Blaðamenn DV vildu mæta Þóreyju í dómsal en eigendur vildu semja

15003216120-c28ef99ddf-z.jpg
Auglýsing

Blaða­menn­irnir Jóhann Páll Jóhanns­son og Jón Bjarki Magn­ús­son, sem starfa báðir á DV og hafa skrifað mikið um leka­málið svo­kall­aða, segja að þeir hafi „lýst yfir ein­lægum vilja" til að mæta Þóreyju Vil­hjálms­dótt­ur, fyrrum aðstoð­ar­manni inn­an­rík­is­ráð­herra, í dóm­sal þrátt fyrir að dómsátt hafi náðst í mál­inu. Þórey stefndi þeim fyrir meið­yrði eftir að hún var rang­lega sögð vera sá starfs­maður sem lekið hefði gögnum um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos til fjöl­miðla á for­síðu  DV í sum­ar. Þórey krafð­ist hámarks­refs­ing­ar, sem í fólst fang­els­is­vist, og fébóta.

Til­kynnt var um sátt í mál­inu fyrr í dag þar sem þeir greiða Þóreyju 330 þús­und krónur í miska­bæt­ur.

Þórey Vilhjálmsdóttir. Þórey Vil­hjálms­dótt­ir.

Auglýsing

Þeir Jóhann Páll og Jón Bjarki segja hins vegar að eig­endur DV hafi viljað leita sátta og þeir uni því. Í yfir­lýs­ingu sem þeir sendu frá sér segir að þeir kæri sig ekki „um að sitja uppi með háa reikn­inga, hvað þá að betla fé af vinum og vanda­mönnum til að geta greitt þá. Við erum ekki á þing­far­ar­kaupi en vinnum við að flytja frétt­ir, meðal ann­ars um það sem ráð­herrar og aðstoð­ar­menn þeirra vilja að leynt fari.

Á heilu ári virð­ist það aldrei hafa hvarflað að stuðn­ings­mönnum inn­an­rík­is­ráð­herra að skamm­ast sín. Við skömm­umst okkar fyrir þau mis­tök sem við gerðum í sum­ar. En á heild­ina litið erum við stoltir af okkar hlut í að fletta ofan af vald­níðslu og mann­rétt­inda­brot­um. Með dóms­sátt þess­ari kaupum við okkur frið til að skrifa áfram um hver þau öfl sem ljúga að almenn­ingi og níð­ast á umkomu­lausu fólki“.

Miklar svipt­ingar hafa verið í eig­enda­hópi DV und­an­farin miss­eri. Reynir Trausta­son, fyrrum rit­stjóri mið­ils­ins, missti yfir­ráð yfir honum í haust og var rek­inn úr starfi í kjöl­far­ið. Nýlega var til­kynnt að Björn Ingi Hrafns­son, aðal­eig­andi fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins Vef­pressunn­ar, hefði keypt 70 pró­sent hlut í DV og að hann muni verða útgef­andi mið­ils­ins ef Sam­keppn­is­eft­ir­litið blessar kaup­in.

Þórey hefur látið af störfum sem aðstoð­ar­maður inn­an­rík­is­ráð­herra en Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér því ráð­herra­emb­ætti í síð­asta mán­uði í kjöl­far þess að hinn aðstoð­ar­maður henn­ar, Gísli Freyr Val­dórs­son, ját­aði að hafa lekið gögn­unum og var í kjöl­farið dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi.

Yfir­lýs­ingu Jóhanns Páls og Jóns Bjarka má lesa í heild sinni hér að neð­an.

Yfir­lýs­ing vegna dóms­sáttar



5. des­em­ber 2014

Dómsátt hefur náðst í máli Þór­eyjar Vil­hjálms­dóttur gegn okk­ur, en máls­höfð­unin varð­aði frétt sem birt­ist í DV þann 20. júní síð­ast­lið­inn. Þar var því rang­lega haldið fram að Þórey væri sá aðili sem kall­aður var starfs­maður B í grein­ar­gerð lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fréttin var leið­rétt sam­dæg­urs, yfir­lýs­ing send á alla fjöl­miðla og Þórey beðin afsök­un­ar. Í kjöl­farið höfð­aði hún mál, ekki gegn DV ehf. heldur gegn okkur per­sónu­lega, og krafð­ist hámarks refs­ing­ar, þ.e. að við yrðum vistaðir í fang­elsi vegna mis­taka okk­ar. Nokkru síðar var Gísli Freyr Val­dórs­son, nán­asti sam­starfs­maður Þór­eyj­ar, dæmdur í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir lög­brot gegn hæl­is­leit­end­unum Tony Omos og Evelyn Glory Jos­eph.

