og íslensku fjár­mála­kerfi, krafð­ist bank­inn frek­ari trygg­inga. Þá kom Ágúst Guð­munds­son til skjal­anna, og lagði fram frek­ari trygg­ingar fyrir allri skuld Júl­í­usar við bank­ann, hlut­deild­ar­skír­teini í rík­is­verð­bréfa­sjóði KAUP GBM.

Málið á rætur að rekja til þess­ara trygg­inga, en Júl­íus reynd­ist ekki geta greitt skuld­ina til baka, eftir að ákvörð­un­inni um nið­ur­fell­ingu per­sónu­legrar ábyrgða hans var rift. Þess vegna beindust spjótin að Ágústi og þeirra trygg­inga sem hann lagði fram.

Lesa má úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hér að fram­an.

 

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None