Bréf kröfuhafa allra slitabúanna: Arion banki og Íslandsbanki seldir fyrir árslok 2016

18605444921_501c6e1b3a_z.jpg
Auglýsing

Lög­fræði­legur ráð­gjafi til­tek­inna kröfu­hafa Kaup­þings, Glitnis og gamla Lands­bank­ans hefur sent Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, bréf þar sem til­lögur þeirra til að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda eru lagðar fram. Bréf­in, sem birt­ust í heild sinni á ensku á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í gær, bár­ust í kjöl­far funda sem áttu sér stað milli með­lima fram­kvæmda­hóps um losun fjár­magns­hafta með kröfu­höf­un­um.

Kaup­þing sendi fyrsta erindið á sunnu­dag, þann 7. júní. Hin tvö slita­búin sendu sín erindi í gær, 8. júní. Í til­kynn­ingu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins seg­ir: "Í bréf­inu eru raktar til­teknar aðgerðir sem umræddir kröfu­hafar styðja og munu leit­ast við að fá fram­kvæmdar í krafti eigna sinna með það að mark­miði að und­an­þága frá gjald­eyr­is­lögum verði veitt vegna skulda­skila fram­an­greindra fyr­ir­tækja. Fram­kvæmda­hópur um losun fjár­magns­hafta telur að þær aðgerðir sem um ræðir í fram­an­greindum bréfum falli að stöð­ug­leika­skil­yrð­unum sem mótuð voru. Umræddar aðgerðir eru margar hverjar skil­yrtar eða háðar frek­ari áreið­an­leika­könn­un. Þá varða sumar aðgerðir vilja þriðju aðila til að ráð­ast í slíkar aðgerðir sem og mögu­legar breyt­ingar á gild­andi lög­um. Að því gefnu að umræddar aðgerðir verði fram­kvæmdar er það mat fram­kvæmda­hóps­ins að for­sendur fyrir und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höftum séu fyrir hend­i."

Á meðal þess sem kemur fram í til­lögum kröfu­haf­anna er að Íslands­banki og Arion banki verði seldir fyrir árs­lok 2016, "að því gefnu að mark­aðs­að­stæður verði ákjós­an­leg­ar". Í til­felli Íslands­banka er auk þess eft­ir­far­andi fyr­ir­vari: "Bank­inn verður ekki seldur ef mat óháðs alþjóða­lega við­ur­kennds fjár­fest­ing­ar­banka sýnir að sölu­verð undir 90% af áætl­uðu verð­mat­i."

Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hag­ráðu­neytið hefur birt sam­an­tekt úr erindum slita­bú­anna á íslensku á heima­síðu sinni.

Hér að neðan fylgir sam­an­tekt á meg­in­efni erinda fram­an­greindra fyr­ir­tækja:



Erindi kröfu­hafa Kaup­þings

A.      Afsal eigna og lág­mörkun fram­tíð­ar­á­hættu gagn­vart greiðslu­jöfn­uði

1.       Útgáfa skulda­bréfs til íslenskra stjórn­valda að fjár­hæð 84 millj­arðar króna til þriggja ára. Skulda­bréfið ber 5,5% vexti. Umfram­krón­u­staða Kaupt­hings er greidd inn á skulda­bréfið með fjár­sóps­á­kvæði árs­fjórð­ungs­lega. Skulda­bréfið er veð­tryggt og skal veð­hlut­fall ávallt nema að minnsta kosti 115% af höf­uð­stóli. Heim­ilt er að draga frá allt að 5 millj­arða af skulda­bréf­inu á líf­tíma þess, enda sé um að ræða kostnað sem sann­an­lega hafi verið stofnað til á Íslandi við rekstur Kaupt­hings og vegna lág­marks­greiðslna til inn­lendra kröfu­hafa. Undir frá­drátt­ar­heim­ild­ina falla ekki hvata­greiðslur og skal allur inn­lendur kostn­aður stað­festur af end­ur­skoð­anda Kaupt­hings.

2.       Fram­sal krafna Kaupt­hings á hendur inn­lendum aðilum sem og eign­ar­hluta í inn­lendum félögum og öðrum eign­um. Um er að ræða verð­mæti að nafn­verði 114,8 millj­arða en bók­fært virði þeirra nemur um 14,4 millj­örð­um. Hluti þess­ara eigna verður endu­greiddur í erlendri mynt. Þær eignir sem ekki er unnt að fram­selja, svo sem ágrein­ings­kröfur við inn­lenda aðila, eru fram­seldar á grund­velli fjár­sóps­á­kvæðis sem rennur til stjórn­valda ef mis­mun­ur­inn á til­dæmdum kröfum og töp­uðum ágrein­ings­málum verður á tíma­bil­inu.

