Ekki búið að leggja meira til hliðar til að leiðrétta laun bankastjóra Landsbankans

stein..t.jpg
Auglýsing

Ekk­ert hefur verið lagt til hliðar vegna leið­rétt­ingu launa bank­an­stjóra Lands­bank­ans, Stein­þórs Páls­son­ar, frá árinu 2013. Í árs­skýrslu bank­ans vegna árs­ins 2012 voru 47 millj­ónir króna færðar sem var­úð­ar­færsla vegna „hugs­an­legra leið­rétt­inga eða aft­ur­virkra breyt­inga á launum og starfs­kjörum banka­stjóra á árunum 2011 og 2012“.

Kjarn­inn spurð­ist fyrir um hvort meira fé hefði verið lagt fyrir vegna þess­arrar mögu­legu leið­rétt­ingar síð­ustu ár. Í svari bank­ans kemur fram að svo hafi ekki ver­ið. Ef eitt­hvað  hefði verið lagt til hliðar hefði það komið fram í upp­gjörum, afkomutil­kynn­ingum sem og árs­skýrslu bank­ans.

Má ekki vera með hærri laun en for­sæt­is­ráð­herraÍs­lenska ríkið er aðal­eig­andi Lands­bank­ans og því falla starfs­kjör banka­stjóra undir lög um kjara­ráð, sem sett voru eftir banka­hrun. Sam­kvæmt þeim mega þeir sem undir ráðið heyra ekki vera með hærri laun en for­sæt­is­ráð­herra.

Banka­ráð og stjórn­endur Lands­bank­ans hafa verið ósátt með þetta fyr­ir­komu­lag og telja að þau kjör sem bank­inn geti boðið séu ekki sam­keppn­is­hæg við kjör stjórn­enda í stærri fyr­ir­tækjum á fjár­mála­mark­aði. Banka­ráðið sendi meðal ann­ars erindi til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) þar sem það kvart­aði yfir gild­andi fyr­ir­komu­lagi og taldi það geta brotið í bága við stjórn­ar­skrá og samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. ESA ákvað hins vegar ekki að að haf­ast neitt í mál­inu.

Auglýsing

Sam­kvæmt síð­asta birta árs­reikn­ingi Lands­bank­ans voru laun Stein­þórs Páls­sonar árið 2014 um 1,5 milljón króna. Auk þess fékk hann hluta­bréfatengdar greiðslur upp á um 175 þús­und krónur á mán­uði en kostn­aður vegna bif­reiða­hlunn­inda og netteng­ingar á heim­ili banka­stjór­ans voru dregin af launum hans.

Sjö fram­kvæmda­stjórar Lands­bank­ans, sem heyra ekki undir lög um kjara­ráð, voru með hærri laun en bank­an­stjór­inn í fyrra. Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka var með 4,3 millj­ónir króna á mán­uði og Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, með um þrjár millj­ónir króna á mán­uði. Bæði Arion banki og Íslands­banki hafa auk þess tekið upp kaupauka­kerfi sem juku tekjur banka­stjóra þeirra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None