Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að ekki standi annað til að hálfu SGS en að standa fasta á kröfum sem settar hafa verið fram um hækkun launa, þar með talið að lægstu laun verði hækkuð í 300 þúsund krónur á mánuði úr 214 þúsund. „Við stöndum fast á okkar kröfum,“ segir Drífa, en nú um eitt leytið hófst samningafundur Samtaka atvinnulífsins og SGS í húsakynnum ríkissáttasemjara. Drífa segir ómögulegt að segja til um hvernig málin um þróast og þá hvort lausn í kjaradeilunni sé að fæðast.
Að undanförnu hefur farið fram skoðun og greining á ákveðnum þáttum kjarasamningana, meðal annars vinnutímum og yfirvinnu.
Samtök atvinnulífsins hafa til þessa staðið fast á því, að ekki sé hægt að semja um innistæðulausar hækkanir launa, það er að hagkerfið muni ekki standa undir almennri launahækkun upp á tugi prósenta, sem geti leitt til hækkandi verðbólgu og vaxta. Lítið hefur þokast í kjaradeilunum til þessa, mánuðum saman, en vonir eru bundar við það að samningar náist sem allra fyrst, helst fyrir mánaðarmótin. SGS frestaði öllum verkfallsaðgerðum á dögunum, og bauð SA að koma fram með tilboð til þess að leysa deiluna. Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí var frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí var frestað til 6. júní.