Bjarni Benediktsson: Vill kjósa um stórtækar breytingar á stjórnarskrá á næsta ári

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vill kjósa um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sam­hliða for­seta­kosn­ing­unum á næsta ári. Hann vill að kosið verði um hvort að ákvæði sem lýsi auð­lindir í nátt­úru Íslands þjóð­ar­eign rati þangað inn, um ákvæði um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og tak­markað fram­sal vald­heim­ilda til alþjóða­stofn­ana. Þetta kemur fram í grein sem Bjarni ritar í Morg­un­blaðið í dag.

Á síð­asta kjör­tíma­bili lagði stjórn­laga­ráð, sem kosið var til af þjóð­inni, fram frum­varp um ­miklar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá íslenska lýð­veld­is­ins. Frum­varpið var lagt fram árið 2011. Kosið var um til­lögur ráðs­ins haustið 2012 þar sem tveir af hverjum þremur sem tók þátt í kosn­ing­unum sagð­ist vilja að til­lögur ráðs­ins yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá. Í til­lög­unum var meðal ann­ars að finna ákvæði um að auð­lindir yrðu þjóð­ar­eign og að til­tekið hlut­fall kosn­inga­bærra manna geti kraf­ist þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, líkt og Bjarni leggur nú til að kosið verði um.

Þar voru einnig til­lögur um stór­tækar breyt­ingar á íslenska kosn­inga­kerf­inu þar sem lagt var til að heim­ila aukið per­sónu­kjör og að atkvæði lands­manna myndu öll gilda jafn mik­ið, en mikið ósam­ræmi er í því vægi á milli lands­hluta í dag. Báðar til­lög­urnar voru sam­þykktar með yfir­gnæf­andi meiri­hluta í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni í októ­ber 2012. Þær eru hins vegar ekki á lista yfir þær breyt­ingar sem Bjarni leggur til að kosið verði um á næsta ári.

Auglýsing

Vill auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá



Í grein sinni segir Bjarni: "Í mínum huga er löngu ágrein­ings­laust að í stjórn­ar­skrá skuli setja ákvæði sem lýsi auð­lindir í nátt­úru Íslands þjóð­ar­eign sem beri að nýta á sjálf­bæran hátt lands­mönnum öllum til hags­bóta. Í skýrslu stjórn­ar­skrár­nefndar er lögð áhersla á að í þjóð­ar­eign­ar­hug­tak­inu felist sú meg­in­hugsun að nýt­ing nátt­úru­auð­linda sé í þágu þjóð­ar­innar allr­ar. Það sé hins vegar óhjá­kvæmi­lega háð póli­tískri stefnu­mörkun hvernig þessu mark­miði er náð á hverjum tíma.Í þessu sam­bandi er rétt að hafa í huga að stjórn­ar­skrár­nefnd telur brýnt að í stjórn­ar­skrá sé kveðið á um að úthlutun heim­ilda til nýt­ingar auð­linda skapi ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kræf rétt­indi, svipað og gert er í núgild­andi fisk­veiði­stjórn­ar­lög­gjöf.

Óraun­hæft er, og raunar óæski­legt, að setja ýtar­legar reglur um nýt­ingu ein­stakra auð­linda í stjórn­ar­skrá. Þar eiga frekar að koma fram meg­in­mark­mið auð­linda­nýt­ing­ar, þ.e. sjálf­bær nýt­ing í þágu sam­fé­lags­ins alls, og trygg­ingar fyrir því að lýð­ræð­is­lega kjörin stjórn­völd á hverjum tíma geti unnið að þessum mark­mið­u­m.­Sam­hliða auð­linda­á­kvæði þarf einnig að huga að setn­ingu almenns ákvæðis um vernd umhverf­is­ins.

Stjórn­ar­skrár­á­kvæði um þessi tvö atriði, auð­lindir og umhverfi, myndu að sjálf­sögðu ekki tæma öll álita­efni á þessum vand­með­förnu sviðum eða fela í sér póli­tíska töfra­lausn. Þau myndu hins vegar vísa veg­inn við nán­ari stefnu­mótun og von­andi fela í sér mik­il­vægt skref í átt til sáttar og stöð­ug­leika um þá mik­il­vægu hags­muni sem hér er um að tefla."

Þjóð­ar­at­kvæði og fram­sal valds



Bjarni seg­ist telja að þróun síð­ustu ára sýni að mikil þörf sé á al­mennu ákvæði í stjórn­ar­skrá um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur. Slíkt ákvæði ætti að taka til sam­þykktra laga og jafn­vel ákveð­inna þings­á­lykt­ana Alþingis sem fela í sér bind­andi ákvörð­un, einkum þings­á­lykt­ana um full­gild­ingu milli­ríkja­samn­inga. "Eitt helsta álita­efnið hvað þetta varðar er hversu margar und­ir­skriftir eigi að þurfa til. Ég tel að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla á grund­velli und­ir­skrifta eigi fyrst og fremst að þjóna aðhalds­hlut­verki gagn­vart Alþingi og jafn­framt vera eins­konar örygg­is­vent­ill lýð­ræð­is­ins. Hér þarf því að finna leið til að tryggja slíkan rétt þegar sterk og ótví­ræð krafa rís um slíka atkvæða­greiðslu án þess að full­trúa­lýð­ræð­inu sé fórnað eða þing­inu gert erfitt um vik að bregð­ast við aðkallandi mál­u­m."

Bjarni bendir á að nánast allar vest­rænar þjóðir hafa í stjórn­ar­skrám sínum ákvæði sem heim­ila fram­sal vald­heim­ilda rík­is­ins í afmörk­uðum mæli í þágu friðar og alþjóða­sam­vinnu. "Skortur á slíku ákvæði hefur valdið nokkrum erf­ið­leikum fyrir þátt­töku Íslands í alþjóða­sam­vinnu, einkum í sam­starf­inu um Evr­ópska efna­hags­svæðið þegar álita­mál hafa risið um heim­ild til fram­sals sam­kvæmt núgild­andi rétti. Ástæða er til þess að taka fram að slík heim­ild í stjórn­ar­skrá teng­ist spurn­ing­unni um umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu ekki með neinum hætti - aðild Íslands að ESB myndi ótví­rætt þarfn­ast sér­stakrar stjórn­skipu­legrar heim­ildar og aðlög­un­ar. Ef gengið er út frá þessu er engin ástæða til að ætla að alvar­legur ágrein­ingur sé um stjórn­ar­skrár­á­kvæði um þetta efni þótt auð­vitað eigi eftir að taka afstöðu til ákveð­inna útfærslu­at­riða."

Kallar eftir þverpóli­tískri sátt



Undir lok greinar sinnar kallar Bjarni eftir því að póli­tísk sátt mynd­ist um að setja þessar breyt­ing­ar­til­lögur í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sam­hliða for­seta­kosn­ing­unum árið 2016. Það sé hægt vegna þess að í lok síð­asta kjör­tíma­bils var sam­þykkt stjórn­laga­breyt­ing sem gerir breyt­ingar á stjórn­ar­skránni á grund­velli þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu mögu­legar innan þessa kjör­tíma­bils. "Ég tel að nú séu fyrir hendi allar for­sendur til þess að bæta við stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins ákvæðum sem taka á umhverf­is- og auð­linda­mál­um, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og tak­mörk­uðu fram­sali vald­heim­ilda, sem bera mætti undir þjóð­ar­at­kvæði sam­hliða for­seta­kosn­ingum á næsta ári.Til að svo megi verða verður að halda vel á und­ir­bún­ingi máls­ins og rekstri þess á Alþingi á kom­andi hausti. Jafn­framt er ljóst að grund­völlur þessa er gott sam­starf stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu, en á vett­vangi stjórn­ar­skrár­mála á slíkt sam­starf sér mörg for­dæmi. Gangi þetta eftir yrði um að ræða eina allra mestu breyt­ingu á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins frá upp­hafi, breyt­ingu sem ég tel að væri vel til þess fallin að varða veg­inn fyrir frek­ari end­ur­skoð­un."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None