Stærstu orkufyrirtækin á Íslandi, þ.e. Landsvirkjun og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Orka náttúrunnar, hafa selt svokallaðar upprunaábyrgðir til erlendra raforkunotenda um nokkurt skeið. Upprunaábyrgðir eru samheiti yfir vottorð sem tilgreina uppruna raforku og veita notendum hennar valkvæða alþjóðlega vottun um að raforka sem þeir kaupa komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum, óháð flutningi raforkunnar.
Tekjur orkufyrirtækjanna af sölu upprunaábyrgða hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár, til að mynda hefur Landsvirkjun selt upprunaábyrgðir fyrir hátt í milljarð króna frá árinu 2011.
Sala orkufyrirtækjanna á upprunaábyrgðum til erlendra raforkunotenda gerir það að verkum að íslenskir notendur þurfa að greiða meira fyrir vottaða græna orku.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_24/15[/embed]
Lestu ítarlega umfjöllun um málið í nýjustu útgáfu Kjarnans.