Bjarkey vill vita hvers vegna Illugi hefur ekki svarað fjölmiðlum

Screen-Shot-2015-10-08-at-16.39.01.png
Auglýsing

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, vill að Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra geri grein fyrir því hvers vegna hann hefur ekki svarað spurn­ingum fjöl­miðla um tengsl sín við fyr­ir­tækið Orku Energy og for­svars­menn þess í tæpt hálft ár, og hvernig það sam­ræm­ist upp­lýs­inga­lög­um. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyr­ir­spurn Bjarkeyjar til Ill­uga, sem var dreift á Alþingi í dag.

Bjarkey vill að ráð­herr­ann greini frá því hvenær hann hafi síð­ast fengið laun, lán eða „aðra fjár­hags­lega fyr­ir­greiðslu“ frá fyr­ir­tæk­inu eða for­svars­mönnum þess, og hversu háar upp­hæðir þar hafi verið um að ræða. Hún vill líka vita hvort hann hafi þegið boðs­ferðir á borð við lax­veiði­ferðir frá þeim meðan hann hefur verið ráð­herra og hvort hann hafi þegið ein­hverjar aðrar gjafir frá Orku. Þá spyr Bjarkey hvort Ill­ugi hafi „greitt götu fyr­ir­tæk­is­ins eða for­svars­manna þess með ein­hverjum hætt­i í ráð­herra­tíð sinn­i.“

Líka spurður beint í þing­inuÁsta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði Ill­uga líka út í málið í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í morg­un. Hún spurði hann fyrst um stöðu hans gagn­vart frum­varpi sem hún hefur lagt fram og fjallar um upp­lýs­inga- og sann­leiks­skyldu ráð­herra. Svo spurði hún á hverra vegum Ill­ugi hefði verið í Kína árið 2013, hver hefði greitt veiði­leyfi í Vatns­dalsá árið 2013 og hver væru tengsl ráð­herr­ans við Orku Energy.

Ill­ugi svar­aði því til að heim­sóknin til Kína hefði verið vinnu­heim­sókn ráð­herra, emb­ætt­is­manna, rekt­ora þriggja háskóla og for­stöðu­manns Rannís. „Hitt er alveg hár­rétt að á sama tíma voru í Pek­ing full­trúar frá fyr­ir­tæk­inu Orku Energy, sem um hefur verið rætt hér, og einn full­trúi frá fyr­ir­tæk­inu Mar­el.“ Þá sagði hann að hann hefði í sínum fórum kvittun fyrir greiðslum sínum fyrir veiði­ferð í Vatns­dalsá og kostnað við hana.

Auglýsing

Hefur ekki íhugað stöðu sínaIllugi seg­ist ekki hafa íhugað stöðu sína vegna Orku Energy-­máls­ins, að því er fram kom í við­tali við hann á RÚV fyrr í dag. „Það ­þyrfti þá að vera hægt að segja að ég hefði með ein­hverjum hætti veitt þessu fyr­ir­tæki óeðli­lega fyr­ir­greiðslu, það hefur ekki verið með nokkum hætti sýnt fram á eða bent á.“

Ill­ugi vildi fyrst ekki ræða málið við frétta­stofu RÚV, vegna þess að hann hefur þegar farið í við­tal í Frétta­blað­inu sem verður birt á morg­un. Hann sagði við RÚV að þar ræddi hann ítar­lega um málið og gæti rætt við aðra fjöl­miðla í kjöl­far­ið. Svo mán­uðum skiptir hefur Ill­ugi ekki viljað tala við fjöl­miðla um málið þrátt fyrir ítrek­aðar fyr­ir­spurn­ir.

Ill­ugi seg­ist þó skilja umræð­una en segir jafn­framt að það væri mjög und­ar­legt ef hann væri að íhuga stöðu sína, því þá hefðu aðrir ráð­herrar sem hefðu átt sams­konar sam­vinnu við fyr­ir­tækið átt að gera slíkt hið sama. Frétta­maður RÚV benti þá á að hann sé fjár­hags­lega háður stjórn­ar­for­manni fyr­ir­tæks­ins, og í því liggi mun­ur­inn. Ill­ug­i ­neit­aði því að vera fjár­hags­lega háður þrátt fyrir að stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins hafi keypt af honum íbúð og leigi Ill­uga hana til baka.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None