Blaðamenn DV vildu mæta Þóreyju í dómsal en eigendur vildu semja

15003216120-c28ef99ddf-z.jpg
Auglýsing

Blaða­menn­irnir Jóhann Páll Jóhanns­son og Jón Bjarki Magn­ús­son, sem starfa báðir á DV og hafa skrifað mikið um leka­málið svo­kall­aða, segja að þeir hafi „lýst yfir ein­lægum vilja" til að mæta Þóreyju Vil­hjálms­dótt­ur, fyrrum aðstoð­ar­manni inn­an­rík­is­ráð­herra, í dóm­sal þrátt fyrir að dómsátt hafi náðst í mál­inu. Þórey stefndi þeim fyrir meið­yrði eftir að hún var rang­lega sögð vera sá starfs­maður sem lekið hefði gögnum um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos til fjöl­miðla á for­síðu  DV í sum­ar. Þórey krafð­ist hámarks­refs­ing­ar, sem í fólst fang­els­is­vist, og fébóta.

Til­kynnt var um sátt í mál­inu fyrr í dag þar sem þeir greiða Þóreyju 330 þús­und krónur í miska­bæt­ur.

Þórey Vilhjálmsdóttir. Þórey Vil­hjálms­dótt­ir.

Auglýsing

Þeir Jóhann Páll og Jón Bjarki segja hins vegar að eig­endur DV hafi viljað leita sátta og þeir uni því. Í yfir­lýs­ingu sem þeir sendu frá sér segir að þeir kæri sig ekki „um að sitja uppi með háa reikn­inga, hvað þá að betla fé af vinum og vanda­mönnum til að geta greitt þá. Við erum ekki á þing­far­ar­kaupi en vinnum við að flytja frétt­ir, meðal ann­ars um það sem ráð­herrar og aðstoð­ar­menn þeirra vilja að leynt fari.

Á heilu ári virð­ist það aldrei hafa hvarflað að stuðn­ings­mönnum inn­an­rík­is­ráð­herra að skamm­ast sín. Við skömm­umst okkar fyrir þau mis­tök sem við gerðum í sum­ar. En á heild­ina litið erum við stoltir af okkar hlut í að fletta ofan af vald­níðslu og mann­rétt­inda­brot­um. Með dóms­sátt þess­ari kaupum við okkur frið til að skrifa áfram um hver þau öfl sem ljúga að almenn­ingi og níð­ast á umkomu­lausu fólki“.

Miklar svipt­ingar hafa verið í eig­enda­hópi DV und­an­farin miss­eri. Reynir Trausta­son, fyrrum rit­stjóri mið­ils­ins, missti yfir­ráð yfir honum í haust og var rek­inn úr starfi í kjöl­far­ið. Nýlega var til­kynnt að Björn Ingi Hrafns­son, aðal­eig­andi fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins Vef­pressunn­ar, hefði keypt 70 pró­sent hlut í DV og að hann muni verða útgef­andi mið­ils­ins ef Sam­keppn­is­eft­ir­litið blessar kaup­in.

Þórey hefur látið af störfum sem aðstoð­ar­maður inn­an­rík­is­ráð­herra en Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér því ráð­herra­emb­ætti í síð­asta mán­uði í kjöl­far þess að hinn aðstoð­ar­maður henn­ar, Gísli Freyr Val­dórs­son, ját­aði að hafa lekið gögn­unum og var í kjöl­farið dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi.

Yfir­lýs­ingu Jóhanns Páls og Jóns Bjarka má lesa í heild sinni hér að neð­an.

Yfir­lýs­ing vegna dóms­sáttar5. des­em­ber 2014

Dómsátt hefur náðst í máli Þór­eyjar Vil­hjálms­dóttur gegn okk­ur, en máls­höfð­unin varð­aði frétt sem birt­ist í DV þann 20. júní síð­ast­lið­inn. Þar var því rang­lega haldið fram að Þórey væri sá aðili sem kall­aður var starfs­maður B í grein­ar­gerð lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fréttin var leið­rétt sam­dæg­urs, yfir­lýs­ing send á alla fjöl­miðla og Þórey beðin afsök­un­ar. Í kjöl­farið höfð­aði hún mál, ekki gegn DV ehf. heldur gegn okkur per­sónu­lega, og krafð­ist hámarks refs­ing­ar, þ.e. að við yrðum vistaðir í fang­elsi vegna mis­taka okk­ar. Nokkru síðar var Gísli Freyr Val­dórs­son, nán­asti sam­starfs­maður Þór­eyj­ar, dæmdur í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir lög­brot gegn hæl­is­leit­end­unum Tony Omos og Evelyn Glory Jos­eph.

