Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur brugðist við pistli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um skipulagsmál borgarinnar. Borgarstjóri tekur að nokkru undir gagnrýni forsætisráðherra en segist ósammála því að byggja eigi hótel á Ingólfstorgi. „Ég er hins vegar ósammála Sigmundi um að byggja hótel á Ingólfstorgi. Þar vill hann nýtt hótel sem byggt yrði eftir gömlum teikningum af Hótel Íslandi, sem brann 1915. Ég held að við eigum að standa vörð um torgin okkar og gera þau líflegri og skemmtilegri. Það er nóg verið að byggja allt í kring,“ segir Dagur.
Lesa má færslu borgarstjóra í heild hér:
það er ánægjulegt að fá umræðu um uppbyggingu í borginni. Margir þmt fjölmiðlar hafa óskað eftir viðbrögðum við sjónarmi...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, 27 August 2015
Auglýsing
Sigmundur Davíð birti á heimasíðu sinni í dag langa grein um sýn hans á borgarskipulag miðsvæðis í Reykjavík. Hann sagði þróun skipulagsmála sláandi og að borgaryfirvöld þyrftu að leggja línurnar. „„Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg,“ sagði forsætisráðherra.
Dagur segir að fjölmiðlar hafi leitað viðbragða frá honum í dag og ætli að sinna því síðar í dag. Ánægjulegt sé að fá umræðu um uppbyggingu í borginni.