3.       Kröfu­hafar Kaupt­hings munu beita sér fyrir því að Arion banki hf. verði settur í sölu­með­ferð og seldur fyrir árs­lok 2016 að því gefnu að mark­aðs­að­stæður séu ákjós­an­leg­ar. Kröfu­hafar Kaupt­hings munu styðja gerð hagn­að­ar­skipta­samn­ing við stjórn­völd vegna eign­ar­hlutar í Arion banka hf. þannig að skipt­ing allrar fjár­hags­legrar afkomu af bank­anum renni til stjórn­valda í eft­ir­far­andi hlut­föll­um, (i) afkoma á bil­inu umfram 100 til 140 millj­arðar skal rennur einn þriðji  til stjórn­valda, (ii) afkoma umfram 140 millj­arða allt að 160 millj­örðum rennur til helm­inga til stjórn­valda og (iii) afkoma umfram 160 millj­arðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórn­valda.

B. Lang­tíma­fjár­fest­ingar

4.       Kaupt­hing mun end­ur­fjár­magna fyr­ir­greiðslu stjórn­valda til Arion banka hf. í erlendri mynt og bjóða Arion banka hf. að umbreyta þeirri skuld í alþjóð­lega við­ur­kennd fjár­mögn­un­ar­bréf sam­kvæmt EMTN fjár­mögn­un­arramma á mark­aðs­kjörum, með gjald­daga að lág­marki 7 árum liðnum frá útgáfu. Um er að ræða um 55,1 ma. króna. Þá mun Kaupt­hing bjóð­ast til að skuld­breyta inn­stæðum sínum í erlendri mynt Arion banka hf. að fjár­hæð um 43,8ma  í sams­konar útgáfu á mark­aðs­kjör­um.

Erindi kröfu­hafa Glitnis

1.       Til­laga kröfu­hafa Glitnis hefur það að mark­miði að hlut­leysa greiðslu­jafn­að­ar­á­hrif af skulda­skilum Glitn­is. For­sendur kröfu­hafa Glitnis byggja á upp­lýs­ingum eins og þær voru aðgengi­legar þeim 8. júní og kunna að taka breyt­ingum í þeim til­gangi að ná fram­an­greindu mark­miði.

A. Afsal eigna og lág­mörkun fram­tíð­ar­á­hættu gagn­vart greiðslu­jöfn­uði

2.       Greiðsla um 58ma í reiðu­fé. Heim­ilt er að draga frá allt að 5 millj­arða, enda sé um að ræða kostnað sem sann­an­lega hafi verið stofnað til á Íslandi við rekstur Glitnis hf. og vegna lág­marks­greiðslna til inn­lendra kröfu­hafa. Undir frá­drátt­ar­heim­ild­ina falla ekki hvata­greiðslur og skal allur inn­lendur kostn­aður stað­festur af end­ur­skoð­anda Glitn­is.

3.       Fram­sal krafna og ann­arra rétt­inda á hendur inn­lendum aðilum að bók­færðu virði um 59ma sem eru að nafn­verði hátt í 200ma. Kröfur sem ekki er unnt að fram­selja verða fram­seldir með sama hætti og kröfu­hafar Kaupt­hings áætla.

4.       Útgáfa skil­yrts veð­tryggðs skulda­bréfs að fjár­hæð 119ma til þriggja ára. Skulda­bréfið ber 5.5% vexti. Greiðslu­á­kvæði við eigna­sölu í krónum fyrir gjald­daga. Skulda­bréfið er veð­tryggt og skal veð­hlut­fall ávallt nema að minnsta kosti 115% af höf­uð­stóli hverju sinni.

5.       Kröfu­hafar Glitnis munu beita sér fyrir því að Íslands­banki hf. verði settur í sölu­með­ferð og seldur fyrir árs­lok 2016 að því gefnu að mark­aðs­að­stæður séu ákjós­an­leg­ar. Bank­inn verður ekki seldur ef mat óháðs alþjóða­lega við­ur­kennds fjár­fest­ing­ar­banka sýnir að sölu­verð undir 90% af áætl­uðu verð­mati.

6.       Verði Íslands­banki seldur til inn­lendra aðila skal skipta afkomu milli stjórn­valda og Glitnis með eft­ir­far­andi hætti: (i) afkoma á bil­inu umfram 85 til 119 millj­arðar skal rennur einn þriðji  til stjórn­valda, (ii) afkoma umfram 119 millj­arða allt að 136 millj­örðum rennur til helm­inga til stjórn­valda og (iii) afkoma umfram 136 millj­arðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórn­valda.

