Neytendastofa hefur bannað DV að birta auglýsingar þar sem því er haldið fram að fólk fái iPad spjaldtölvur „frítt“ og „í kaupbæti“ með áskrift að fjölmiðlinum. Lög voru brotin með þessum viðskiptaháttum og DV þarf að greiða stjórnvaldssekt vegna málsins, að upphæð 300 þúsund krónur.
DV hefur undanfarið auglýst áskriftir að blaðinu. Á Facebook síðu DV er til dæmis auglýsing þar sem segir að „ef þú gerist áskrifandi að DV færðu glænýjan iPad í kaupbæti!“
Neytendastofa segir að ekki fáist annað séð en að kostnaðurinn við spjaldtölvuna sé innifalinn í verði áskriftar og því „hvorki frí né í kaupbæti þar sem áskriftarleiðin var 334,9% dýrari fyrstu þrjá mánuðina og 167,5% að þeim tíma liðnum miðað við áskrift án iPad.
„Í auglýsingunum var til að mynda að finna eftirfarandi fullyrðingar: „Fáðu áskrift að DV og þú færð FRÍAN iPad með áskriftinni“ og „Fáðu áskrift að DV og þú færð iPad í kaupbæti með áskriftinni“. Áskriftargjald var ekki tekið fram í auglýsingunni. Á vef DV, dv.is, var að finna áskriftarleiðir dagblaðsins, þ.á.m. svonefnda iPad áskrift á 2.998. kr. á mánuði með skuldbindingu í 36 mánuði og Vefáskrift 1 á 895. kr. á mánuði fyrstu þrjá mánuðina og 1.790 á mánuði eftir það. Umræddar áskriftir voru eins að undanskildum iPad að eigin vali.“
Hér má sjá eina auglýsinguna þar sem iPad var auglýstur í kaupbæti.
Ef þú gerist áskrifandi að DV færðu glænýjan iPad í kaupbæti! Sjáðu meira hér: https://stage.dv.is/ipad/
Posted by DV.is on Wednesday, April 8, 2015