Búist við að verðbólgan snúi aftur í haust

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands býst við að verðbólgan lækki á næstu mánuðum, en hækki svo aftur þegar fram í sækir. Hún segir einnig nýlega hækkun lágmarkslauna ekki vera ótengda efnahagsástandinu og að bankarnir séu hagsmunaaðilar í efnahagsumræðunni.

Samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ gæti verðbólgan látið kræla á sér aftur í haust.
Samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ gæti verðbólgan látið kræla á sér aftur í haust.
Auglýsing

Ýmislegt styður þá tilfinningu að fram undan sé þensla á vinnumarkaði og vaxandi verðbólga, þrátt fyrir að hægist á verðhækkunum á allra næstu mánuðum. Eftir því sem fleiri ferðamenn koma til landsins er líklegt að húsnæðisverð hækki í miðborg Reykjavíkur, sem mun hafa jákvæð áhrif á verðbólguna í haust. Þetta kemur fram í nýuppfærðri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, þar sem spáð er um verðlagsþróun á næstu misserum.

Ýmislegt bendi til aukinnar verðbólgu

Samkvæmt spánni ætti verðbólgan að lækka samhliða sterkari krónu í sumar þegar ferðamenn taki að streyma inn í landið. Á sama tíma sé búist við að atvinnuleysi nálgist náttúrulegt stig, þ.e. í kringum fjögur prósent, tiltölulega hratt.

„Ýmislegt styður samt þá tilfinningu að framundan sé þensla á vinnumarkaði og vaxandi verðbólga,“ segir í spánni. „Vextir seðlabanka hafa sjaldan verið lægri og mikill halli er á ríkissjóði. Eignaverð hefur hækkað meira en annað verðlag að undanförnu, en hækkun þess er oft fyrirboði um að almenn verðbólga fari hækkandi.“

Auglýsing

Launahækkanir ekki úr takti við efnahagsástandið

Stofnunin segir einnig það ekki vera rétt sem stundum megi skilja á orðum manna um efnahagsmál, ekki síst stjórnvalda, að kaupkröfur verkalýðsfélaga tengist ekki efnahagsástandinu.

„Hækkun lágmarkslauna að undanförnu endurspeglar þannig eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli um það leyti sem síðustu kjarasamningar voru gerðir,“ stendur í spánni.

Bankarnir sjálfir hagsmunaaðilar

Hagfræðistofnun áréttar einnig að íslensku bankarnir, sem gefa út reglulegar hagfræðigreiningar og þjóðhagsspár, hafi beinna hagsmuna að gæta í efnahagsumræðunni. Þeirra hagur sé að seðlabankavextir séu sem lægstir, þar sem lágir vextir draga úr hættu á vanskilum sem geta komið áhættusæknum lánveitendum í vanda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent