Blaðamaðurinn Jóhann Hauksson rekinn frá DV

Screen.Shot_.2015.05.23.at_.14.40.00.jpg
Auglýsing

Blaðamanninum Jóhanni Haukssyni var sagt upp störfum hjá DV í gær. Þetta staðfestir Eggert Skúlason, ritstjóri blaðsins, í samtali við Kjarnann.

„Það eru bara áframhaldandi hagræðingaraðgerðir í gangi á DV, og það er svo sem eina skýringin,“ segir Eggert aðspurður um ástæður uppsagnarinnar. Hann vill ekki upplýsa um hvernig að starfslokum Jóhanns verði staðið, en staðfestir að blaðamaðurinn muni ekki mæta aftur til starfa á ritstjórnina. „Hvernig starfslokunum er háttað er trúnaðarmál milli okkar og hans.“

Aðspurður um hvort von sá á fleiri hagræðingaraðgerðum hjá DV, segir ritstjórinn svo ekki vera. „Nei, ég á ekki von á því. En eins og þið þekkið væntanlega á Kjarnanum þá eru menn stöðugt að horfa í krónur og aura og þessir fjölmiðlar þurfa allir að reyna í það minnsta að reka sig, út á það gengur þetta.“

Rekstur DV gengur betur


Eggert segir blaðið nú á réttri leið, en eins og kunnugt er sögðu margir áskrifendur DV upp áskrift sinni að blaðinu eftir að nýir eigendur og ný ritstjórn tók við útgáfunni og uppsagnir blaðamanna sem fylgdu í kjölfarið. „Reksturinn gengur orðið miklu betur. Við höfum náð að stórauka auglýsingasöluna eins og sést á síðum blaðsins, og sama skapi auglýsingar á vefnum. Áskriftarátakið hefur lukkast vel, en það er svo sem skuldahali sem menn eru að vinna með og það er verkefnið. En það gengur vel.“

Auglýsing

Samkvæmt síðasta ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2013 nam skuldastaða félagsins rúmum 116 milljónum króna í árslok þess árs. Þá nam rekstrartap félagsins árið 2013 samtals 37,1 milljón króna.

Ekki náðist í Jóhann Hauksson við vinnslu þessarar fréttar. Hann hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2009 fyrir „leiðandi umfjöllun um fall og myndun ríkisstjórna og fréttaskýringar um mikilvæg þjóðfélagsmál,“ eins og segir í rökstuðningi dómnefndar.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None