Í heilt ár höfum við skrifað um mál­efni inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, vald­níðslu og lög­brot sem framin voru gegn land­lausu fólki. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér ráð­herra­emb­ætti vegna máls­ins en Þórey starf­aði sem póli­tískur aðstoð­ar­maður henn­ar. Strax í upp­hafi leka­máls­ins tók hún sér stöðu með ráð­herra gegn almenn­ingi líkt og aðrir í yfir­stjórn inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Hún sendi DV mis­vísandi upp­lýs­ingar í tölvu­pósti, hún hélt því fram að engum trún­að­ar­upp­lýs­ingum hefði verið lekið úr inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu þótt hið gagn­stæða lægi í augum uppi og lét að því liggja í útvarps­við­tali að við létum stjórn­ast af ann­ar­legum hvötum fremur en ein­lægum vilja til að leiða sann­leik­ann í ljós. Ráð­herr­ann sjálfur fylgdi þessu eftir með því að hringja í rit­stjóra DV og fara fram á að við yrðum rekn­ir.

Sú frétt sem birt­ist í DV þann 20. júní átti sér langan aðdrag­anda og byggði á mán­aða­langri heim­ilda­vinnu þar sem rætt var við starfs­menn inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, Morg­un­blaðs­ins, 365-miðla og lög­regl­unn­ar. Þórey vildi ekki ræða við DV í síma við vinnslu frétt­ar­innar jafn­vel þótt hún gegndi þá hlut­verki upp­lýs­inga­full­trúa ráðu­neyt­is­ins í fjar­veru Jóhann­esar Tóm­as­son­ar. Henni var hins vegar gert ljóst hvert efni frétt­ar­innar var og boðið að koma athuga­semdum á fram­færi sem hún kaus að gera ekki.

Máls­sókn Þór­eyjar hefur verið gagn­rýnd harð­lega meðal ann­ars af Frétta­mönnum án landamæra, Alþjóða­sam­tökum blaða­manna, International Modern Media Institute og Blaða­manna­fé­lagi Íslands. Þessi sam­tök hafa deilt á íslenska meið­yrða­lög­gjöf, meðal ann­ars þær laga­greinar sem máls­höfðun Þór­eyjar og refsikrafa hennar byggði á. Mál hennar vakti athygli utan land­steina, enda var hún aðstoð­ar­kona inn­an­rík­is­ráð­herra, þess ráð­herra sem fór með mann­rétt­inda­mál á Íslandi.

Það er áhyggju­efni fyrir blaða­menn á Íslandi að geta átt von á því að ráð­herrar og póli­tískir aðstoð­ar­menn vegi að starfs­ör­yggi þeirra með þeim hætti sem birst hefur í leka­mál­inu.

Við höfum lýst yfir ein­lægum vilja til að mæta Þóreyju Vil­hjálms­dóttur í dóms­sal. Eig­endur DV ehf. vildu hins vegar leita sátta og unum við því. Við kærum okkur ekki um að sitja uppi með háa reikn­inga, hvað þá að betla fé af vinum og vanda­mönnum til að geta greitt þá. Við erum ekki á þing­far­ar­kaupi en vinnum við að flytja frétt­ir, meðal ann­ars um það sem ráð­herrar og aðstoð­ar­menn þeirra vilja að leynt fari.

Á heilu ári virð­ist það aldrei hafa hvarflað að stuðn­ings­mönnum inn­an­rík­is­ráð­herra að skamm­ast sín. Við skömm­umst okkar fyrir þau mis­tök sem við gerðum í sum­ar. En á heild­ina litið erum við stoltir af okkar hlut í að fletta ofan af vald­níðslu og mann­rétt­inda­brot­um. Með dóms­sátt þess­ari kaupum við okkur frið til að skrifa áfram um hver þau öfl sem ljúga að almenn­ingi og níð­ast á umkomu­lausu fólki.

Virð­ing­ar­fyllst,

Jóhann Páll Jóhanns­son

Jón Bjarki Magn­ús­son

blaða­menn

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None