Bankasýsla ríkisins: Ráðuneytisstjóri braut lög og Steingrímur J. mátti ekki selja banka

000-Par3102539.jpg
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins segir að Stein­grímur J. Sig­fús­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, hafi skort laga­heim­ild til að fram­selja eign­ar­hluti rík­is­ins í Arion banka og Íslands­banka til slita­búa Kaup­þings og Glitnis síðla árs 2009. Yfir­taka slita­bú­anna á umræddum eignum teld­ist til ráð­stöf­unar á eignum rík­is­ins sam­kvæmt áliti Rík­is­end­ur­skoð­unar og því hefði þurft að afla heim­ildar í fjár­lögum fyrir árið 2010 fyrir henni. Það var ekki gert enda voru samn­ingar um fram­salið gerðir ann­ars vegar 3. sept­em­ber og hins vegar 15. októ­ber 2009. Fjár­lög voru hins vegar ekki sam­þykkt á Alþingi fyrr en 22. des­em­ber sama ár, eða rúmum tveimur mán­uðum eftir síð­ari samn­ing­inn. Þetta kemur fram í umsögn Banka­sýslu rík­is­ins um frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til laga um með­ferð og sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Morg­un­blaðið hefur umsögn­ina undir höndum og greinir frá henni í dag.

Guðmundur Ámason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, er sagður hafa sett þrýsting á Bankasýsluna um skipun stjórnarformanns í fjármálafyrirtæki sumarið 2014. Hann sést hér með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Guð­mundur Áma­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, er sagður hafa sett þrýst­ing á Banka­sýsl­una um skipun stjórn­ar­for­manns í fjár­mála­fyr­ir­tæki sum­arið 2014. Hann sést hér með Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Í umsögn­inni full­yrðir Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, að Guð­mundur Árna­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, hafi reynt að hlut­ast til um skipan stjórn­ar­for­manns fjár­mála­fyr­ir­tækis sem ríkið á eign­ar­hlut í með sím­tölum við sig í júní og júlí 2014. Hann hafi einnig reynt að fá stjórn­ar­fundi í sama fyr­ir­tæki frestað. Fjár­mála­fyr­ir­tækið sem um ræðir er ekki nefnt í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins um umsögn­ina. For­stjór­inn mót­mæli umræddum afskipt­um, taldi þau ekki í sam­ræmi við lög og upp­lýsti stjórn stofn­un­ar­innar um afskipt­in.

Auglýsing

Stofn­unin heldur því einnig fram að með flutn­ingi verk­efna hennar inn í ráðu­neytið muni hættan á hags­muna­á­rekstrum aukast og að rík­is­sjóður verði fyrir veru­legu fjár­tjóni. Í umsögn­inni er bent á að málum sé hvergi hagað með þeim hætti að fjár­mála­ráðu­neyti fari með eign­ar­hluti við­kom­andi ríkis í fjár­mála­stofn­unum og eru Bret­land, Holland, Grikk­land og Spánn nefnd sem dæmi. Hvergi í sam­an­burð­ar­löndum sé eign­ar­hlutur rík­is­ins jafn hátt hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu og hér­lend­is, eða tæp 14 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None