Bankasýslan auglýsir eftir starfsfólki til að selja Landsbankann

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins aug­lýsir í dag eftir starfs­fólki í verk­efni tengd fyr­ir­hug­aðri sölu­með­ferð rík­is­ins á eign­ar­hlut í Lands­bank­anum hf. Banka­sýslan óskar eftir sér­fræð­ingi í eigna­um­sýslu og lög­fræð­ingi og hyggst ráða tvo til þrjá ein­stak­linga í tíma­bundin verk­efni.

Banka­sýslan gerir því greini­lega ráð fyrir því að hún muni sjá um sölu á eign­ar­hlutnum í Lands­bank­anum sem til stendur að selja, líkt og kom raunar fram í bréfi sem stofn­un­in sendi Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í sept­em­ber, þess efnis að stofn­unin myndi skila af sér til­lögu til ráð­herr­ans um sölu­með­ferð á 30 pró­senta eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum fyrir 31. jan­úar á næsta ári.

Bjarni gerir hins vegar ekki ráð fyrir því að Banka­sýslan fá neitt fé til þess að reka sig á næsta ári, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu sem hann hefur lagt fram á Alþingi. Gengið er út frá því í frum­varp­inu að Banka­sýslan verði lögð niður um ára­mót­in, eins og Bjarni lagði til í öðru frum­varpi sem hann lagði fram á síð­asta þingi, um með­ferð og sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Það mál náði ekki fram að ganga, en sam­kvæmt því átti að leggja niður Banka­sýsl­una og færa eign­ar­hluti rík­is­ins í bönk­unum beint undir fjár­mála­ráð­herr­ann.

Auglýsing

Auglýsingin birtist meðal annars í Viðskiptablaðinu í morgun. Aug­lýs­ingin birt­ist meðal ann­ars í Við­skipta­blað­inu í morg­un­.

Þar var gert ráð fyrir því að fjár­mála­ráð­herra setti sér­staka eig­enda­stefnu, skip­aði þriggja manna ráð­gjafa­nefnd til að veita honum ráð­gjöf og und­ir­búa sölu og sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins. Rík­is­kaup áttu síðan að ann­ast sölu­með­ferð­ina og skila mati á því hvaða til­boð séu best. Það verði hins vegar ráð­herr­ans eins að taka ákvörðun um það hvort taka eigi til­boðum eða ekki.

Þetta frum­varp er ekki að finna í þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar fyrir þing­vet­ur­inn í ár. Þrátt fyrir það segir í fjár­laga­frum­varp­inu nú að tekið sé mið af því og gert sé ráð fyrir því að stofn­unin verði lögð niður „og er því ekki gert ráð fyrir fjár­heim­ild vegna stofn­un­ar­innar í frum­varp­in­u.“

Enn­fremur segir þar að „breyt­ingin er til þess fallin að styrkja eig­enda­hlut­verk ráðu­neyt­is­ins gagn­vart fjár­mála­fyr­ir­tækjum og öðrum hluta­fé­lögum sem og félögum utan rík­is­ins. Fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag á stjórn­sýslu á þessu sviði verður áfram til skoð­unar í haust og gert er ráð fyrir að nið­ur­staða þeirrar skoð­unar muni liggja fyrir við loka­af­greiðslu frum­varps­ins.“

Gert ráð fyrir 71 millj­arði fyrir 30 pró­senta hlutEign­ar­hlutur rík­is­ins í Lands­bank­an­um, 98 pró­sent, er langstærsta eignin sem er í umsjón Banka­sýsl­unn­ar. Í fjár­laga­frum­varp­inu fyrir næsta ár kemur fram að gert er ráð fyrir að sala á allt að 30 pró­senta hlut fari fram á seinni hluta árs­ins, en það verður ein stærsta einka­væð­ing sög­unn­ar.

Heim­ild til þess að selja hlut af hluta rík­is­ins í Lands­bank­anum hefur verið í lögum frá árinu 2011. Í frum­varp­inu kemur fram að ríkið geri ráð fyrir því að um 71 millj­arður króna fáist fyrir 30 pró­senta hlut og að ágóð­inn verði greiddur inn á skulda­bréf sem voru gefin út til að fjár­magna fallnar fjár­mála­stofn­anir árið 2008.

Þrátt fyrir vilja fjár­mála­ráð­herr­ans til að selja hlut í Lands­bank­anum er hins vegar ljóst að ekki er ein­ing milli stjórn­ar­flokk­anna um hver fram­tíð Lands­bank­ans eigi að vera. Á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins í apríl síð­ast­liðnum var eft­ir­far­andi ályktun sam­þykkt: „Lands­bank­inn verði sam­fé­lags­banki í eigu þjóð­ar­innar með það mark­miði að þjóna sam­fé­lag­inu í stað þess að hámarka hagn­að. Til að bregð­ast við fákeppni á banka­mark­aði er nauð­syn­legt að Lands­bank­inn hafi þann til­gang að bjóða góða þjón­ustu á bestu kjörum til að efla sam­keppni í banka­þjón­ustu á lands­vísu. Lands­bank­inn verði bak­hjarl spari­sjóða­kerf­is­ins.“ Þá hafa stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn gagn­rýnt áform um söl­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None