Björgólfur Thor ítrekar ósk um afsökunarbeiðni frá RÚV - Segir Kastljós fullyrða um sekt sína

Bjorgolfur_Thor_Bjorgolfsson_til_debatarrangenmentet_Thors_Saga_._hvordan_kommer_Island_videre.jpg
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son rit­aði í byrjun viku annað bréf til stjórnar RÚV ohf. þar sem hann ítrek­aði óskir sínar um afsök­un­ar­beiðni vegna þess sem hann vill meina að hafi verið meið­andi umfjöllun Kast­ljóss þann 23. júní síð­ast­lið­inn. Hann segir stjórn­endur þátt­ar­ins hafa gengið svo langt í svar­bréfi til sín að full­yrða að sekt hans sé sönn­uð.

Í umfjöllun Kast­ljóss var fjallað um yfir­vof­andi hóp­mál­sókn á hendur Björgólfi Thor þar sem til stendur að stefna hon­um ­sem fyrrum aðal­eig­anda Lands­bank­ans fyrir að dylja raun­veru­legt eign­ar­hald sitt í bank­anum svo hann þyrfti ekki að upp­lýsa um stór­tæk lána­við­skipti sín við hann. Einnig vilja stefn­endur meina að Björgólfur Thor hafi ekki brugð­ist við þegar yfir­töku­skylda á bank­anum mynd­að­ist árið 2006. Hann hafi þannig brugð­ist skyldu sinni að vernda lög­bundin rétt­indi minni hlut­hafa í bank­an­um. Aðeins á að láta reyna á það fyrir dómi hvort bóta­skylda sé fyrir hendi gagn­vart hlut­höf­un­um.

Björgólfur Thor var mjög ósáttur með umfjöllun Kast­ljós og sendi bréf til stjórnar RÚV í byrjun júlí þar sem hann krafð­ist opin­berrar afsök­un­ar­beiðni. Hann hélt því einnig fram að RÚV hefðu brotið þau lög sem gildi um stofn­un­ina með því að "beita ófag­legum vinnu­brögð­um, láta sann­girni og hlut­lægni lönd og leið og láta ógert að leita upp­lýs­inga frá báðum aðilum eða kynna sjón­ar­mið þeirra sem jafn­ast."

Auglýsing

Í færslu sem birt­ist á blogg­síðu Björg­ólfs Thors, www.bt­b.is, í dag kemur fram að Þóra Arn­órs­dótt­ir, rit­stjóri Kast­ljóss, og Helgi Selj­an, sem vann innslagið um Björgólf Thor, hafi sent honum svar­bréf í lok júlí. Í færslu Björg­ólfs Thors segir að í bréf­inu hafi þau sagt ýmsar nýjar upp­lýs­ingar hafa komið fram í þætt­inum svo sem fund­ar­gerðir og tölvu­skeyti sem lög­maður í for­svari fyrir hóp­mál­sókn gegn honum hafði látið þeim í té.

Síðan segir Björgólfur Thor: "Að mati rit­stjóra og frétta­manns vörp­uðu þessi ein­hliða gögn „meðal ann­ars ljósi á það hver til­gang­ur­inn var með breyt­ingu á eign­ar­haldi á hluta­bréf­um. Eign­ar­haldið var fært á milli aðila til að koma í veg fyrir að Björgólfur Thor kæm­ist í þá stöðu að Lands­bank­inn þyrfti að upp­lýsa um við­skipti sín við hann og einnig að aðilar telj­ist yfir­töku­skyldir sam­kvæmt lög­um.“

Ég ætl­aði vart að trúa mínum eigin augum þegar ég las þessa játn­ingu rit­stjóra og frétta­manns á því hvernig RÚV metur gögn ann­ars aðila í boð­uðu dóms­máli og kynnir fyrir lands­mönnum öllum sem fag­lega, sann­gjarna og hlut­læga frá­sögn.

Að þessu sinni er erindi mínu ein­göngu beint að stjórn RÚV ohf., enda ber stjórnin ábyrgð á að farið sé að lögum í starf­semi Rík­is­út­varps­ins og þarf að gera aðal­fundi grein fyrir því á ári hverju hvernig tek­ist hefur að upp­fylla lög­bundnar skyldur Rík­is­út­varps­ins um fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þág­u."

 

Hér að neðan er hægt að lesa nýtt bréf Björg­ólfs Thors til stjórnar RÚV sem sent var á mánu­dag:



"Mér hefur borist bréf frá rit­stjóra Kast­ljóss og frétta­manni, Þóru Arn­órs­dóttur og Helga Selj­an, sem svar við kvörtun minni til stofn­un­ar­innar 30. júní sl. Afrit bréfs­ins fylg­ir.

Meg­in­efni kvört­unar minnar laut að því að lög­maður fékk að flytja mál gegn mér, mót­mæla­laust, í rúman stund­ar­fjórð­ung í Kast­ljósi RÚV 23. júní sl. Tals­manni mínum bauðst á útsend­ing­ar­dag­inn að koma athuga­semdum á fram­færi, en þær voru lesnar í mjög styttri mynd. Í kvörtun minni leyfði ég mér að benda á að Rík­is­út­varp­inu ber að lögum að vera til fyr­ir­myndar um gæði og fag­leg vinnu­brögð; ábyrgj­ast að sann­girni og hlut­lægni sé gætt í frá­sögn, túlkun og dag­skrár­gerð, leitað sé upp­lýs­inga frá báðum eða öllum aðilum og sjón­ar­mið þeirra kynnt sem jafn­ast og sann­reyna að heim­ildir séu réttar og að sann­girni sé gætt í fram­setn­ingu og efn­is­tök­um.

Í bréfi rit­stjór­ans og frétta­manns­ins er því fyrst haldið fram, að í þætt­inum hafi komið fram ýmsar nýjar upp­lýs­ingar um vænt­an­lega hóp­mál­sókn gegn mér og vísað til efnis fund­ar­gerða og tölvu­skeyta. Frétta­mað­ur­inn hefði betur kynnt sér eldri fréttir af mál­inu, því þegar þess­ir  aðilar ráku vitna­mál gegn mér til að afla gagna komu allar sömu full­yrð­ingar fram. Ég leyfi mér að vísa í frétt mbl.is frá 11. mars 2014 („Krefja sam­starfs­menn Björg­ólfs svara“) sem dæmi frá þessum tíma, en þar kemur skýrt fram að fund­ar­gerð sem Kast­ljós telur tíð­indum sæta í júní 2015 var rædd í þaula í dóm­sal í mars 2014. Eru að lík­indum hæg heima­tökin hjá frétta­mönnum að kynna sér fyrri fréttir af mál­inu, ef áhugi er á.

 Það skiptir ekki meg­in­máli hvort fund­ar­gerðir eða tölvu­skeyti hafa áður verið til umfjöll­un­ar, þótt óneit­an­lega dragi end­ur­tekn­ingar úr vægi „frétta­skýr­ing­ar“ rúmu ári síð­ar. Hitt er öllu alvar­legra, hvaða álykt­anir rit­stjóri og frétta­maður draga af þeim plöggum sem að þeim eru rétt. Þannig segir í bréfi þeirra um gögnin að þau „vörp­uðu meðal ann­ars ljósi á það hver til­gang­ur­inn var með breyt­ingu á eign­ar­haldi á hluta­bréf­um. Eign­ar­haldið var fært á milli aðila til að koma í veg fyrir að Björgólfur Thor kæm­ist í þá stöðu að Lands­bank­inn þyrfti að upp­lýsa um við­skipti sín við hann og einnig að aðilar telj­ist yfir­töku­skyldir sam­kvæmt lög­um.“

Engir fyr­ir­varar eru settir af hálfu rit­stjór­ans og frétta­manns­ins. Í þeirra huga liggur málið ljóst fyrir og því kannski ekki við öðru að búast en að slag­síða væri á umfjöll­un­inni. Til allrar ham­ingju fæst ekki loka­nið­ur­staða í dóms­mál í mynd­veri RÚV, við mat­reiðslu á gögnum sem annar aðili máls kemur á fram­færi í aug­lýs­inga­skyni.

