Davíð Oddsson: Vinir hans fengu ekki banka í einkavæðingunni

david.jpg
Auglýsing

Þegar bank­arnir voru einka­væddir í tíð rík­is­stjórnar Dav­íðs Odds­sonar voru lög ekki snið­geng­in. Og mýtan um að þeir hafi verið seldir einka­vinum stenst ekki skoð­un. Þegar Arion banki og Íslands­banki voru "hins vegar nán­ast gefnir erlendum kröfu­höfum var það gert án umræðu og án laga­heim­ild­ar, svo ótrú­lega sem það hljóm­ar." Þetta skrifar Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, í Reykja­vik­ur­bréfi blaðs­ins í dag.

Eig­end­urnir alls ekki vinir hansDa­víð fer yfir það að rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem sat við völd á síð­asta kjör­tíma­bili, hafi ítrekað haft orð á því að það þyrfti að láta rann­saka einka­væð­ingu bank­anna skömmu eftir síð­ustu ald­ar­mót, þegar Lands­bank­inn var seldur til Björg­ólfs­feðga og Bún­að­ar­bank­inn til S-hóps­ins svo­kall­aða. Í Reykja­vík­ur­bréf­inu segir Dav­íð: "Sú einka­væð­ing hefur gjarnan verið í snið­ug­heitum kölluð "einka­vina­væð­ing", sem er óneit­an­lega dálítið snjallt, enda kom hinn orð­hagi rit­höf­undur og raunar fjöl­lista­mað­ur, Ingólfur Mar­geirs­son, fyrstur fram með það orð. Þeir sem keyptu eða komust yfir þrjá stærstu íslensku bank­anna voru auð­vitað einka­vinir þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

For­stjóri banka Kaup­þings í London segir frá því í bók, að þegar æðstu yfir­menn Kaup­þings fengu þær fréttir að sá for­sæt­is­ráð­herra væri loks að hætta þá hafi þeir slegið upp gleð­skap og dregið tappa úr eðalvín­um. Einka­vinur for­sæt­is­ráð­herr­ans númer 2, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, réð yfir Glitni og skuld­aði stjarn­fræði­legar upp­hæðir í íslensku banka­kerfi og eru ekki til dæmi um slíkar skuldir eins manns í nokkru banka­kerfi í ver­öld­inni. Einka­vinur númer 3 var Björgólfur Guð­munds­son, sem fjár­magn­aði Albert Guð­munds­son í bar­áttu hans gegn Davíð Odds­syni í próf­kjöri um borg­ar­stjóra­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna kosn­inga 1982.

Eini einka­vin­ur­inn með réttu var Kjartan Gunn­ars­son, sem mun hafa átt nærri 1% í Lands­bank­anum áður en yfir lauk. Þessar stað­reyndir breyta raunar engu um að orðs­smíðin er prýði­leg og þessar stað­reyndir breyta heldur engu um dellu full­yrð­ing­ar. Hinir ófor­betr­an­legu halda sínu striki hversu skakkt sem það er."

Auglýsing

Hannes hrekur mýtur um DavíðÞað er ekki bara einka­væð­ing bank­anna sem Davíð sver af sér í þessu Reykja­vík­ur­bréfi, enda er fyr­ir­sögn þess "Sögu­smettum verður bumb­ult af sög­unni þegar hún birtir loka­orð­ið". Hann minn­ist líka á að fræði­menn hafi nýverið upp­lýst, á ráð­stefnu sem haldin var í Háskóla Íslands, að ekki fynd­ist fótur fyrir því að ummæli hans í Kast­ljósi um að íslenska þjóðin ætti ekki að axla skuldir óreiðu­manna væri ástæða þess að Bretar hefðu beitt hryðju­verka­lögum gegn Íslandi. Einn þeirra fræði­manna sem þessu hélt fram var Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og einn helsti stuðn­ings­maður Davíð Odds­sonar und­an­farna ára­tugi.

Einn þeirra fræði­manna sem þessu hélt fram var Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og einn helsti stuðn­ings­maður Davíð Odds­sonar und­an­farna áratugi.

Önnur mýta sem Davíð segir að fræði­menn­irnir hafi hrakið eitt skipti fyrir öll á ráð­stefn­unni var að sá íslenski banki sem féll fyrstur og dró hina með sér í fall­inu, Glitn­ir, "var ekki einka(vina)væddur á rík­is­stjórn­ar­ár­unum frá 1991-2005, eins og ætla mætti af afskræmdri umræðu. Þá einka­væð­ingu, sem snerti til­veru þess banka, fram­kvæmdi rík­is­stjórnin sem sat árin 1987-1991.Í þeirri stjórn voru tveir ráð­herrar sem betur urðu kunnir síð­ar: Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir og Stein­grímur J. Sig­fús­son."

Ekk­ert að fyrri einka­væð­ing­unni, en sú síð­ari hræði­legDa­víð segir síðan að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir hafi sífellt hótað að láta rann­saka einka­væð­ingu bank­anna í stjórn­ar­tíð sinni, en aldrei hafi orðið að því. "Kannski má rekja það athafna­leysi til þess, að Rík­is­end­ur­skoðun hafði þeg­ar, að sér­stakri ósk, látið rann­saka þá einka(vina)væð­ingu. Auð­vitað gerði stofn­unin þá sínar athuga­semdir um ein­stök atriði, eins og jafnan ger­ist, en engin þeirra var í átt til þess sem Jóhanna dylgj­aði um, svo ekki sé minnst á sögu­smettur á vefn­um. Lög höfðu ekki verið snið­geng­in. En þegar tveir íslenskir bankar voru hins vegar nán­ast gefnir erlendum kröfu­höfum var það gert án umræðu og án laga­heim­ild­ar, svo ótrú­lega sem það hljóm­ar.

En þegar tveir íslenskir bankar voru hins vegar nán­ast gefnir erlendum kröfu­höfum var það gert án umræðu og án laga­heim­ild­ar, svo ótrú­lega sem það hljómar.

Þá héldu þau Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir og Stein­grímur J. Sig­fús­son um stýri þjóð­ar­skút­unn­ar. Þau gerðu það þannig, að þjóð­ar­skútan velkt­ist um eins og í óveðri, þótt hún væri bundin við bryggju nán­ast allt kjör­tíma­bil­ið, og fékk aldrei að sækja björg í bú. Íslenskum kjós­endum var nóg boð­ið. Þeir tóku sig því saman og settu strand­kaptein­ana tvo í land, með slíkum vitn­is­burði, að ekki er lík­legt að nokk­ur, sem hann les, ráði þá í sam­bæri­lega vinnu aft­ur. Það er þó hugg­un­ar­ríkt."

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None