Eigendur Tals fá 20 prósent hlut í 365 miðlum

365vasi-1.jpg
Auglýsing

Eig­endur Tals munu fá 19,78 pró­sent hlut í 365 miðlum sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­runa félag­anna tveggja. Eign­ar­hlutur félaga á vegum Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, sem hefur verið aðal­eig­andi 365 miðla um nokk­urra ára skeið, minnkar við þetta niður í 77,97 pró­sent. Eig­andi Tals í dag er félagið IP fjar­skipti. Eig­endur þess eru fag­fjár­festa­sjóð­ur­inn Auður 1, sem á 94 pró­sent hlut, og Kjartan Örn Ólafssotaln, sem á sex pró­sent hlut.  Við þessa breyt­ingu þynn­ist hlutur Ara Edwald, fyrrum for­stjóra 365 miðla, í fyr­ir­tæk­inu úr 6,2 pró­sentum í 2,25 pró­sent. Þessum upp­lýs­ingum var bætt inn á heima­síðu fjöl­miðla­nefndar í gær.

Auður 1 er fram­taks­sjóður sem er rekstri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Virð­ing­ar. Hann var stofn­aður árið 2008 og þá lögðu rúm­lega 20 fjár­festar honum til alls 3,2 millj­arða króna. Tal er eitt átta fyr­ir­tækja sem sjóð­ur­inn á hlut í.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru stærstu fjár­festar sjóðs­ins íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, þó þar sé einnig að finna ein­stak­linga.  Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins verða því óbeinir eig­endur að stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins verði sam­run­inn sam­þykkt­ur.

Auglýsing

 

Þarf að upp­lýsa um end­an­lega eig­endurÞeir fjár­festar sem leggja fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóðum eru vana­lega ekki opin­ber­lega nafn­greind­ir. Það gæti hins vegar orðið raunin með eig­endur Auðar 1.

Í fjöl­miðla­lög­unum sem sam­þykkt voru árið 2011 segir að skylt sé að veita fjöl­miðla­nefnd öll gögn og upp­lýs­ingar svo „rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kraf­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar“.

Ætla sér stóra hluti á fjar­skipta­mark­aði365 virð­ist ætla sér að stóra hluti á fjar­skipta­mark­aði í nán­ustu fram­tíð. Fyr­ir­tækið tryggði sér fyrir nokkru nokkur leyfi fyrir 4G upp­bygg­ingu, er byrjað að selja netteng­ingar og tengja þær sér­stak­lega við áskrift að sjón­varps­miðlum 365 og réð Sævar Frey Þrá­ins­son, fyrrum for­stjóra Sím­ans, sem for­stjóra í sum­ar. Sam­runin við Tal er enn eitt skrefið í þeirri veg­ferð. Sá sam­runi er þó bund­inn sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, enda er 365 langstærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins í einka­eigu og með mark­aðs­ráð­andi stöðu á flestum sviðum aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins á Íslandi.

Jón Ásgeir Jón Ásgeir Jóhann­es­son hefur verið mjög tengdur 365 miðlum und­an­far­inn rúman ára­tug, fyrst sem aðal­eig­andi og nú sem eig­in­maður aðal­eig­and­ans, Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur.

Nokkur félög í eigu Ingi­bjargar Pálma­dóttur verða áfram helstu eig­endur 365 verði sam­run­inn við Tal að veru­leika. Þau tóku við eign­ar­hald­inu af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, eig­in­manni Ingi­bjarg­ar, sem fékk að kaupa fjöl­miðla 365 skömmu eftir hrun. Hann hafði einnig verið aðal­eig­andi gamla 365, sem fór síðar í þrot og gat ekki greitt kröfu­höfum sínum um 3,7 millj­arða króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None