Davíð Oddsson: Vinir hans fengu ekki banka í einkavæðingunni

david.jpg
Auglýsing

Þegar bank­arnir voru einka­væddir í tíð rík­is­stjórnar Dav­íðs Odds­sonar voru lög ekki snið­geng­in. Og mýtan um að þeir hafi verið seldir einka­vinum stenst ekki skoð­un. Þegar Arion banki og Íslands­banki voru "hins vegar nán­ast gefnir erlendum kröfu­höfum var það gert án umræðu og án laga­heim­ild­ar, svo ótrú­lega sem það hljóm­ar." Þetta skrifar Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, í Reykja­vik­ur­bréfi blaðs­ins í dag.

Eig­end­urnir alls ekki vinir hans



Da­víð fer yfir það að rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem sat við völd á síð­asta kjör­tíma­bili, hafi ítrekað haft orð á því að það þyrfti að láta rann­saka einka­væð­ingu bank­anna skömmu eftir síð­ustu ald­ar­mót, þegar Lands­bank­inn var seldur til Björg­ólfs­feðga og Bún­að­ar­bank­inn til S-hóps­ins svo­kall­aða. Í Reykja­vík­ur­bréf­inu segir Dav­íð: "Sú einka­væð­ing hefur gjarnan verið í snið­ug­heitum kölluð "einka­vina­væð­ing", sem er óneit­an­lega dálítið snjallt, enda kom hinn orð­hagi rit­höf­undur og raunar fjöl­lista­mað­ur, Ingólfur Mar­geirs­son, fyrstur fram með það orð. Þeir sem keyptu eða komust yfir þrjá stærstu íslensku bank­anna voru auð­vitað einka­vinir þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

For­stjóri banka Kaup­þings í London segir frá því í bók, að þegar æðstu yfir­menn Kaup­þings fengu þær fréttir að sá for­sæt­is­ráð­herra væri loks að hætta þá hafi þeir slegið upp gleð­skap og dregið tappa úr eðalvín­um. Einka­vinur for­sæt­is­ráð­herr­ans númer 2, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, réð yfir Glitni og skuld­aði stjarn­fræði­legar upp­hæðir í íslensku banka­kerfi og eru ekki til dæmi um slíkar skuldir eins manns í nokkru banka­kerfi í ver­öld­inni. Einka­vinur númer 3 var Björgólfur Guð­munds­son, sem fjár­magn­aði Albert Guð­munds­son í bar­áttu hans gegn Davíð Odds­syni í próf­kjöri um borg­ar­stjóra­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna kosn­inga 1982.

Eini einka­vin­ur­inn með réttu var Kjartan Gunn­ars­son, sem mun hafa átt nærri 1% í Lands­bank­anum áður en yfir lauk. Þessar stað­reyndir breyta raunar engu um að orðs­smíðin er prýði­leg og þessar stað­reyndir breyta heldur engu um dellu full­yrð­ing­ar. Hinir ófor­betr­an­legu halda sínu striki hversu skakkt sem það er."

Auglýsing

Hannes hrekur mýtur um Davíð



Það er ekki bara einka­væð­ing bank­anna sem Davíð sver af sér í þessu Reykja­vík­ur­bréfi, enda er fyr­ir­sögn þess "Sögu­smettum verður bumb­ult af sög­unni þegar hún birtir loka­orð­ið". Hann minn­ist líka á að fræði­menn hafi nýverið upp­lýst, á ráð­stefnu sem haldin var í Háskóla Íslands, að ekki fynd­ist fótur fyrir því að ummæli hans í Kast­ljósi um að íslenska þjóðin ætti ekki að axla skuldir óreiðu­manna væri ástæða þess að Bretar hefðu beitt hryðju­verka­lögum gegn Íslandi. Einn þeirra fræði­manna sem þessu hélt fram var Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og einn helsti stuðn­ings­maður Davíð Odds­sonar und­an­farna ára­tugi.

Einn þeirra fræði­manna sem þessu hélt fram var Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og einn helsti stuðn­ings­maður Davíð Odds­sonar und­an­farna áratugi.

Önnur mýta sem Davíð segir að fræði­menn­irnir hafi hrakið eitt skipti fyrir öll á ráð­stefn­unni var að sá íslenski banki sem féll fyrstur og dró hina með sér í fall­inu, Glitn­ir, "var ekki einka(vina)væddur á rík­is­stjórn­ar­ár­unum frá 1991-2005, eins og ætla mætti af afskræmdri umræðu. Þá einka­væð­ingu, sem snerti til­veru þess banka, fram­kvæmdi rík­is­stjórnin sem sat árin 1987-1991.Í þeirri stjórn voru tveir ráð­herrar sem betur urðu kunnir síð­ar: Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir og Stein­grímur J. Sig­fús­son."

Ekk­ert að fyrri einka­væð­ing­unni, en sú síð­ari hræði­leg



Da­víð segir síðan að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir hafi sífellt hótað að láta rann­saka einka­væð­ingu bank­anna í stjórn­ar­tíð sinni, en aldrei hafi orðið að því. "Kannski má rekja það athafna­leysi til þess, að Rík­is­end­ur­skoðun hafði þeg­ar, að sér­stakri ósk, látið rann­saka þá einka(vina)væð­ingu. Auð­vitað gerði stofn­unin þá sínar athuga­semdir um ein­stök atriði, eins og jafnan ger­ist, en engin þeirra var í átt til þess sem Jóhanna dylgj­aði um, svo ekki sé minnst á sögu­smettur á vefn­um. Lög höfðu ekki verið snið­geng­in. En þegar tveir íslenskir bankar voru hins vegar nán­ast gefnir erlendum kröfu­höfum var það gert án umræðu og án laga­heim­ild­ar, svo ótrú­lega sem það hljóm­ar.

En þegar tveir íslenskir bankar voru hins vegar nán­ast gefnir erlendum kröfu­höfum var það gert án umræðu og án laga­heim­ild­ar, svo ótrú­lega sem það hljómar.

Þá héldu þau Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir og Stein­grímur J. Sig­fús­son um stýri þjóð­ar­skút­unn­ar. Þau gerðu það þannig, að þjóð­ar­skútan velkt­ist um eins og í óveðri, þótt hún væri bundin við bryggju nán­ast allt kjör­tíma­bil­ið, og fékk aldrei að sækja björg í bú. Íslenskum kjós­endum var nóg boð­ið. Þeir tóku sig því saman og settu strand­kaptein­ana tvo í land, með slíkum vitn­is­burði, að ekki er lík­legt að nokk­ur, sem hann les, ráði þá í sam­bæri­lega vinnu aft­ur. Það er þó hugg­un­ar­ríkt."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None