Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, efast um fullyrðingar Víglundar Þorsteinssonar að lög hafi verið brotin við endurreisn íslenska bankankerfisins á árinu 2009. Í samtali við RÚV segir Bjarni að það sé "mikið álitamál í mínum huga hvort rétt er farið með varðandi það að hér hafi lög verið brotin. Ég held að það sé ekki búið að sýna fram á það með sannfærandi hætti fyrir mína parta".
segir Bjarni að það sé "mikið álitamál í mínum huga hvort rétt er farið með varðandi það að hér hafi lög verið brotin. Ég held að það sé ekki búið að sýna fram á það með sannfærandi hætti fyrir mína parta".
Víglundur sendi öllum þingmönnum og fjölmiðlum gagnapakka síðastliðinn fimmtudag. Með pakkanum fylgdi átta blaðsíðna greinargerð þar sem Víglundur sagði að stjórnmálamenn, embættismenn í ráðuneytum og Fjármálaeftirlitið (FME) hafi framið stórfelld og margvísleg lögbrot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúrskurði eftirlitsins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í október 2008. Víglundur vill meina að með þessu hafi erlendir „hrægammasjóðir“ átt að hagnast um 300 til 400 milljarða króna á kostnað þjóðarinnar.
Bjarni segist ekki kannast við það að Alþingi hafi tekið ákvörðun um, hvorki með lögun né með öðrum hætti, að nýju bönkunum bæri "skilyrðislaust að láta krónu fyrir krónu allan þann afslátt sem birtist í niðurfærslu krafna við stofnun þeirra renna til viðskiptamanna bankanna. Ég kannast ekki við það“.
Ríkið átti ekki eignirnar og greiddi ekki fyrir þær
Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður og Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur voru í lykilhlutverkum við endurreisn bankakerfisins. Jóhannes Karl var ráðgjafi FME og síðar fjármálaráðuneytisins í gegnum allt ferlið og Þorsteinn leiddi samningaviðræður við skilanefndir föllnu bankanna og kröfuhafa fyrir hönd fjármálaráðuneytisins. Þeir rita saman grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir hafna ásökunum Víglundar.
Í niðurlagi þeirrar greinar segir: "Ræða mætti betur og skýra ýmis atriði í hinu viðamikla verkefni sem endurreisn viðskiptabankanna þriggja var en ekkert rúm er til þess í stuttri grein. Það blasir þó við að bráðabirgðamatið frá október/nóvember 2008 hefði reynst mjög óheppilegur grunnur að endurreisn bankanna. Einfaldast er að benda á skuldabréfaútgáfu nýju bankanna til slitabúanna sem hefði orðið 1.152 ma.kr. í stað þeirra 247 ma.kr. sem niðurstaðan varð og hefur það skuldabréf Landsbankans þó reynst ærinn biti að kyngja.Erlendir kröfuhafar hófu málsóknir á hendur íslenska ríkinu vegna eignamatsins - töldu það of lágt - en töpuðu því máli í Hæstarétti Íslands.
Víglundur Þorsteinsson setti fram alvarlegar ásakanir um lögbrot sem hann telur að hafi átt sér stað við endurreisn bankakerfisins.
Það er í andstöðu við hagsmuni íslenska ríkisins að taka undir það sjónarmið að þetta bráðabirgðamat hafi verið hinn rétti grunnur og að verðmæti yfirfærðra eigna í nýju bankana hafi í reynd verið 2.500 ma.kr.Velta má fyrir sér hvers vegna umræðan nú snúist um að stjórnvöld hefðu átt að taka svo lélegan valkost við endurreisn viðskiptabankanna að miða eignir þeirra við hæsta mögulega mat á þeim óvissutímum sem um ræðir.
Erfitt er einnig að skilja umræðu um að eignamatið hafi breytt stöðu þeirra sem skulduðu lánin, hún var nákvæmlega sú sama fyrir matið og eftir eins og fram kemur í ákvörðunum FME.Í sinni einföldustu mynd snýst málið um mat á eignum sem fluttar voru með ríkisvaldi til nýju bankanna.
Íslenska ríkið átti ekki þessar eignir og greiddi ekki fyrir þær.
Samkvæmt lögum þurfti að verðmeta eignirnar og svo þurfti nýi eigandinn að borga. Íslenska ríkið átti ekki þessar eignir og greiddi ekki fyrir þær.Við störfuðum báðir á vegum stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins, Jóhannes frá október 2008 og Þorsteinn frá því snemma árs 2009. Við fögnum umræðu um þau mál en bendum á að hún gagnast best ef stuðst er við staðreyndir. Ásakanir um lögbrot og spillingu eiga ekki við um endurreisn fjármálakerfisins eftir hrun."