Davíð Oddsson: Þjóðin í hættu þegar óaldarlýður réðst á þingið

davidoddsson.jpg
Auglýsing

Davíð Odds­son segir að óalda­lýður hafi ráð­ist að þing­hús­inu og öðrum opin­berum bygg­ingum í þeim mót­mælum sem áttu sér stað á árunum eftir banka­hrun. Þjóðin hefði verið hætt kom­in. Hann segir einnig að ef flug­vél full af liðs­mönnum Ríkis íslam, sem í stað tann­bursta og svita­lykta­eyðis væru allir með vél­byss­ur, myndi vill­ast hingað til lands þá ættu slíkir far­þegar auð­veld­ara með að taka yfir Ísland en Jör­undur hunda­daga­kon­ungur forðum daga.

Þetta kemur fram í Reykja­vík­ur­bréfi sunnu­dags­út­gáfu Morg­un­blaðs­ins.

Vél­byss­ur, svita­lykt­areyðir og tann­burstar



Bréf­rit­ar­inn, sem að þessu sinni er aug­ljós­lega Davíð Odds­son, annar rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, hefur bréfið á því að fara yfir þær ógnir sem stafa að heims­byggð­inni um þessar mundir og staldrar sér­stak­lega við Ríki íslam.

Hann setur þær aðstæður síðan fljótt í sam­hengi við þá umræðu sem átt hefur sér stað á Íslandi um byssu­eign lög­regl­unnar og land­helg­is­gæsl­unnar og gagn­rýnir harð­lega þekk­ing­ar­leysi þeirra sem hæst hafa látið í þeirri umræðu. Í bréf­inu seg­ir: „Það er freist­andi að að trúa því, að litla Ísland geti eitt fárra full­valda ríkja sloppið ódýrt frá veru­leika sem aðrar þjóðir verða að horfast í augu við. Setjum upp það dæmi, að hingað stefndi flug­vél svipuð þeirri sem villt­ist á leið til Birming­ham. Engin leið er að koma í veg fyrir að sú vél lendi. Þá kæmi í ljós að hvert sæti hennar væri skipað góð­borg­urum frá Ríki íslams. Í stað tann­bursta og svita­lykt­areyðis væru þeir allir með vél­byss­ur, mun nútíma­legri en þær sem hingað bár­ust frá norska hjálp­ræð­is­hern­um. Væri trú þeirra rétt, sem hæst buldi í, bæði í bloggi og blöð­um, þá ættu fyrr­nefndir far­þegar hæg­ari leik á Íslandi nú en Jör­undur hunda­daga­kóngur fyrir rúmum 200 árum.“

Auglýsing

Óald­ar­lýður og þjóðin hætt komin



Í kjöl­farið rifjar Davíð upp Bús­á­hald­ar­bylt­ing­una og skýrslu sem Geir Jón Þór­is­son, fyrrum yfir­lög­reglu­þjónn, skrif­aði um hana. Skýrslan var send á fjöl­miðla í síð­ustu viku og hefur verið mikið gagn­rýnd, sér­stak­lega vegna þess að í henni eru mikið af per­sónu­upp­lýs­ingum um ein­stak­linga sem tóku þátt í ýmsum mót­mælum á árunum eftir hrun. Hefur lög­reglan verið ásökum um að stunda per­sónunjósnir auk þess sem hún sendi fyrir mis­tök út ein­tök af skýrsl­unni þar sem hægt var að sjá nöfn ein­stak­linga sem fjallað er um í skýrsl­unni sem áttu að vera yfir­strikuð og ógrein­an­leg.

Það eru aðeins 6 ár síðan óald­ar­lýður gerði árásir á íslenska þing­húsið og fleiri opin­berar byggingar.

Davíð segir að óalda­lýður hafi ráð­ist á opin­berar bygg­ingar í þessum mót­mælum og að þjóðin hafi verið hætt kom­in. „Það eru aðeins 6 ár síðan óald­ar­lýður gerði árásir á íslenska þing­húsið og fleiri opin­berar bygg­ing­ar. Hér hefur það tíðkast að heim­ila mót­mæl­endum að fara nærri mik­il­vægum bygg­ing­um, eins og þing­hús­inu, sem hvergi er leyft ann­ars stað­ar. Hafa jafn­vel lög­fræð­ing­ar, sem vilja láta taka sig alvar­lega, sagt það hluta af rétt­inum til að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi að fólk fái að vera í skot­færi við menn og mann­virki. Það gerði fyrr­nefndur hópur í skjóli almennra mót­mæla, sem ríku­legri ástæður voru til að færu fram, en oft­ast endranær í sögu lands­ins. En þar sem óald­ar­lýð­ur­inn, sem kveikti elda, kastaði eggj­um, grjóti og saur í alþing­is­hús­ið, gerði það í illa fengnu skjóli hinna almennu mót­mæla, átti fámenn lög­reglan óhægt um vik. Álagið á hana var ógur­legt og fram­ganga hennar og still­ing ofur­mann­leg.

Fjölmörg mótmæli voru við Alþingishúsið og aðrar opinberar byggingar á árunum 2008 til 2011. Skýrslu um mótmælin, sem lögreglan lét vinna og var birt opinberlega í síðustu viku, hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöl­mörg mót­mæli voru við Alþing­is­húsið og aðrar opin­berar bygg­ingar á árunum 2008 til 2011. Skýrslu um mót­mæl­in, sem lög­reglan lét vinna og var birt opin­ber­lega í síð­ustu viku, hefur vakið hörð við­brögð.

Ekki fór á milli mála að lýð­ur­inn, margir í þeim hópi grímu­klædd­ir, reyndi að brjóta sér leið inn í þing­hús­ið, Seðla­bank­ann, lög­reglu­stöð­ina og reyndu að brjóta rúður bif­reiðar for­sæt­is­ráð­herr­ans. Sums staðar var 5. her­deild til staðar til að auð­velda árás­ar­mönn­unum verk­ið. Á því leikur ekki lengur neinn minnsti vafi. Það mátti því ekki miklu muna þarna. Hvað hefði þessi tryllti lýður gert hefði hann náð mark­miði sínu að brjót­ast inn í þing­hús­ið? Fáir vilja kannski hugsa þá spurn­ingu til enda. En er virki­lega hægt eða leyfi­legt að forð­ast slíka úttekt og það mat? Því verður hver og einn að svara fyrir sig.

Ekki fór á milli mála að lýð­ur­inn, margir í þeim hópi grímu­klædd­ir, reyndi að brjóta sér leið inn í þing­hús­ið, Seðla­bank­ann, lög­reglu­stöð­ina og reyndu að brjóta rúður bif­reiðar for­sæt­is­ráð­herr­ans. Sums staðar var 5. her­deild til staðar til að auð­velda árás­ar­mönn­unum verkið.

Umræður síð­ustu daga sýna að þeir eru senni­lega til, sem helst vildu banna að gerð væri úttekt á þessum alvar­legum atburðum og krefj­ast leynd­ar­hjúps yfir þá sem verst gengu fram eða tog­uðu í spotta á bak við tjöld­in.

Þjóðin var þá mjög hætt kom­in.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None