Björgvin notaði debetkort Ásahrepps fjórtán sinnum fyrir sig

bjorgvin_g_sigur_sson.jpg
Auglýsing

Egill Sig­urðs­son, odd­viti Ása­hrepps, kveðst reiður og sorg­mæddur vegna yfir­lýs­ingar Björg­vins G. Sig­urðs­sonar fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóra hrepps­ins, þar sem Björg­vin vísar á bug öllum ásök­unum um fjár­drátt í störfum sínum fyrir sveit­ar­fé­lag­ið. Hann segir að Björg­vin hafi notað greiðslu­kort sveit­ar­fé­lags­ins í fjöl­mörg skipti í sína eigin þágu.

„Hann lítur ekki á þetta sem fjár­drátt, að hafa tekið fé úr sveita­sjóði hrepps­ins og fært yfir á sinn reikn­ing, og notað debet­kort sveit­ar­fé­lags­ins í fjórtán skipti í eigin þágu þar sem hann keypti meðal ann­ars mynda­vél sem engin hjá sveit­ar­fé­lag­in­u hefur séð. Það getur vel verið að menn líti ekki á þetta sem fjár­drátt að mis­fara svona með opin­bert fé, en þetta er sveit­ar­sjóður en ekki einka­fyr­ir­tæki,“ segir odd­viti Ása­hrepps í sam­tali við Kjarn­ann.

Ljóst er að brott­vikn­ing Björg­vins hefur ekki átt sér langan aðdrag­anda, því hann rit­aði fund­ar­gerð á síð­asta fundi sveit­ar­stjórnar sem hald­inn var 13. jan­úar síð­ast­lið­inn. „Ég fékk vit­neskju um þetta dag­inn eft­ir, og fór þá ofan í öll gögn. Á fimmtu­dag­inn átti ég svo fund með Björg­vini um morg­un­inn og svo aftur með hrepps­nefnd­inni ásamt Björg­vini seinni­part­inn. Svo á neyð­ar­fundi hjá hrepps­nefnd­inni í kjöl­farið var ákveðið að víkja Björg­vini frá störfum án upp­sagn­ar­frests, sem hann sam­þykkti. Þá var ég líka með lista yfir þau atriði sem hann tók ófrjálsri hend­i.“ Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru sveit­ar­stjórn­ar­menn Ása­hrepps slegnir yfir mál­inu, en einn þeirra sagði í sam­tali við Kjarn­ann: „Það átti engin von á þessu.“

Auglýsing

Keypti sér bensín og mat­vöru með debet­korti sveit­ar­fé­lags­insEg­ill segir að Björg­vin hafi dregið sér 400 til 500 þús­und krón­ur. Auk 250 þús­und króna milli­færsl­unnar hafi Björg­vin notað debet­kort sveit­ar­fé­lags­ins til að kaupa sér meðal ann­ars bensín og mat­vöru. „Það getur vel verið að menn geti gert lítið úr upp­hæð­inn­i og sagt að þetta sé smá yfir­sjón. En mér er alveg sama, ef menn mis­fara með tíu þús­und krónur þá er þeim ekki treystandi fyrir hund­rað þús­und krón­um. Ég bara get ekki en verið með annað en stíf og ábyrg prinsipp í tengslum við almanna­fé,“ segir Egill.

Odd­viti Ása­hrepps úti­lokar ekki að málið verði kært til lög­reglu, og á hrein­lega von á að það verði gert. „Ég átti von á því að Björg­vin myndi bara end­ur­greiða það sem hann tók, og þannig myndi málið leys­ast. Kannski er bara ein­fald­ast og hrein­leg­ast að kæra þetta bara til lög­reglu, þar sem málið færi til rann­sókn­ar. Kannski eigum við bara að gera það, en sem betur fer hef ég ekki lent í því áður að menn séu að draga sér fé.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None