Davíð Oddsson: Vinir hans fengu ekki banka í einkavæðingunni

david.jpg
Auglýsing

Þegar bank­arnir voru einka­væddir í tíð rík­is­stjórnar Dav­íðs Odds­sonar voru lög ekki snið­geng­in. Og mýtan um að þeir hafi verið seldir einka­vinum stenst ekki skoð­un. Þegar Arion banki og Íslands­banki voru "hins vegar nán­ast gefnir erlendum kröfu­höfum var það gert án umræðu og án laga­heim­ild­ar, svo ótrú­lega sem það hljóm­ar." Þetta skrifar Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, í Reykja­vik­ur­bréfi blaðs­ins í dag.

Eig­end­urnir alls ekki vinir hansDa­víð fer yfir það að rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem sat við völd á síð­asta kjör­tíma­bili, hafi ítrekað haft orð á því að það þyrfti að láta rann­saka einka­væð­ingu bank­anna skömmu eftir síð­ustu ald­ar­mót, þegar Lands­bank­inn var seldur til Björg­ólfs­feðga og Bún­að­ar­bank­inn til S-hóps­ins svo­kall­aða. Í Reykja­vík­ur­bréf­inu segir Dav­íð: "Sú einka­væð­ing hefur gjarnan verið í snið­ug­heitum kölluð "einka­vina­væð­ing", sem er óneit­an­lega dálítið snjallt, enda kom hinn orð­hagi rit­höf­undur og raunar fjöl­lista­mað­ur, Ingólfur Mar­geirs­son, fyrstur fram með það orð. Þeir sem keyptu eða komust yfir þrjá stærstu íslensku bank­anna voru auð­vitað einka­vinir þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

For­stjóri banka Kaup­þings í London segir frá því í bók, að þegar æðstu yfir­menn Kaup­þings fengu þær fréttir að sá for­sæt­is­ráð­herra væri loks að hætta þá hafi þeir slegið upp gleð­skap og dregið tappa úr eðalvín­um. Einka­vinur for­sæt­is­ráð­herr­ans númer 2, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, réð yfir Glitni og skuld­aði stjarn­fræði­legar upp­hæðir í íslensku banka­kerfi og eru ekki til dæmi um slíkar skuldir eins manns í nokkru banka­kerfi í ver­öld­inni. Einka­vinur númer 3 var Björgólfur Guð­munds­son, sem fjár­magn­aði Albert Guð­munds­son í bar­áttu hans gegn Davíð Odds­syni í próf­kjöri um borg­ar­stjóra­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna kosn­inga 1982.

Eini einka­vin­ur­inn með réttu var Kjartan Gunn­ars­son, sem mun hafa átt nærri 1% í Lands­bank­anum áður en yfir lauk. Þessar stað­reyndir breyta raunar engu um að orðs­smíðin er prýði­leg og þessar stað­reyndir breyta heldur engu um dellu full­yrð­ing­ar. Hinir ófor­betr­an­legu halda sínu striki hversu skakkt sem það er."

Auglýsing

Hannes hrekur mýtur um DavíðÞað er ekki bara einka­væð­ing bank­anna sem Davíð sver af sér í þessu Reykja­vík­ur­bréfi, enda er fyr­ir­sögn þess "Sögu­smettum verður bumb­ult af sög­unni þegar hún birtir loka­orð­ið". Hann minn­ist líka á að fræði­menn hafi nýverið upp­lýst, á ráð­stefnu sem haldin var í Háskóla Íslands, að ekki fynd­ist fótur fyrir því að ummæli hans í Kast­ljósi um að íslenska þjóðin ætti ekki að axla skuldir óreiðu­manna væri ástæða þess að Bretar hefðu beitt hryðju­verka­lögum gegn Íslandi. Einn þeirra fræði­manna sem þessu hélt fram var Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og einn helsti stuðn­ings­maður Davíð Odds­sonar und­an­farna ára­tugi.

Einn þeirra fræði­manna sem þessu hélt fram var Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og einn helsti stuðn­ings­maður Davíð Odds­sonar und­an­farna áratugi.

Önnur mýta sem Davíð segir að fræði­menn­irnir hafi hrakið eitt skipti fyrir öll á ráð­stefn­unni var að sá íslenski banki sem féll fyrstur og dró hina með sér í fall­inu, Glitn­ir, "var ekki einka(vina)væddur á rík­is­stjórn­ar­ár­unum frá 1991-2005, eins og ætla mætti af afskræmdri umræðu. Þá einka­væð­ingu, sem snerti til­veru þess banka, fram­kvæmdi rík­is­stjórnin sem sat árin 1987-1991.Í þeirri stjórn voru tveir ráð­herrar sem betur urðu kunnir síð­ar: Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir og Stein­grímur J. Sig­fús­son."

Ekk­ert að fyrri einka­væð­ing­unni, en sú síð­ari hræði­legDa­víð segir síðan að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir hafi sífellt hótað að láta rann­saka einka­væð­ingu bank­anna í stjórn­ar­tíð sinni, en aldrei hafi orðið að því. "Kannski má rekja það athafna­leysi til þess, að Rík­is­end­ur­skoðun hafði þeg­ar, að sér­stakri ósk, látið rann­saka þá einka(vina)væð­ingu. Auð­vitað gerði stofn­unin þá sínar athuga­semdir um ein­stök atriði, eins og jafnan ger­ist, en engin þeirra var í átt til þess sem Jóhanna dylgj­aði um, svo ekki sé minnst á sögu­smettur á vefn­um. Lög höfðu ekki verið snið­geng­in. En þegar tveir íslenskir bankar voru hins vegar nán­ast gefnir erlendum kröfu­höfum var það gert án umræðu og án laga­heim­ild­ar, svo ótrú­lega sem það hljóm­ar.

En þegar tveir íslenskir bankar voru hins vegar nán­ast gefnir erlendum kröfu­höfum var það gert án umræðu og án laga­heim­ild­ar, svo ótrú­lega sem það hljómar.

Þá héldu þau Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir og Stein­grímur J. Sig­fús­son um stýri þjóð­ar­skút­unn­ar. Þau gerðu það þannig, að þjóð­ar­skútan velkt­ist um eins og í óveðri, þótt hún væri bundin við bryggju nán­ast allt kjör­tíma­bil­ið, og fékk aldrei að sækja björg í bú. Íslenskum kjós­endum var nóg boð­ið. Þeir tóku sig því saman og settu strand­kaptein­ana tvo í land, með slíkum vitn­is­burði, að ekki er lík­legt að nokk­ur, sem hann les, ráði þá í sam­bæri­lega vinnu aft­ur. Það er þó hugg­un­ar­ríkt."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None