Blaðamaðurinn Jóhann Hauksson rekinn frá DV

Screen.Shot_.2015.05.23.at_.14.40.00.jpg
Auglýsing

Blaða­mann­inum Jóhanni Hauks­syni var sagt upp störf­um hjá DV í gær. Þetta stað­festir Egg­ert Skúla­son, rit­stjóri blaðs­ins, í sam­tali við Kjarn­ann.

„Það eru bara áfram­hald­andi hag­ræð­ing­ar­að­gerðir í gangi á DV, og það er svo sem eina skýr­ing­in,“ segir Egg­ert aðspurður um ástæður upp­sagn­ar­inn­ar. Hann vill ekki upp­lýsa um hvernig að starfs­lokum Jóhanns verði stað­ið, en stað­festir að blaða­mað­ur­inn muni ekki mæta aftur til starfa á rit­stjórn­ina. „Hvernig starfs­lok­unum er háttað er trún­að­ar­mál milli okkar og hans.“

Aðspurður um hvort von sá á fleiri hag­ræð­ing­ar­að­gerðum hjá DV, segir rit­stjór­inn svo ekki vera. „Nei, ég á ekki von á því. En eins og þið þekkið vænt­an­lega á Kjarn­anum þá eru menn stöðugt að horfa í krónur og aura og þessir fjöl­miðlar þurfa allir að reyna í það minnsta að reka sig, út á það gengur þetta.“

Auglýsing

Rekstur DV gengur beturEgg­ert segir blaðið nú á réttri leið, en eins og kunn­ugt er sögðu margir áskrif­endur DV ­upp áskrift sinni að blað­inu eftir að nýir eig­endur og ný rit­stjórn tók við útgáf­unni og upp­sagnir blaða­manna sem fylgdu í kjöl­far­ið. „Rekst­ur­inn gengur orðið miklu bet­ur. Við höfum náð að stór­auka aug­lýs­inga­söl­una eins og sést á síðum blaðs­ins, og sama skapi aug­lýs­ingar á vefn­um. Áskrift­ar­átakið hefur lukk­ast vel, en það er svo sem skulda­hali sem menn eru að vinna með og það er verk­efn­ið. En það gengur vel.“

Sam­kvæmt síð­asta árs­reikn­ingi DV ehf. fyrir árið 2013 nam skulda­staða félags­ins rúmum 116 millj­ónum króna í árs­lok þess árs. Þá nam rekstr­ar­tap félags­ins árið 2013 sam­tals 37,1 milljón króna.

Ekki náð­ist í Jóhann Hauks­son við vinnslu þess­arar frétt­ar. Hann hlaut blaða­manna­verð­laun árs­ins 2009 fyrir „leið­andi umfjöllun um fall og myndun rík­is­stjórna og frétta­skýr­ingar um mik­il­væg þjóð­fé­lags­mál,“ eins og segir í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar.

 

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None