Eigum við kannski skaðabótakröfu á bankana?

14394583361-f669b0db5b-z-1.jpg
Auglýsing

Í fyrra­dag bár­ust fréttir af því að breska fjár­mála­eft­ir­litið hefði lagt hæstu sekt í sögu stofn­un­ar­innar á breska Barclays bank­ann, fyrir að mis­nota milli­banka­vexti en lög­brot­in ­náðu há­marki árið 2008.

Fjár­mála­eft­ir­litið í Bret­landi lagði 284 millj­óna sterl­ingspunda sekt á bank­ann, en sam­tals þarf Barclays að greiða hinum ýmsu eft­ir­lits­að­ilum og stofn­unum í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um 1,5 millj­arða sterl­ingspunda vegna fjár­mála­glæpa í aðdrag­anda krepp­unn­ar, eða litla 312 millj­arða íslenskra króna.

Þetta er ekki fyrsta þunga sektin sem bank­inn hlýtur vegna glæp­sam­legra vinnu­bragða og þá eru dæmi um hund­ruð millj­arða króna sektir sem stjórn­völd hafa lagt á banka í Banda­ríkj­unum fyrir lög­brot. Bank­arnir hafa líka oft­ast séð hag sinn í því að semja um sekta­greiðslu í stað þess að vera dregnir fyrir dóm og eiga þá á hættu að vera dæmdir til greiðslu enn hærri upp­hæða.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, opn­aði á dög­unum umræð­una um að mögu­lega eigi íslenska ríkið að stefna slita­búum föllnu bank­anna til greiðslu skaða­bóta vegna þess skaða sem þeir ollu íslensku sam­fé­lagi. Orðin lét Bjarni falla í tenglum við 500 millj­óna evra neyð­ar­lán Seðla­banka Íslands í kjöl­far Al-T­hani flétt­unnar svoköll­uðu, á loka­metr­unum fyrir banka­hrun.

Hér er pæl­ing. Af hverju er ekki tekið til alvar­legrar skoð­unar hvort íslenska ríkið eigi mögu­lega skaða­bóta­kröfu á föllnu bank­ana vegna hruns­ins og þeirra fjár­muna sem þeir sólund­uðu? Er það í alvör­unni svo galið?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None