Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að í sínum huga sé ekki „allur mun­ur­inn á því hvort að ráðu­neytið hefði keypt hús­næði af Lands­bank­anum í þessu húsi eða byggt hinu megin við göt­una, við Skúla­göt­una, jafn dýrt hús­næði á jafn dýrum stað.“ 

Þetta kom fram í við­tali hans við Dag­mál á mbl.is sem birt var í gær, þegar rætt var um til­lögu sem lögð var fram á rík­is­stjórn­ar­fundi nýverið um að rík­is­sjóður myndi kaupa hluta af nýjum höf­uð­stöðvum Lands­bank­ans á sex millj­arða króna undir utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir stýr­ir, og nýlegt ráðu­­neyti háskóla-, nýsköp­unar og iðn­­að­­ar, sem er undir stjórn Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur. 

Hita­mál í rík­is­stjórn­inni

Kjarn­inn greindi frá því 22. júlí síð­ast­lið­inn að til­laga um að kaupa nokkur þús­und fer­metra af hús­næði í svoköll­uðu norð­ur­húsi nýrra höf­uð­stöðva Lands­bank­ans við Aust­ur­höfn sem nú eru að rísa á sex millj­arða króna hefði verið lögð fram á rík­is­stjórn­ar­fundi í sum­ar. 

Auglýsing
Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var málið tekið upp á nokkrum rík­­is­­stjórn­­­ar­fundum í kjöl­farið en and­­staða var við kaup á hús­næð­inu á meðal ein­hverra ráð­herra og því eru kaup­in, sem stend­­ur, í upp­­­námi. Um mikið hita­­mál er að ræða innan rík­­is­­stjórn­­­ar­innar þar sem sumir ráð­herrar hafa keyrt það fast að umrætt hús­næði, eitt það dýrasta sem fyr­ir­finnst á Íslandi, verði keypt undir áður­nefnd tvö ráðu­­neyt­i. 

Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja að kaupin á hinu svo­­kall­aða norð­­ur­­húsi Lands­­banka­höf­uð­­stöðv­­anna hafi verið teiknuð upp í ráðu­­neyti Bjarna. 

Bank­inn gæti farið annað og selt eign­ina

Bygg­ing höf­uð­­stöðva Lands­­bank­ans, sem er í eigu íslenska rík­­is­ins, hefur verið veru­­lega umdeild. Bygg­ingin er að rísa á einni dýr­­ustu lóð sem hægt er að byggja á í Reykja­vík og sú máls­á­­stæða Lands­­bank­ans að hann þyrfti að vera með höf­uð­­stöðvar í mið­­borg­inni hefur verið dregin veru­­lega í efa. 

Á­kvörð­unin hefur verið rök­studd með því að Lands­­bank­inn sé í of mörgum stöðum með starf­­semi sína, sem er dreifð víða um mið­­borg­ina. Með því að koma öllum á sama stað myndi verða til mikil hag­ræð­ing auk þess sem hægt yrði að selja annað hús­næði bank­ans upp í kostn­að. 

Upp­haf­lega var kostn­aður áætl­aður níu millj­arðar króna en hann hefur síðan vaxið upp í tólf millj­arða króna.

Í við­tal­inu við Dag­mál sagði Bjarni að þegar upp sé staðið þá haldi hann að Lands­bank­inn muni halda á eign sem geti vel staðið undir sér. Þetta sé lík­lega dýr­asti staður í Reykja­vík til að byggja á og hann sjái ekki neina rök­bundna nauð­syn á því að höf­uð­stöðvar bank­ans rísi þar. „En í stóra sam­hengi hlut­anna, við efna­hag bank­ans, þá er þetta ekki það sem ræður úrslitum um afkom­una. Þetta verður alltaf eign sem á end­anum leiðir kannski til þess að bank­inn fer kannski eitt­hvert ann­að. Þá mun hann bara selja þessa eign. Ég veit ekk­ert um það. Þetta eru ákvarð­anir sem eru teknar á öðrum vett­vangi en við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.“

Ekk­ert athuga­vert við stað­setn­ingu stjórn­sýsl­unnar

Einn af þeim val­kostum sem skoð­aðir hefðu verið fyrir upp­bygg­ingu stjórn­ar­ráðs­ins væri sá að hluti höf­uð­stöðv­anna sem Lands­bank­inn væri að byggja, og ætl­aði sér alltaf að selja eða leigja út, gæti nýst undir ráðu­neyti. „Það hefur verið skoðað og það hafa verið skiptar skoð­anir um það hvort að það væri hent­ugt eða hvort að það væri of dýrt og svo fram­veg­is. Auð­vitað er stjórn­ar­ráðið alltaf á dýr­ustu reitum Íslands.“

Það væri í sjálfu sér ekk­ert athuga­vert við að stjórn­sýslan væri stað­sett mið­lægt í höf­uð­borg­inni, þar sem dýr­ast er að byggja eða kaupa. „Í mínum huga er ekki allur mun­ur­inn á því hvort að ráðu­neytið hefði keypt hús­næði af Lands­bank­anum í þessu húsi eða byggt hinu megin við göt­una, við Skúla­göt­una, jafn dýrt hús­næði á jafn dýrum stað.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent