Bjarni: Ekkert ríki í Evrópu mun upplifa jafn miklar breytingar á ríkisfjármálum sínum

18605444921_501c6e1b3a_z.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að ekk­ert ríki í Evr­ópu muni sjá jafn miklar breyt­ingar á rík­is­fjár­málum sínum á jafn skömmum tíma og Íslend­ingar eru að fara að upp­lifa sam­hliða afnámi hafta. Hann segir það ekki til umræðu að aft­ur­kalla stuðn­ing við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum en að það sé dap­ur­legt að lesa um þá óvild sem margir sýni í garð sjáv­ar­út­veg­ar­ins í opin­berri umræðu. Bjarni úti­lokar ekki sam­starf með Pírötum í fram­tíð­inni og býst við því að Hanna Birna Krist­jáns­dóttir bjóði sig aftur fram til vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins á kom­andi lands­fundi.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali við Bjarna í Morg­un­blað­inu í dag.

Stuðn­ingur mögu­lega ekki fram­lengdur



Bjarni ræðir þar þátt­töku Íslend­inga í við­skipta­þving­unum gagn­vart Rúss­landi og það inn­fluttn­ings­bann sem Rússar hafa lagt á íslensk mat­væli. Hann seg­ist ekki hafa lagt til að Íslend­ingar aft­ur­kalli við­skipta­þving­an­irnar og það sé ekki til umræðu í rík­is­stjórn að gera það. Bjarni segir hins vegar að aðgerð­irnar seú tíma­bundnar og muni ein­hvern tím­ann renna út. Þá standi menn frammi fyrir því hvort fram­lengja eigi þátt­töku Íslands.

Það sé þó grund­vall­ar­at­riði að sú rödd heyr­ist sem víð­ast að Íslend­ingar standi með lýð­ræð­is­þjóðum og því að alþjóða­lög séu virt. „Hins vegar þurfum við í ljósi þess sem upp er komið að halda til haga afleið­ing­unum af inn­flutn­ings­banni Rússa fyrir íslenska hags­muni, koma því á fram­færi við banda­menn okkar hverjar afleið­ing­arnar eru og leita leiða til þess að tak­marka áhrifin á efna­hags­líf­ið. Það er frum­skylda stjórn­valda hverju sinn­i.“

Auglýsing

Hann seg­ist hafa verið hugsi yfir því hvort það væri sjálf­sagt og eðli­legt að Íslands, sem er ekki aðili að Evr­ópu­sam­band­inu og falli þar með ekki undir sam­eig­in­lega utan­rík­is­mála­stefnu þess, sé að taka undir álykt­an­ir, ákvarð­anir og aðgerðis sam­bands­ins án þess að hafa átt neina aðkomu að þeim ákvörð­un­um.

Bjarni segir þær raddir sem hafi haldið því fram að sögu­leg sinna­skipti hafi orðið á utan­rík­is­stefnu Íslands og Sjálf­stæð­is­flokks­ins á und­an­förnum dögum fara með inn­an­tóm orð. „ En maður les líka á milli lín­anna hjá sumum að þar skín í gegn óvildin í garð sjáv­ar­út­vegs­ins og þeirra fyr­ir­tækja sem stunda útgerð á Íslandi. Maður verður hálf­dapur við að lesa slík skrif vegna þess að þau eru til vitnis um að menn eru að tapa tengslum við ræt­urn­ar. Þegar stutt er í að það hlakki í sumum yfir því að þjóðin gæti orðið af tug­millj­arða útflutn­ings­tekj­um. Að ná höggi á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið er orðið sjálf­stætt mark­mið hjá þessu fólki. En fisk­veiðar og arð­bært stjórn­kerfi er það sem hefur komið undir okkur fót­un­um, með þessu höfum við byggt upp það sam­fé­lag sem við búum í. Það er ótrú­lega dap­ur­legt að lesa þetta.“

Stór og mikil skulda­hrein­gern­ing



Sam­hliða afnámi hafta og því að rík­is­sjóður sé rek­inn með afgangi segir Bjarni að upp sé að renna sá tími sem Ísland geti farið í gríð­ar­lega stóra og mikla hrein­gern­ingu á skulda­hlið rík­is­ins.

Auk þess sé mögu­leiki á að selja eign­ir, t.d. Lands­bank­ann, til að greiða enn frekar upp skuld­ir. „Það er merki­leg staða að vera í að hafa fyrir stuttu þurft að leita á náðir banda­manna okkar til þess að sækja erlend lán en vera nú til­tölu­lega skömmu síð­ar­komin í þá stöðu að geta gert upp öll lán sem tengd­ust áætlun Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og standa líka frammi fyrir þeim vanda hvað varðar íslensku krónu­lánin að við getum valdið þenslu­á­hrifum með því að borga of mikið af þeim upp. Við erum í raun og veru með of mikla end­ur­greiðslu­getu hvað snertir krónu­hlut­ann af skuld­un­um. Það þarf hrein­lega að stíga var­lega til jarðar í því hvernig við ráð­stöfum þeim fjár­munum sem verða til skipt­anna. Þetta er algjör umpólun á rík­is­fjár­mál­unum á örfáum árum. Ég tel að ekk­ert ríki í Evr­ópu muni sjá jafn miklar breyt­ingar á rík­is­fjár­málum á jafn skömmum tíma og við Íslend­ingar erum að fara að upp­lifa.“

Bjarni segir að skulda­hlut­föllin muni halda áfram að lækka með næstu fjár­lög­um, þótt að ekki verði gert ráð fyrir stöð­ug­leika­skatt­inum í þeim. Þar verði líka ágætis afgang­ur, og tals­vert meiri en lagt var upp með í fyrra.

