Blaðamaðurinn Jóhann Hauksson rekinn frá DV

Screen.Shot_.2015.05.23.at_.14.40.00.jpg
Auglýsing

Blaða­mann­inum Jóhanni Hauks­syni var sagt upp störf­um hjá DV í gær. Þetta stað­festir Egg­ert Skúla­son, rit­stjóri blaðs­ins, í sam­tali við Kjarn­ann.

„Það eru bara áfram­hald­andi hag­ræð­ing­ar­að­gerðir í gangi á DV, og það er svo sem eina skýr­ing­in,“ segir Egg­ert aðspurður um ástæður upp­sagn­ar­inn­ar. Hann vill ekki upp­lýsa um hvernig að starfs­lokum Jóhanns verði stað­ið, en stað­festir að blaða­mað­ur­inn muni ekki mæta aftur til starfa á rit­stjórn­ina. „Hvernig starfs­lok­unum er háttað er trún­að­ar­mál milli okkar og hans.“

Aðspurður um hvort von sá á fleiri hag­ræð­ing­ar­að­gerðum hjá DV, segir rit­stjór­inn svo ekki vera. „Nei, ég á ekki von á því. En eins og þið þekkið vænt­an­lega á Kjarn­anum þá eru menn stöðugt að horfa í krónur og aura og þessir fjöl­miðlar þurfa allir að reyna í það minnsta að reka sig, út á það gengur þetta.“

Auglýsing

Rekstur DV gengur beturEgg­ert segir blaðið nú á réttri leið, en eins og kunn­ugt er sögðu margir áskrif­endur DV ­upp áskrift sinni að blað­inu eftir að nýir eig­endur og ný rit­stjórn tók við útgáf­unni og upp­sagnir blaða­manna sem fylgdu í kjöl­far­ið. „Rekst­ur­inn gengur orðið miklu bet­ur. Við höfum náð að stór­auka aug­lýs­inga­söl­una eins og sést á síðum blaðs­ins, og sama skapi aug­lýs­ingar á vefn­um. Áskrift­ar­átakið hefur lukk­ast vel, en það er svo sem skulda­hali sem menn eru að vinna með og það er verk­efn­ið. En það gengur vel.“

Sam­kvæmt síð­asta árs­reikn­ingi DV ehf. fyrir árið 2013 nam skulda­staða félags­ins rúmum 116 millj­ónum króna í árs­lok þess árs. Þá nam rekstr­ar­tap félags­ins árið 2013 sam­tals 37,1 milljón króna.

Ekki náð­ist í Jóhann Hauks­son við vinnslu þess­arar frétt­ar. Hann hlaut blaða­manna­verð­laun árs­ins 2009 fyrir „leið­andi umfjöllun um fall og myndun rík­is­stjórna og frétta­skýr­ingar um mik­il­væg þjóð­fé­lags­mál,“ eins og segir í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar.

 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None