Poppsérfræðingurinn Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, hefur birt á heimasíðu sinni lista yfir bestu íslensku og erlendu hljómplötur ársins 2014, sem senn er á enda.
Á heimasíðu sinni skrifar Dr. Gunni: „Þá er komið að uppgjörinu fyrir árið. Byrjum á músik. Enn er maður fastur í því að nefna bestu plötur ársins þótt maður hlusti eiginlega ekkert á plötur lengur heldur lög í graut og bita héðan og þaðan. Besta platan var auðvitað SNARL 4 sem ég nefni ekki af því ég gaf hana sjálfur út. Þar er allskonar gúmmilaði sem vonandi mun gera frábæra hluti í framtíðinni. Listinn minn er svona. Það er eitthvað sem ég hef ekki heyrt sem gæti verið æðislegt, og svo er líklega eitthvað sem ég er að gleyma.“
Tuttugu bestu íslensku plötur ársins 2014
1. Prins Póló – Sorrí
2. Grísalappalísa – Rökrétt framhald
3. Pink Street Boys – Trash From The Boys
4. Oyama – Coolboy
5. Nýdönsk – Diskó Berlin
6. Teitur Magnússon – Tuttugu og sjö
7. Sindri Eldon – Bitter & Resentful
8. Elín Helena – Til þeirra sem málið varðar
9. Börn – Börn
10. Rökkurró – Innra
11. Felix Bergsson – Borgin
12. Gus Gus – Mexico
13. Samaris – Silkidrangar
14. M-Band – Haust
15. Óbó – Innhverfi
16. Valdimar – Batnar útsýnið
17. FM Belfast – Brighter Days
18. Stafrænn Hákon – Kælir varðhund
19. Heimir Klemenzon – Kalt
20. Prins Póló – París norðursins
Þá er lagið París norðursins, titillag samnefndrar kvikmyndar, í flutningi Prins Póló besta íslenska lag ársins að mati Dr. Gunna.
Hér að ofan má sjá flutning Prins Póló á laginu París norðursins, á Kex Hostel, í tengslum við síðustu Airwaves tónlistarhátíð.
Tíu bestu erlendu plötur ársins 2014
1. Ariel Pink – Pom pom
2. Ty Segall – Manipulator
3. Liars – Mess
4. Meatbodies – Meatbodies
5. Ex Hex – Rips
6. Lykki Li – I Never Learn
7. St. Vincent – St. Vincent
8. The Ghost Of A Saber Tooth – Midnight Sun
9. Blank Realm – Grassed in
10. East India Youth – Total Strife Forever
Þá er endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Stay High með Tove Lo, besta erlenda lag ársins að mati Dr. Gunna.