Eigum við kannski að leita til Svía eftir Eurovision-lagi?

h_51954715.000-1.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir umdeilt lag, sem margir sögðu vera bein­lín­is ­stolið, og umdeildan flytj­anda, sem hafði gerst sekur um for­dóma í garð sam­kyn­hneigðra í við­töl­um, sigr­uðu Svíar Eurovision söngvakeppn­ina, sem fram fór í Vín­ar­borg í gær­kvöldi, með nokkrum yfir­burð­um.

Úrslitin í gær komu í sjálfu sér ekki mikið á óvart, bæði vegna þess að flestir helstu veð­bankar höfðu jú spáð Svíum sigri og þá sér­stak­lega í ljósi árang­urs frænda vorra í keppn­inni und­an­farin ár. Svíar sigr­uðu fyrst Eurovision söngvakeppn­ina árið 1974, en sig­ur Måns Zel­merlöw í gær­kvöldi var sjötti sigur Sví­þjóðar í keppn­inni. Aðeins Írar hafa unnið keppn­ina oft­ar, eða sjö sinn­um, en árangur Svía í Eurovision und­an­farin ár er einkar aðdá­un­ar­verð­ur. Þjóðin hefur verið í efstu þremur sæt­unum í söngvakeppn­inni síð­ustu fimm ár.

Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision þetta árið, þrátt fyrir að María Ólafs­dóttir hafi gert sitt besta. Besti árangur Íslands í keppn­inni er annað sæt­ið, en það gerð­ist síð­ast árið 2009. Ísland tók fyrst þátt í keppn­inni árið 1986, og er eitt þeirra sex landa sem aldrei hafa unnið keppn­ina. Hin fimm löndin eru Portú­gal, Malta, Rúm­en­ía, Ung­verja­land og Kýp­ur.

Auglýsing

Hér er pæl­ing, og nú verða ef­laust ein­hverjir brjál­að­ir. Hvernig væri að leita til frænda okkar í Sví­þjóð og fá þá til að semja fyrir okkur Eurovision lag sem er lík­legt til að sigra söngvakeppn­ina? Sænskir laga­höf­undar eru þekktir um gjörvalla ver­öld fyrir gríp­andi laga­smíð­ar, og til að mynda Aserar leita reglu­lega í smiðju þeirra eft­ir lögum sem væn­leg þykja til að gera vel í Eurovision, og sömu­leið­is al­þjóð­legar popp­stjörnur á borð við Brit­ney Spe­ars.

RÚV myndi sjálf­sagt ekki bjóða þeim greiðslu fyrir slíkt, og engin ástæða er til að breyta núver­andi fyr­ir­komu­lagi á söngvakeppni RÚV, en kannski ætti hópur gall­harðra Eurovision aðdá­enda að efna til þjóð­ar­söfn­unar fyrir sænsku/­ís­lensku lagi. Bara pæl­ing.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None