7.       Verði Íslands­banki seldur til erlendra aðila skal 60% sölu­and­virðis renna til stjórn­valda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bók­færðu virði bank­ans miðað við skráð evru 5. júní 2015. Þó skal við erlenda skal eigið fé bank­ans umfram 23% eig­in­fjár­hlut­fall renna að öllu leyti til stjórn­valda. Stjórn­völd geta gert kröfu um nánar til­greindar tak­mark­anir á ráð­stöf­un­ar­heim­ildum nýrra erlendra eig­enda Íslands­banka vegna áhrifa á greiðslu­jöfn­uð.

B. Lang­tíma­fjár­fest­ingar

8.       Kröfu­hafar Glitnis munu beita sér fyrir því að inn­lán Glitnis í erlendri mynt í inn­lendum bönkum verði end­ur­fjár­mögnum sam­kvæmt EMTN útgáfuramma til að lág­marki 7 ára á mark­aðs­kjör­um. Um er að ræða um 40ma.

9.       Kröfu­hafar Glitnis munu leggja til end­ur­greiðslu og end­ur­fjár­mögnun fyr­ir­greiðslu stjórn­valda við Íslands­banka í erlendri mynt. End­ur­fjár­mögn­unin verður í formi víkj­andi láns í erlendri mynt til að minnsta kosti 10 ára. Fyr­ir­greiðsla stjórn­valda til Íslands nemur um 21ma.

10.   Að því gefnu að stjórn Íslands­banka leggi það til og að fengnu sam­þykki Fjár­mála­eft­ir­lits­ins eru kröfu­hafar Glitnis til­búnir til að end­ur­fjár­magna arð­greiðslur úr Glitni í erlendri mynt með fjár­mögnun í formi sam­bæri­legs víkj­andi láns í erlendri mynt að fjár­hæð allt að 16ma. Allt á mark­aðs­kjör­um. Um 37ma renna til stjórn­valda við þessa ráð­stöfun og mynda hluta af því þeirri eft­ir­gjöf sem fjallað er um undir lið 2. Við þessa aðgerð yrði eigið fé Íslands­banka um 23%.

11.   Við erlenda sölu Íslands­banka stendur rík­is­sjóði til boða lána­fyr­ir­greiðsla í erlendri mynt til 10 ára frá Glitni ef hann svo kýs, á mark­aðs­kjörum að hámarki 319m evra.

Erindi kröfu­hafa LBI hf.

1.       Til­laga kröfu­hafa LBI byggir á þeirri for­sendu að kröfu­hafar LBI hafi þegar komið til móts við greiðslu­jafn­að­ar­vanda­mál Íslands með leng­ingu í skulda­bréfi Lands­bank­ans og Avens við­skipt­unum við Seðla­banka Íslands þegar lengt var í fjár­mögnun rík­is­sjóðs og veittur 37% afsláttur af gengi krónu gagn­vart evru.

2.       Til­laga kröfu­hafa LBI tekur jafn­framt mið af því að tölu­verður hluti krónu­eigna LBI stendur til trygg­ingar ágrein­ings­kröfum og óvíst er hvenær þeim málum lýk­ur.

A.      Afsal eigna og lág­mörkun fram­tíð­ar­á­hættu gagn­vart greiðslu­jöfn­uði

3.       LBI mun afhenda lausafé bús­ins í krónum að frá­dregnum (i) krónum sem standa til trygg­ingar ágrein­ings­kröfum sem eru í dag tæp­lega 50ma og (ii) inn­lendum rekstr­ar­kostn­aði (að und­an­skildum hvata­greiðsl­um) og greiðslu lág­marks­krafna. Þá munu kröfu­hafar LBI beita sér fyrir því að til­teknar inn­lendar eignir bús­ins verði fram­seldar stjórn­völdum en um er að ræða eignir að virði rúm­lega 10ma. Til við­bótar mun LBI afhenda stjórn­völdum útgreiðslur í krónum úr til­teknum þrota- og slita­bú­um.

4.       Kröfu­hafar LBI munu beita sér fyrir því og eftir atvikum fjár­magna fulln­að­ar­greiðslur í reiðufé á öllum for­gangs­kröfum LBI fyrir árs­lok. Fyr­ir­greiðsla kröfu­hafa LBI er m.a. háð skil­yrði um end­ur­greiðslu Avens skulda­bréfs­ins.

B.      Lang­tíma­fjár­fest­ingar

5.       Þá munu kröfu­hafar LBI beita sér fyrir ein­hliða útgáfu breytiréttar til handa Lands­banka Íslands hf. sem gilda mun í 15 mán­uði frá stað­festum nauða­samn­ingi. Breyti­rétt­ur­inn veitir Lands­banka Íslands hf. ein­hliða rétt á að breyta útistand­andi veð­skulda­bréfi í óveð­tryggða mark­aðs­fjár­mögnun sam­kvæmt EMTN fjár­mögn­un­arramma. Mark­aðs­kjör skulu ákvörðuð af óháðum alþjóða­lega við­ur­kenndum fjár­fest­ing­ar­banka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None