Blaðamaðurinn Jóhann Hauksson rekinn frá DV

Screen.Shot_.2015.05.23.at_.14.40.00.jpg
Auglýsing

Blaða­mann­inum Jóhanni Hauks­syni var sagt upp störf­um hjá DV í gær. Þetta stað­festir Egg­ert Skúla­son, rit­stjóri blaðs­ins, í sam­tali við Kjarn­ann.

„Það eru bara áfram­hald­andi hag­ræð­ing­ar­að­gerðir í gangi á DV, og það er svo sem eina skýr­ing­in,“ segir Egg­ert aðspurður um ástæður upp­sagn­ar­inn­ar. Hann vill ekki upp­lýsa um hvernig að starfs­lokum Jóhanns verði stað­ið, en stað­festir að blaða­mað­ur­inn muni ekki mæta aftur til starfa á rit­stjórn­ina. „Hvernig starfs­lok­unum er háttað er trún­að­ar­mál milli okkar og hans.“

Aðspurður um hvort von sá á fleiri hag­ræð­ing­ar­að­gerðum hjá DV, segir rit­stjór­inn svo ekki vera. „Nei, ég á ekki von á því. En eins og þið þekkið vænt­an­lega á Kjarn­anum þá eru menn stöðugt að horfa í krónur og aura og þessir fjöl­miðlar þurfa allir að reyna í það minnsta að reka sig, út á það gengur þetta.“

Auglýsing

Rekstur DV gengur beturEgg­ert segir blaðið nú á réttri leið, en eins og kunn­ugt er sögðu margir áskrif­endur DV ­upp áskrift sinni að blað­inu eftir að nýir eig­endur og ný rit­stjórn tók við útgáf­unni og upp­sagnir blaða­manna sem fylgdu í kjöl­far­ið. „Rekst­ur­inn gengur orðið miklu bet­ur. Við höfum náð að stór­auka aug­lýs­inga­söl­una eins og sést á síðum blaðs­ins, og sama skapi aug­lýs­ingar á vefn­um. Áskrift­ar­átakið hefur lukk­ast vel, en það er svo sem skulda­hali sem menn eru að vinna með og það er verk­efn­ið. En það gengur vel.“

Sam­kvæmt síð­asta árs­reikn­ingi DV ehf. fyrir árið 2013 nam skulda­staða félags­ins rúmum 116 millj­ónum króna í árs­lok þess árs. Þá nam rekstr­ar­tap félags­ins árið 2013 sam­tals 37,1 milljón króna.

Ekki náð­ist í Jóhann Hauks­son við vinnslu þess­arar frétt­ar. Hann hlaut blaða­manna­verð­laun árs­ins 2009 fyrir „leið­andi umfjöllun um fall og myndun rík­is­stjórna og frétta­skýr­ingar um mik­il­væg þjóð­fé­lags­mál,“ eins og segir í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None