Eiður Smári byrjar á bekknum - Hollendingar stilla upp sókndjörfu liði

h_00968902-1.jpg
Auglýsing

Ein breyt­ing er á liði Íslands frá sigrinum gegn Kasakstan í síð­asta leik. Emil Hall­ferðs­son tekur sæti Eiðs Smára Guðjohn­sen í byrj­un­ar­lið­inu, sem þýðir að Jóhann Berg Guð­munds­son fer af vængnum og í fremstu víg­línu ásamt Kol­beini Sig­þórs­syni.

Fyrstir til að heyra byrj­un­ar­lið Íslands í leiknum þýð­ing­ar­mikla gegn Tékk­landi, sem fram fer á Laug­ar­dals­velli í kvöld, voru með­limir stuðn­ings­manna­hóps íslenska karla­lands­liðs­ins, Tólf­unni. Heimir Hall­gríms­son lands­liðs­þjálf­ari til­kynnti byrj­un­ar­liðið fyrir hóp­unum á Ölveri fyrr í dag.

Hannes Þór Hall­dórs­son verður í mark­inu og vörn­ina fyrir framan hann skipa Birkir Már Sæv­ars­son, Kári Árna­son, Ragnar Sig­urðs­son og Ari Freyr Skúla­son. Á miðj­unni leika Emil Hall­freðs­son, Aron Einar Gunn­ars­son fyr­ir­liði, Gylfi Þór Sig­urðs­son og Birkir Bjarna­son. Fremstir verða þeir Jóhann Berg og Kol­beinn Sig­þórs­son.

Auglýsing

Á sama tíma og leikur Íslend­inga og Tékka fer fram, eig­ast við Lettar og Hol­lend­ingar í Riga. Hol­lend­ingar verða að sigra ætli þeir sér að kom­ast upp úr A-riðli á Evr­ópu­meist­ara­mótið í fót­bolta sem fram fer í Frakk­landi næsta sum­ar. Hol­lend­ingar stilla upp firna­sterku liði sem hyggst blása til sókn­ar, en Klaas Jan Hun­telaar og Robin van Persie eru báðir í byrj­un­ar­liði Hol­lend­inga.

Þá má geta þess að Tyrkir, sem eru í fjórða sæti A-rið­ils, eru komnir yfir á móti Kasökum á úti­velli.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None