Ekkert mál frá skiptastjóra Baugs til Sérstaks saksóknara

14087944054-ed1c1a2832-o-1.jpg
Auglýsing

Hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Erlendur Gísla­son, skipta­stjóri þrota­bús Baugs, hefur ekki fundið neinar vís­bend­ingar um refsi­verða hátt­semi í gögnum þrota­bús­ins, og hefur þar af leið­andi ekki sent eitt ein­asta mál til rann­sóknar hjá emb­ætti Sér­staks sak­sókn­ara. Þetta stað­festir Erlendur Gísla­son í sam­tali við Kjarn­ann.

Þrotabú Baugs hef­ur hins vegar leitað réttar síns á einka­rétt­ar­legum for­send­um, meðal ann­ars með því að krefj­ast rift­unar á kaupum Baugs á eigin bréfum sum­arið 2008. Í fyrra rifti hér­aðs­dómur greiðslum Baugs frá 11. júlí 2008 til Fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Gaums, Gaums Hold­ing S.A. og Eign­ar­halds­fé­lags­ins ISP. Heild­ar­fjár­hæð greiðsln­anna nam um fimmtán millj­örðum króna, en fjár­hæðin var notuð til að greiða niður skuldir félag­anna hjá Kaup­þingi og Kaupt­hink Bank Lux­em­bo­urg, sem seinna varð Banque Havil­l­and.

Fjár­fest­inga­fé­lagið Gaumur og Gaumur Hold­ing S.A. voru þá stærstu eig­endur Baugs, en félögin voru í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, Ásu Ásgeirs­dótt­ur, Jóhann­esar Jóns­sonar og Krist­ínu Jóhann­es­dótt­ur. Þá var og er eign­ar­halds­fé­lagið ISP í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, eig­in­konu Jóns Ásgeirs.

Auglýsing

Í síð­asta mán­uði snéri Hæsti­réttur við dómi Hér­aðs­dóms Reykja­víkur varð­andi kröfu þrota­bús Baugs gegn Banque Havil­l­and og dæmdi bank­ann til að greiða búinu 1,3 millj­arða króna. Í nóv­em­ber verður flutt mál í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, þar sem hlutur Kaup­þings verður tek­inn fyr­ir. Þar krefst þrota­búið að Kaup­þing end­ur­greiði þrettán millj­arða króna.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Erlendur Gísla­son að nið­ur­staðan í Banque Havil­l­and mál­inu hafi jákvæð áhrif á upp­gjör þrota­bús­ins, þó aðeins um örfá pró­sent. Þá sé ljóst að jákvæð nið­ur­staða í Kaup­þings­mál­inu muni hafa sam­bæri­leg á­hrif.

Sam­þykktar kröfur í þrotabú Baugs nema rúmum hund­rað millj­örðum króna, en tæp­lega 400 millj­arða kröfum var lýst í búið. Lík­legar heimtur í þrota­búið eru nú í kringum eitt pró­sent, en þær gætu farið í yfir fimm pró­sent ef áður­nefnt mál gegn Kaup­þingi vinnst.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None