„Að öðru leyti er hægt að segja um rík­is­fjár­málin núna að það er ekki ein­falt að frysta mynd­ina vegna þess að þetta er allt á svo mik­illi hreyf­ingu. Ég nefni sem dæmi að í vinn­unni við fjár­laga­frum­varpið stóðum við frammi fyrir því að ákveða hvort við ætl­uðum að gera ráð fyrir stöð­ug­leika­skatt­inum á árinu 2016 eða ekki. Ef við hefðum gert ráð fyrir honum tekju­megin hefði hann verið upp á mörg hund­ruð millj­arða. Við ákváðum að gera það ekki enda gerum við allt eins ráð fyrir því að í stað stöð­ug­leika­skatts komi stöð­ug­leika­fram­lag á þessu ári, en það skýrist síðar á þessu ári.Við höfum að tak­mörk­uðu leyti við gerð fjár­lag­anna að þessu sinni tekið með í reikn­ing­inn allan ávinn­ing­inn af því sem kann að falla til við fram­kvæmd útboðs­ins í haust og við upp­gjör gömlu bank­anna. Við eigum það þá inni ef allt fer að ósk­um.“

Ósáttur við stöð­una í könn­unum



Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er ekki að mæl­ast hátt í skoð­ana­könn­unum um þessar mund­ir. Fylgi hans mælist þar oft­ast svipað og það var í kosn­ing­unum 2009, þegar hann hlaut sína verstu kosn­inga­nið­ur­stöðu í sög­unni. Bjarni seg­ist ósáttur við stöð­una. „Í þess­ari stöðu er ekk­ert annað að gera fyrir okkur en að fylgja fast eftir okkar skýru stefnu­mál­um, ná árangri og leggja þann árangur fyrir kjós­endur í næstu kosn­ing­um. En við þurfum líka að draga upp spenn­andi og skýra fram­tíð­ar­sýn um að á Íslandi verði eft­ir­sókn­ar­vert og áhuga­vert að búa í fram­tíð­inni. Ungt fólk á Íslandi eins og ann­ars staðar lítur nán­ast á alla Evr­ópu eða jafn­vel allan heim­inn sem heim­ili sitt. Kapps­mál okkar verður að vera að gera landið allt, höf­uð­borg­ina og byggð­irnar um landið allt, að spenn­andi val­kosti fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir.“

Hann sér ótæm­andi tæki­færi til að laða fleiri kjós­endur að Sjálf­stæð­is­flokknum ef flokk­ur­inn verður trúr sjálfum sér og fylgir eftir grunn­gildum sínum í stað þess að elta skoð­ana­kann­an­ir. Hann bindur vonir við að lands­fundir flokks­ins í októ­ber verði tæki­færið til þess að skerpa á stefn­unni og láta rödd Sjálf­stæð­is­flokks­ins heyr­ast.,,Lík­lega hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir okkur til að koma saman og skerpa á þeim áherslu­málum sem við teljum að eigi erindi við fólk. Þá er ég að vísa til þess að það hefur ekki gerst oft í sögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins að hann mælist á þessum slóðum í svona langan tíma. Við þurfum að taka því mjög alvar­lega og líta inn á við.“

Að mati Bjarna er sú mikla fylg­is­aukn­ing sem Píratar eru að mæl­ast með keim­lík því sem áður hefur gerst þegar nýir flokkar koma fram.  Hann seg­ist ekki úti­loka sam­starf við Pírata frekar en nokkra aðra.

Býst við Hönnu Birnu áfram



Bjarni mun áfram gefa kost á sér sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­fund­inum í októ­ber og gerir ráð fyrir því að Hann Birna Krist­jáns­dótt­ir, sem sagði af sér emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra í lok síð­asta árs vegna leka­máls­ins, muni hefa kost á sér áfram sem vara­for­mað­ur. Hún hafi talað með þeim hætti.  „Það hefur ekk­ert breyst hvað sam­starf okkar Hönnu Birnu snertir í for­yst­unni. Ég hef starfað með þremur vara­for­mönnum og þeir hafa hver fyrir sig viljað hafa sinn hátt­inn á þessu en sam­starfið hefur alltaf gengið vel. Það hefur ekk­ert breyst í sam­skiptum okkar Hönnu hvað þetta snert­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None