Reykjavík er í 39. sæti af 75 borgum þegar kemur að verði á bjór. Ódýrast er að drekka í Kraká í Póllandi en dýrast er að fá sér bjór í Genf í Sviss. Listinn byggir á sérstakri bjórvísitölu þar sem fundið er meðalverð á litlum bjór út í búð og litlum bjór á bar.
Samkvæmt úttekt bresku ferðaskrifstofunnar GoEuro kostar 33 cl bjór út í búð á Íslandi 0,99 pund, eða um 205 krónur. Á barnum kostar sama stærð af bjór 3,19 pund, eða 660 krónur. Til samanburðar kostar bjórinn í verslunum í Kraká 0,4 pund og 1,74 pund út í búð. Í Geneva kostar bjórinn 1,21 pund út í búð og heilar 6,95 pund á barnum.
Á listanum eru Brussel, Frankfurt og Los Angeles fyrir ofan Reykjavík, og er bjórinn þar því örlítið ódýrari en hérlendis. Næst á eftir Reykjavík koma Strasborg, Toronto og Istanbúl.
Eins og fyrr greinir er bjórinn ódýrastur í Kraká en eftur koma Kief, Bratislava, Malaga og Delí. Dýrast er að drekka bjór í New York borg, Osló, Tel Aviv, Hong Kong og Genf.
GoEuro fór í þrjár verslanir í öllum borgum og reiknaði meðaltalsverð á fimm innfluttum bjórum og helsta heimabjórnum. Á barnum var verð kannað á þremur hótelum. Allan listann má sjá hér.