Hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra mælist 1,5 prósent, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands, en ekki 0,5 prósent eins og tölur Hagstofunnar sýndu í desember í fyrra. Þessi niðurstaða var umdeild, og var Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands með miklar efasemdir um að þær stæðust. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, lét þau orð falla á kynningarfundi vegna vaxtaákvörðunar 10. desember í fyrra, að hagvaxtartölurnar virtust ekki vera í takt við marga hagvísa í hagkerfinu, þar á meðal innflutningstölur.
Þessa efasemdir Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands reyndust á rökum reistar, eins og áður sagði, og mælist hagvöxtur nú, á fyrstu níu mánuðum ársins, 1,5 prósent.
Hagvöxtur í fyrra mældist 1,9 prósent samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands, sem kynntar voru í gær. Spár, frá því í byrjun árs í fyrra, gerðu flestar ráð fyrir meiri hagvexti á árinu, eða á bilinu 2,7 til þrjú prósent.