DV braut gegn þremur fyrrum stjórnendum - Fóru inn í tölvupósta brottrekins ritstjóra

15003216880-ce1a14ed47-z.jpg
Auglýsing

Stjórn­endur DV brutu lög um per­sónu­vernd með með­ferð sinni á tölvu­póst­hólfum Reynis Trausta­son­ar, Jóns Trausta Reyn­is­sonar og Heiðu B. Heið­ars eftir að þau höfðu látið af störfum fyrir mið­il­inn haustið 2014. Tölvu­póstar sem bár­ust í póst­hólf þeirra innan DV var áfram­sendur á annað starfs­fólk sem opn­aði hann og skoð­aði, að sögn ­þre­menn­ing­anna. Auk þess hafi efni verið vistað og afritað án þeirra sam­þykk­is. Per­sónu­vernd hefur nú kom­ist að því að DV hafi ekki mátt fram­senda tölvu­pósta þeirra áfram til ann­arra. Frá þessu er greint á vef RÚV sem hefur úrskurð­inn undir hönd­um.

For­saga máls­ins er sú að í ágúst í fyrra hófust mikil átök um yfir­ráð yfir dag­blað­inu DV og tengdum miðl­um. Þeim lauk með því að Reynir Trausta­son, þáver­andi stærsti eig­andi DV og rit­stjóri blaðs­ins, og hópur stjórn­enda og starfs­manna sem tengd­ust hon­um, var rek­inn eða sagði upp störf­um. Hópur undir stjórn Þor­steins Guðna­sonar hafði þá náð meiri­hluta í útgáfu­fé­lag­inu og Hall­grímur Thor­steins­son verið ráð­inn nýr rit­stjóri.

Í frétt RÚV segir að þre­menn­ing­arn­ir, sem höfðu gegnt lyk­il­stöðum innan DV (Reynir var rit­stjóri, Jón Trausti fram­kvæmda­stjóri og Heiða aug­lýs­inga­stjóri), hefði ekki gef­ist kostur á að skoða póst­hólf sín eftir að þau hættu til að aðgreina tölvu­pósta sem töld­ust til einka­tölvu­pósta og pósta sem vörð­uðu hags­muni eða starf­semi DV. Þá hafi einka­póstur þeirra verið sendur áfram á annað starfs­fók sem hafi opnað hann, skoðað og í ein­hverjum til­fellum vistað og afritað inni­hald þeirra án sam­þykkis þre­menn­ing­anna. Þessi vöktun hefði staðið í nokkrar vikur eftir að þau létu af störf­um.

Auglýsing

Auk þess kvart­aði Reynir sér­stak­lega yfir því að  ­Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son, hæsta­rétta­lög­maður sem gegndi stóru hlut­verki í yfir­tök­unni á DV og sett­ist í stjórn útgáfu­fé­lags­ins að henni lok­inni, hefði miðlað per­sónu­upp­lýs­ingum um sig til Björns Leifs­son­ar, eig­anda World Class, sem er skjól­stæð­ingur Sig­urð­ar. Þá hafi Sig­urður birt kafla og myndir á Face­book úr hand­riti að bók sem Reynir var á þeim tíma að vinna að. Kjarn­inn greindi frá því máli í nóv­em­ber 2014.

reynir

Lög­maður Reyn­is, Jóns Trausta og Heiðu lagði fram bréf í máli þeirra fyrir Per­sónu­vernd sem var frá­ Hall­grími Thor­steins­syni, sem ráð­inn var rit­stjóri DV í stað Reyn­is, Þar sem Hall­grímur stað­festi að tölvu­póst­hólf Reynis hefði verið opið 12. sept­em­ber eða fimm dögum eftir að hann var rek­inn.

Í útskýr­ingum sínum á athæf­inu sögðu for­svars­menn DV að þeir hefðu talið nauð­syn­legt að áfram­senda tölvu­póst Heiðu til að „halda þeirri gátt opinn­i.“ Sam­kvæmt frétt RÚV segir Per­sónu­vernd í úrskurði sínum að það hafi ekki verið útskýrt nánar af hálfu DV. Þá hafi engin rök verið færð fram fyrir því hvers vegna nauð­syn­legt hafi verið að áfram­senda póst sem barst á net­fang Jóns Trausta. Nið­ur­staða Per­sónu­verndar er því sú að DV hafi ekki mátt fram­senda tölvu­póst þre­menn­ing­ana til ann­arra. Per­sónu­vernd vís­aði hins vegar frá kvörtun Reynis gegn Sig­urði G. Guð­jóns­syni. Það sé dóm­stóla að kveða á um hvort Sig­urður hafi farið út fyrir ramma tján­ing­ar­frels­ins og Póst og fjar­skipta­stofn­unar að ákvæða hvort lög hafi verið brotin þegar Sig­urður áframsendi tölvu­póst á Björn Leifs­son.

Í nóv­em­ber í fyrra var til­kynnt að ­Pressan ehf., móð­ur­fé­lag Vef­pressunnar og vef­miðl­anna Pressunn­ar, Eyj­unnar og Bleikt, hefði keypt ráð­andi hlut í útgáfu­fé­lag­inu DV. Með kaup­unum var Pressan orðin eig­andi að ríf­lega tveggja þriðju hluta­fjár í DV ehf. Aðal­eig­andi fjöl­miðla­sam­steypunnar er Björn Ingi Hrafns­son.

Skipt var um helstu stjórn­endur hjá DV í des­em­ber­lok. Þá voru Egg­ert Skúla­son og Kol­brún Berg­þórs­dóttir ráðin rit­stjórar blaðs­ins en Hall­grímur Thor­steins­son lét af störf­um.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None