Eggert Skúlason annar ritstjóri DV

15003113329-3d9263f7fd-z.jpg
Auglýsing

Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kol­brúnu Berg­þórs­dóttur og Egg­ert Skúla­son sem rit­stjóra DV. Þá hefur Hörður Ægis­son verið ráð­inn við­skipta­rit­stjóri blaðs­ins. Verða þau Kol­brún, Egg­ert og Hörður jafn­framt rit­stjórar dv.is. DV mun næst koma út 9. jan­úar 2015 og í byrjun næsta árs verða kynntar marg­vís­legar breyt­ingar á blað­inu.

Hall­grímur Thor­steins­son hættir sem rit­stjóri DV en starfar áfram á vegum Pressunnar og mun leiða stefnu­mótum á sviði tal­málsút­varps. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem barst fjöl­miðlum rétt í þessu.

Egg­ert Skúla­son starf­aði á árum áður við fjöl­miðl­un, meðal ann­ars á Stöð 2. Und­an­farin ár hefur hann rekið eigið almanna­tengsla­fyr­ir­tæki og meðal ann­ars starfað fyrir kröfu­hafa föllnu bank­ana. Fyr­ir­tæki Egg­erts. Franca ehf.,var líka ráðið til að gera úttekt á DV eftir að nýir eig­endur tóku við fjöl­miðl­inum í haust. Starfs­menn DV sendu í kjöl­farið frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þeir sögðu úttekt­ina illa unna og að hún virt­ist að mestu byggja á skoð­unum úttekt­ar­höf­unda sjálfra.

Auglýsing

Kol­brún Berg­þórs­dóttir starf­aði síð­ast á Morg­un­blað­inu. Hún er þekktur bók­mennta­gagn­rýn­andi og hefur meðal ann­ars starfað sem slíkur í þætti Egils Helga­son­ar, Kilj­unni, sem sýndur er á RÚV. Hú var á árum áður yfir­maður menn­ing­ar­mála á Frétta­blað­inu og starf­aði einnig á Blað­inu sál­uga.

Hörður Ægis­son hefur starfað sem við­skipta­blaða­maður á Morg­un­blað­inu und­an­farin ár.

Í til­kynn­ingu sem Steinn Kári Ragn­ars­son sendi á fjöl­miðla segir að „til þess að ná fram skipu­lags­breyt­ingum og hag­ræða í rekstri var nokkrum starfs­mönnum DV sagt upp í dag. Verða enn­fremur gerðar breyt­ingar á aðkeyptu efni í hag­ræð­ing­ar­skyni. Er það í sam­ræmi við mark­mið nýrrar stjórnar DV að félagið verði rekið með hagn­aði árið 2015. Næsti útgáfu­dagur DV er föstu­dag­ur­inn 9. jan­úar næst­kom­andi. Frétta­vef­ur­inn dv.is verður þó áfram rek­inn allan sól­ar­hring­inn eins og verið hef­ur.

Í byrjun nýs árs verða kynntar marg­vís­legar breyt­ingar á DV sem ætlað er að fjölga áskrif­endum og auka lausa­sölu blaðs­ins. Jafn­framt verður ráð­ist í ýmsar mark­aðs­að­gerðir til að styrkja stöðu blaðs­ins, en það var stofnað sem dag­blaðið Vísir árið 1910".

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None