Varð­andi það hvort tals­maður minn hafi þekkt málið og vitað um hvað það sner­ist þá er auð­vitað hægt að taka undir að vissu­lega þekkir Ragn­hildur Sverr­is­dóttir þær ávirð­ingar sem hafðar hafa verið uppi í minn garð und­an­farin ár. Hún gat hins vegar ekki séð fyrir svo ein­hliða fram­setn­ingu þeirra af hálfu RÚV. Það er fásinna að halda því fram að henni hafi í raun gef­ist kostur á andsvörum, örfáum klukku­stundum áður en full­unn­inn þátt­ur­inn var sendur út, enda kom á dag­inn að ekki var rými fyrir svör hennar í þætt­inum sjálf­um. Ein setn­ing var höfð eftir henni í inn­gangi „frétta­skýr­ing­ar­inn­ar“ og mjög stytt útgáfa yfir­lýs­ingar hennar lesin upp að „frétta­skýr­ing­unni“ lok­inni.

Í bréfi rit­stjór­ans og frétta­stjór­ans segir enn frem­ur: „Björgólfi Thor var að sjálf­sögðu boðið að koma í við­tal.“ Telur stjórn RÚV það boð­leg vinnu­brögð að frétta­maður hafi sam­band örfáum klukku­stundum fyrir útsend­ingu og bjóði manni, sem þeim hlýtur að vera full­kunn­ugt um að er búsettur í útlönd­um, að koma í við­tal þann sama dag?

Mér var ekki hlátur í huga þegar ég las bréf rit­stjór­ans og frétta­manns­ins, en gat þó ekki annað en brosað að þeim skrifum þeirra að Kast­ljós sé ekki prent­mið­ill og „eðli máls­ins sam­kvæmt eru þar ekki lesnar upp langar yfir­lýs­ing­ar“. Í „frétta­skýr­ing­unni“ marg­nefndu var lesið upp úr fund­ar­gerð­um, tölvu­skeytum og óbirtri stefn­unni og dró frétta­maður hvergi af sér í þeim hús­lestri, þótt úthaldið hafi brostið þegar kom að yfir­lýs­ingu tals­manns míns. Þessi rök falla því dauð.

Ég óska hér með skýrra svara frá stjórn RÚV ohf. um öll eft­ir­far­andi atriði:

-          Telur stjórn RÚV ohf. að vinnu­brögð Kast­ljóss í þessu máli hafi verið góð og fag­leg?

-          Telur stjórn RÚV ohf. að sann­girni og hlut­lægni hafi verið gætt?

-          Telur stjórn RÚV ohf. að upp­lýs­inga hafi verið leitað frá báðum eða öllum aðilum og sjón­ar­mið þeirra kynnt sem jafn­ast?

-          Telur stjórn RÚV ohf. að frétta­menn þess megi stuðla að ein­hliða mál­flutn­ingi, sem felur í sér ávirð­ingar um brot og láta þannig lönd og leið þá meg­in­reglu rétt­ar­rík­is­ins að maður telj­ist sak­laus uns sekt hans er sönnuð fyrir þar til bærum dóm­stóli?

Ég ítreka að umfjöllun Kast­ljóss þriðju­dag­inn 23. júní sl. var meið­andi og til þess fallin að valda mér miklu tjóni. Ég er þó enn til­bú­inn til að sætt­ast á form­lega afsök­un­ar­beiðni frá stjórn RÚV ohf. á þeim vinnu­brögðum sem beitt var í þessu máli.

Virð­ing­ar­fyllst,

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son"

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None