Í heilt ár höfum við skrifað um mál­efni inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, vald­níðslu og lög­brot sem framin voru gegn land­lausu fólki. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér ráð­herra­emb­ætti vegna máls­ins en Þórey starf­aði sem póli­tískur aðstoð­ar­maður henn­ar. Strax í upp­hafi leka­máls­ins tók hún sér stöðu með ráð­herra gegn almenn­ingi líkt og aðrir í yfir­stjórn inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Hún sendi DV mis­vísandi upp­lýs­ingar í tölvu­pósti, hún hélt því fram að engum trún­að­ar­upp­lýs­ingum hefði verið lekið úr inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu þótt hið gagn­stæða lægi í augum uppi og lét að því liggja í útvarps­við­tali að við létum stjórn­ast af ann­ar­legum hvötum fremur en ein­lægum vilja til að leiða sann­leik­ann í ljós. Ráð­herr­ann sjálfur fylgdi þessu eftir með því að hringja í rit­stjóra DV og fara fram á að við yrðum rekn­ir.

Sú frétt sem birt­ist í DV þann 20. júní átti sér langan aðdrag­anda og byggði á mán­aða­langri heim­ilda­vinnu þar sem rætt var við starfs­menn inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, Morg­un­blaðs­ins, 365-miðla og lög­regl­unn­ar. Þórey vildi ekki ræða við DV í síma við vinnslu frétt­ar­innar jafn­vel þótt hún gegndi þá hlut­verki upp­lýs­inga­full­trúa ráðu­neyt­is­ins í fjar­veru Jóhann­esar Tóm­as­son­ar. Henni var hins vegar gert ljóst hvert efni frétt­ar­innar var og boðið að koma athuga­semdum á fram­færi sem hún kaus að gera ekki.

Máls­sókn Þór­eyjar hefur verið gagn­rýnd harð­lega meðal ann­ars af Frétta­mönnum án landamæra, Alþjóða­sam­tökum blaða­manna, International Modern Media Institute og Blaða­manna­fé­lagi Íslands. Þessi sam­tök hafa deilt á íslenska meið­yrða­lög­gjöf, meðal ann­ars þær laga­greinar sem máls­höfðun Þór­eyjar og refsikrafa hennar byggði á. Mál hennar vakti athygli utan land­steina, enda var hún aðstoð­ar­kona inn­an­rík­is­ráð­herra, þess ráð­herra sem fór með mann­rétt­inda­mál á Íslandi.

Það er áhyggju­efni fyrir blaða­menn á Íslandi að geta átt von á því að ráð­herrar og póli­tískir aðstoð­ar­menn vegi að starfs­ör­yggi þeirra með þeim hætti sem birst hefur í leka­mál­inu.

Við höfum lýst yfir ein­lægum vilja til að mæta Þóreyju Vil­hjálms­dóttur í dóms­sal. Eig­endur DV ehf. vildu hins vegar leita sátta og unum við því. Við kærum okkur ekki um að sitja uppi með háa reikn­inga, hvað þá að betla fé af vinum og vanda­mönnum til að geta greitt þá. Við erum ekki á þing­far­ar­kaupi en vinnum við að flytja frétt­ir, meðal ann­ars um það sem ráð­herrar og aðstoð­ar­menn þeirra vilja að leynt fari.

Á heilu ári virð­ist það aldrei hafa hvarflað að stuðn­ings­mönnum inn­an­rík­is­ráð­herra að skamm­ast sín. Við skömm­umst okkar fyrir þau mis­tök sem við gerðum í sum­ar. En á heild­ina litið erum við stoltir af okkar hlut í að fletta ofan af vald­níðslu og mann­rétt­inda­brot­um. Með dóms­sátt þess­ari kaupum við okkur frið til að skrifa áfram um hver þau öfl sem ljúga að almenn­ingi og níð­ast á umkomu­lausu fólki.

Virð­ing­ar­fyllst,

Jóhann Páll Jóhanns­son

Jón Bjarki Magn­ús­son

blaða­menn

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None