Bakkavararbróðir þarf ekki að borga skuld Júlíusar - máli vísað frá

h_01514355-1.jpg
Auglýsing

Máli slita­bús Kaup­þings gegn Ágústi Guð­munds­syni, for­stjóra Bakka­var­ar, var vísað frá dómi í gær, en Kaup­þing stefndi Ágústi þar sem hann hafði ábyrgst skuld Júl­í­usar Jón­as­son­ar, sem var starfs­maður einka­banka­þjón­ustu bank­ans, skömmu fyrir fall hans.

Krafan á hendur Ágústi var upp á rúm­lega 30 millj­ónir króna. Óskar Sig­urðs­son hrl., lög­maður slita­bús Kaup­þings í mál­inu, segir að nið­ur­staðan verði kærð til Hæsta­rétt­ar, en slita­búið var jafn­framt dæmt til þess að greiða Ágústi 450 þús­und í máls­kostn­að.

Er nið­ur­staða Hér­aðs­dóms meðal ann­ars sú að málið sé van­reif­að, að hálfu slita­bús Kaup­þings, og ekki hafi verið gert nægi­lega grein fyrir því hverjar „hinar sak­næmu og ólög­mætu athafn­ir“ hafi ver­ið.

Auglýsing

Í des­em­ber 2012 féll dómur þess efnis að Júl­íus þyrfti að end­ur­greiða Kaup­þingi 28,3 millj­ónir til baka eftir að Hér­aðs­dómur Reykja­víkur felldi úr gildi þá ákvörðun stjórnar og stjórn­enda ­Kaup­þings að fella niður per­sónu­legar ábyrgðir á lánum starfs­manna til hlut­bréfa­kaupa.

Júl­íus tók lán hjá Kaup­þingi í erlendri mynt til þess að kaupa hluta­bréf í Kaup­þingi, 29. ágúst 2007. Um kúlúlán í erlendri mynt var að ræða, og átti að greiða lánið upp 1. sept­em­ber 2010. Sam­hliða lána­samn­ingum gaf Júl­íus út yfir­lýs­ingu þar sem hann lagði bank­anum að hand­veði hluta­bréf sín í bank­anum og einnig hluta­bréf í Bakka­vör Group. Í yfir­lýs­ing­unni var einnig veitt heim­ild til þess að krefja Júl­íus um frek­ari trygg­ing­ar.

Ágúst Guðmundsson. Mynd: Bakkavor.com. Ágúst Guð­munds­son. Mynd: Bakka­vor.com.

Þegar líða tók á árið 2008, og halla tók hratt undan fæti hjá Kaup­þingi og íslensku fjár­mála­kerfi, krafð­ist bank­inn frek­ari trygg­inga. Þá kom Ágúst Guð­munds­son til skjal­anna, og lagði fram frek­ari trygg­ingar fyrir allri skuld Júl­í­usar við bank­ann, hlut­deild­ar­skír­teini í rík­is­verð­bréfa­sjóði KAUP GBM.

Málið á rætur að rekja til þess­ara trygg­inga, en Júl­íus reynd­ist ekki geta greitt skuld­ina til baka, eftir að ákvörð­un­inni um nið­ur­fell­ingu per­sónu­legrar ábyrgða hans var rift. Þess vegna beindust spjótin að Ágústi og þeirra trygg­inga sem hann lagði fram.

Lesa má úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hér að fram­an.

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None