Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) er brjóstamjólk besta næring sem völ er á fyrir ungbörn. Mælt er með að ungbörn fái eingöngu brjóstamjólk fyrstu sex mánuði ævinnar og síðan sem ábót með fastri fæðu í að minnsta kosti tvö ár eða lengur. Brjóstamjólk inniheldur nauðsynleg næringarefni og varnarþætti sem stuðla að heilbrigðum vexti og þroska ungbarna, og ef brjóstamjólk móður er ekki til staðar mælir WHO með því að næst besti kosturinn sé brjóstamjólk úr svokölluðum brjóstamjólkurbanka, en síðasta val skuli vera þurrmjólk.
Brjóstamjólkurbönkum hefur farið fjölgandi í heiminum frá því að fyrsta bankanum var komið á fót í Austurríki árið 1909, en Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur tekið í notkun brjóstamjólkurbanka.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ritgerð Margrétar Helgu Skúladóttur og Kristínar Linnet Einarsdóttur til BS-prófs í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Kjarninn fjallar nánar um helstu niðurstöður ritgerðarinnar.
Landspítalinn hefur nú samið um kaup á danskri brjóstamjólk handa fyrirburum, en von er á sendingu til landsins á næstunni.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_17/16[/embed]
Lestu ítarlega umfjöllun um málið í nýjustu útgáfu Kjarnans.