Efsta prósentið á tíu prósent hreinna eigna

forsidumynd-4.jpg
Auglýsing

Það eina pró­sent lands­manna sem var með hæstu heild­ar­tekj­urnar á árinu 2012 áttu sam­tals 229,5 millj­arða króna. Hóp­ur­inn skuld­aði 37,4 millj­arða króna og því var hrein eign hans 192,1 millj­arður króna. Alls var hrein eign lands­manna allra, eignir að frá­dregnum skuld­um, 2.075,5 millj­arðar króna í lok árs 2012 og því átti efsta eina pró­sentið tæp­lega tíu pró­sent af hreinni eign lands­manna.

Þetta eina pró­sent á líka lang­mest af reiðu­fé. Alls á það 86,3 millj­arða króna í inn­lendum inn­stæð­um, eða 19 pró­sent allra slíkra, og 5,6 millj­arða króna í upp­gefnum erlendum inni­stæð­um, eða 64 pró­sent allra erlendra inn­stæðna sem Íslend­ingar skrá í skatt­fram­talin sín.

almennt_05_06_2014

Í fyrsta sinn sem svona upp­lýs­ingar eru aðgengi­legarÞetta kemur fram í skatta­töl­fræði Rík­is­skatt­stjóra þar sem eignum heim­ila í land­inu er skipt niður eftir tekju­hóp­um. Upp­lýs­ing­arnar byggja á skatta­fram­tölum ein­stak­linga og sam­skatt­aðra (sam­býl­is­fólks eða hjóna) og miða við stöðu gagna strax að loknum fram­tals­skilum vegna árs­ins 2012. Að baki töl­unum eru um 246.600 manns. Þær voru nýverið birtar á heima­síðu Rík­is­skatt­stjóra.

Um er að ræða nýj­ustu tölur sem hægt er að nálg­ast sem byggja á skatt­fram­töl­um. Í skjal­inum sem emb­ætti rík­is­­skatt­stjóra birti fyrir skemmstu er í fyrsta sinn hægt að sjá hvað hvert pró­sent lands­manna á og skuld­ar. Áður var ein­ungis hægt að sjá þær nið­ur­stöður í fimm pró­senta hlut­falls­bil­um. Því er þetta í fyrsta sinn sem hægt er að segja til um eign þess pró­sents lands­manna sem er með hæstu laun­in.

Þetta er brot úr skýr­ingu Kjarn­ans um mál­ið. Lestu hann í heild sinni hér.

Auglýsing

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None