Kjörstjórn Hafnarfjarðar mun hafna beiðni Pírata um endurtalningu atkvæða á fundi sem hófst núna klukkan tíu, samkvæmt heimildum Kjarnans. Fulltrúi kjörstjórnar hefur tilkynnt Pírötum að þeir geti sent beiðni um að telja aftur atkvæði Samfylkingar og Pírata en að kjörstjórn muni ekki samþykkja algjöra endurtalningu.
Einungis munaði sex atkvæðum á Brynjari Guðnasyni, oddvita Pírata í Hafnarfirði, og Öddu Maríu Jóhannsdóttur, þriðja manni Samfylkingarinnar í bænum samkvæmt lokatölum sveitastjórnarkosninganna um helgina. Adda náði inn sem síðasti sveitastjórnarmaður en Brynjar sat eftir þrátt fyrir Píratar hafi fengið 6,7 prósent fylgi í Hafnarfirði.
Auglýsing