Það verður forvitnilegt að sjá hvernig dómstólar munu dæma í máli sem höfðað hefur verið gegn stjórnvöldum, vegna lagasetningarinnar á verkfall hjúkrunarfræðinga og starfsmanna innan BHM. Það verður tekið fyrir 3. júlí.
Eitt af því sem erfitt er að átta sig á, þegar kemur að málinu, er um hvað deilan snýst nákvæmlega, í krónum talið.
Það væri forvitnilegt að sjá það núna, alveg skýrt, hvernig kröfurnar hafa verið frá upphafi deilna, og hvernig tilboð ríkisins hafa litið út. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta öll gögn um þetta núna, í ljósi þess að deilan er komin inn á borð dómstóla.
Almenningur fengi mun skýrari mynd af deilunni, og um hvað hún snýst, ef þessi gögn yrðu öll lögð á borðið og birt, helst í tímaröð frá upphafi kjaraviðræðna.