Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sé ömurlegur ráðherra, eins og Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson voru í tíð fyrri ríkisstjórnar. Guðfinna segist skammast sín fyrir að vera í sama flokki og Eygló, húsnæðismálin séu í rugli af því hún taki engri ráðgjöf.
Þetta skrifar Guðfinna Jóhanna í stöðufærslu á Facebook. Færslan var skrifuð um klukkan þrjú í nótt. „Ok ég veit að ég má ekki segja það en Árni Páll og Guðbjartur voru ömurlegir velferðarráðherra en Eygló er það líka, skammast mín fyrir að vera sama flokki og þessi kona, húsnæðismálin eru í rugli af því að hún tekur ekki ráðgjöf,“ skrifar Guðfinna.
Eygló er annar tveggja ráðherra í velferðarráðuneytinu. Hún er félags- og húsnæðismálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson er heilbrigðisráðherra.
Guðfinna er annar tveggja borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. Hún skipaði 2. sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 2014.
Ok ég veit að ég má ekki segja það en Árni Páll og Guðbjartur voru ömurlegir velferðarráðherra en Eygló er það líka,...Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on Monday, 27 July 2015